Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Karl þriðji var lýstur konungur Bretlands við hátíðlega athöfn í Sankti Jakobs-höll fyrr í dag. Hann hét því þar að helga lífi sínu þjónustu við bresku þjóðina og sagði mikla huggun í allri þeirri samúð sem fjölskyldunni hefur verið sýnd eftir andlát drottningarinnar. Karl, sem nú er formlega tekinn við, er Íslandsvinur eins og rifjað er upp í fjölmiðlum í dag.

Áfram fjöllum við um byrlanir en lögregla vinnur að bættum verkferlum í málum þar sem grunur er um byrlun. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra segir að taka þurfi fjölda frásagna af byrlun alvarlega og telur samfélagið geta gert betur í málaflokknum.

Við fylgjumst með nýjustu vendingum í Úkraínu en það virðist sem rússneskar hersveitir hafi yfirgefið fjölda borga í austurhluta landsins. 

Formaður og forsætisráðherraefni danska Íhaldsflokksins hefur verið staðinn að ítrekuðum ósannindum um eiginmann sinn. Hann viðurkennir þau og lofar því að segja satt í framtíðinni.

Þá fylgjumst við með vendingum í Svíþjóð en von er á æsispennandi kosningum þar í landi þegar íbúar ganga að kjörborðinu á morgun og skellum okkur á heimsþing bakara sem fram fer hér á landi um helgina.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×