Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. september 2022 20:36 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær þar sem mikil ölvun var í miðbæ Reykjavíkur. Verkefnin voru af ýmsum toga en fjórir einstaklingar leituðu til lögreglu vegna gruns um byrlun. Blóðsýni voru tekin úr þolendum og eru mál þeirra til rannsóknar. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, segir byrlanir algengari en margir halda. „Það sem er kannski jákvætt núna varðandi þessi brot sem að mögulega áttu sér stað í nótt er það að sýni voru send í rannsókn, og það hefur auðvitað verið ákveðin barátta að fá lögreglu og heilbrigðisyfirvöld til þess að taka því alvarlega þegar fólk tilkynnir byrlun, með því þá að taka sýni til að gera þeim kleift að mögulega sanna að byrlunin hafi átt sér stað,“ segir Steinunn. Lögregla fær reglulega tilkynningar á sitt borð um byrlanir en þó er ekki til tölfræði sem sýnir fjölda brota eða eðli þeirra. 65 einstaklingar leituðu til Stígamóta í fyrra vegna byrlana og kynferðisbrota í kjölfar þeirra. Þó margir tengi byrlanir ef til vill við djammið eiga brotin sér stað víða. „Mörg af þessum málum eru vissulega mál þar sem það er eitthvað sett í drykkinn á skemmtistöðum, en þetta getur líka verið fjölbreyttara. Við erum til dæmis með dæmi um maka sem eru að byrla svefnlyfjum eða öðrum vímuefnum, og þar sem þetta gerist í partíum og þetta eru vinir eða aðrir sem eru að byrla með einhverjum hætti. Byrlanir eru sjaldnast tilkynntar, erfitt er að sanna þær, og flækir það málin enn frekar að byrlun ein og sér sé ekki brot á hegningarlögum. „ En auðvitað held ég að flestir séu sammála um það að byrlun ein og sér, hvort sem kynferðisbrot á sér stað í kjölfarið eða ekki, er ofbeldi,“ segir Steinunn. Samfélagið virðist þá vera meðvitaðra um byrlanir og afleiðingar þeirra. Lögregla og ný Samtök reykvískra skemmtistaða tóku einnig höndum saman fyrr á árinu og hófu herferð með það að markmiði að skera upp herör gegn hvers kyns ofbeldi á djamminu. Þó mikil vitundavakning hafi átt sér stað þurfi þó meira til og mögulega aðra nálgun að sögn Steinunnar. „Fyrst og fremst þyrftum við að vita eitthvað um gerendur þessara brota vegna þess að við komum ekki í veg fyrir ofbeldi, og kynferðisofbeldi sérstaklega, nema við höfðum til þeirra sem að fremja ofbeldið. Þannig að það þyrfti einhvern veginn að koma þeim í skilning um hvers konar ofbeldi þetta er og fá þá til að hætta því,“ segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær þar sem mikil ölvun var í miðbæ Reykjavíkur. Verkefnin voru af ýmsum toga en fjórir einstaklingar leituðu til lögreglu vegna gruns um byrlun. Blóðsýni voru tekin úr þolendum og eru mál þeirra til rannsóknar. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, segir byrlanir algengari en margir halda. „Það sem er kannski jákvætt núna varðandi þessi brot sem að mögulega áttu sér stað í nótt er það að sýni voru send í rannsókn, og það hefur auðvitað verið ákveðin barátta að fá lögreglu og heilbrigðisyfirvöld til þess að taka því alvarlega þegar fólk tilkynnir byrlun, með því þá að taka sýni til að gera þeim kleift að mögulega sanna að byrlunin hafi átt sér stað,“ segir Steinunn. Lögregla fær reglulega tilkynningar á sitt borð um byrlanir en þó er ekki til tölfræði sem sýnir fjölda brota eða eðli þeirra. 65 einstaklingar leituðu til Stígamóta í fyrra vegna byrlana og kynferðisbrota í kjölfar þeirra. Þó margir tengi byrlanir ef til vill við djammið eiga brotin sér stað víða. „Mörg af þessum málum eru vissulega mál þar sem það er eitthvað sett í drykkinn á skemmtistöðum, en þetta getur líka verið fjölbreyttara. Við erum til dæmis með dæmi um maka sem eru að byrla svefnlyfjum eða öðrum vímuefnum, og þar sem þetta gerist í partíum og þetta eru vinir eða aðrir sem eru að byrla með einhverjum hætti. Byrlanir eru sjaldnast tilkynntar, erfitt er að sanna þær, og flækir það málin enn frekar að byrlun ein og sér sé ekki brot á hegningarlögum. „ En auðvitað held ég að flestir séu sammála um það að byrlun ein og sér, hvort sem kynferðisbrot á sér stað í kjölfarið eða ekki, er ofbeldi,“ segir Steinunn. Samfélagið virðist þá vera meðvitaðra um byrlanir og afleiðingar þeirra. Lögregla og ný Samtök reykvískra skemmtistaða tóku einnig höndum saman fyrr á árinu og hófu herferð með það að markmiði að skera upp herör gegn hvers kyns ofbeldi á djamminu. Þó mikil vitundavakning hafi átt sér stað þurfi þó meira til og mögulega aðra nálgun að sögn Steinunnar. „Fyrst og fremst þyrftum við að vita eitthvað um gerendur þessara brota vegna þess að við komum ekki í veg fyrir ofbeldi, og kynferðisofbeldi sérstaklega, nema við höfðum til þeirra sem að fremja ofbeldið. Þannig að það þyrfti einhvern veginn að koma þeim í skilning um hvers konar ofbeldi þetta er og fá þá til að hætta því,“ segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30