„Óásættanlegt að nauðganir séu hluti af skemmtanalífinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. mars 2022 19:00 Aðstandendur átaksins sem ætlað er að fækka nauðgunum á djamminu. Vísir/Berghildur Nauðganir eiga ekki að vera ásættanlegur hluti af skemmtanalífinu segir ríkislögreglustjóri sem í dag hratt af stað átaki til fækka þeim ásamt dómsmálaráðherra og Neyðarlínunni. Almenningur er hvattur til að taka þátt, vera vakandi og láta vita. Árlega voru að meðaltali um tvö hundruð nauðganir tilkynntar til lögreglu á árunum 2017 til 2019. Árið 2020 fækkaði tilkynningum hins vegar um 43% en á þeim tíma voru samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hvað harðastar. Dómsmálaráðherra, Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hófu í dag vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi þar sem almenningur er hvattur til að vera vakandi og láta vita. „Við erum ekki að biðja fólk um að fara í einhvern lögguleik. Við erum að biðja fólk um að vera vakandi fyrir umhverfi sínu. Ef fólk sér eitthvað óeðlilegt í gangi, að það spyrji hvort ekki sé í lagi. Við erum öll á vaktinni, við látum hlutina ekki fara framhjá okkur, við horfum ekki í hina áttina,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra biður fólk um að vera vakandi fyrir umhverfi sínu og láta vita ef það telji hættu á ofbeldi.Vísir/Egill Við viljum ekki að nauðganir séu partur af skemmtanalífinu, það er óásættanlegt að nauðganir séu hluti af skemmtanalífinu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Sigríður segir að veitingafólk hafi í auknum mæli skipt sér af gruni það að fólki hafi verið byrlað slævandi lyf á djamminu. „Veitingafólk hefur haft samband við okkur og leigubílstjóra vegna gruns um byrlanir og hefur jafnvel komið fólki upp á bráðadeild. Þá eru lögregluembætti um allt land sífellt að þróa viðbrögð sín komi upp grunur um byrlanir. Því í þeim tilfellum þarf að bregðast afar hratt við,“ segir Sigríður. Þau segja samstarfsaðila átaksins marga , meðal þeirra er Strætó en nú er leyfilegt að trufla bílstjóra á ferð ef fólk óttast ofbeldi gegn sér eða öðrum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að það eigi að vera hægt að snúa þróun undanfarna ára við.Vísir/Egill Sigríður Björk segir að það eigi að vera hægt að snúa þróun undanfarinna ára við. „Þessir glæpir sem eru tilkynntir til okkar virðast oft á tíðum vera tækifærisglæpir, einhvers konar lærð hegðun þannig að þá á að vera hægt að snúa því til baka,“ segir hún að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Kynferðisofbeldi Strætó Næturlíf Tengdar fréttir Skera upp herör gegn kynferðisofbeldi á djamminu Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kynntu vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi á blaðamannafundi í dag. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 43% árið 2020 þegar samkomutakmarkanir voru í hámarki. 1. mars 2022 13:16 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Árlega voru að meðaltali um tvö hundruð nauðganir tilkynntar til lögreglu á árunum 2017 til 2019. Árið 2020 fækkaði tilkynningum hins vegar um 43% en á þeim tíma voru samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hvað harðastar. Dómsmálaráðherra, Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hófu í dag vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi þar sem almenningur er hvattur til að vera vakandi og láta vita. „Við erum ekki að biðja fólk um að fara í einhvern lögguleik. Við erum að biðja fólk um að vera vakandi fyrir umhverfi sínu. Ef fólk sér eitthvað óeðlilegt í gangi, að það spyrji hvort ekki sé í lagi. Við erum öll á vaktinni, við látum hlutina ekki fara framhjá okkur, við horfum ekki í hina áttina,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra biður fólk um að vera vakandi fyrir umhverfi sínu og láta vita ef það telji hættu á ofbeldi.Vísir/Egill Við viljum ekki að nauðganir séu partur af skemmtanalífinu, það er óásættanlegt að nauðganir séu hluti af skemmtanalífinu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Sigríður segir að veitingafólk hafi í auknum mæli skipt sér af gruni það að fólki hafi verið byrlað slævandi lyf á djamminu. „Veitingafólk hefur haft samband við okkur og leigubílstjóra vegna gruns um byrlanir og hefur jafnvel komið fólki upp á bráðadeild. Þá eru lögregluembætti um allt land sífellt að þróa viðbrögð sín komi upp grunur um byrlanir. Því í þeim tilfellum þarf að bregðast afar hratt við,“ segir Sigríður. Þau segja samstarfsaðila átaksins marga , meðal þeirra er Strætó en nú er leyfilegt að trufla bílstjóra á ferð ef fólk óttast ofbeldi gegn sér eða öðrum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að það eigi að vera hægt að snúa þróun undanfarna ára við.Vísir/Egill Sigríður Björk segir að það eigi að vera hægt að snúa þróun undanfarinna ára við. „Þessir glæpir sem eru tilkynntir til okkar virðast oft á tíðum vera tækifærisglæpir, einhvers konar lærð hegðun þannig að þá á að vera hægt að snúa því til baka,“ segir hún að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Kynferðisofbeldi Strætó Næturlíf Tengdar fréttir Skera upp herör gegn kynferðisofbeldi á djamminu Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kynntu vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi á blaðamannafundi í dag. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 43% árið 2020 þegar samkomutakmarkanir voru í hámarki. 1. mars 2022 13:16 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Skera upp herör gegn kynferðisofbeldi á djamminu Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kynntu vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi á blaðamannafundi í dag. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 43% árið 2020 þegar samkomutakmarkanir voru í hámarki. 1. mars 2022 13:16
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals