Fótbolti

Bestu mörkin: Stórleikurinn, umspilið og Meistaradeild Evrópu

Sindri Sverrisson skrifar
Mist Edvardsdóttir var gestur í upphitunarþætti Bestu markanna í dag.
Mist Edvardsdóttir var gestur í upphitunarþætti Bestu markanna í dag. Stöð 2 Sport

Í nýjasta upphitunarþætti Bestu markanna fór Helena Ólafsdóttir yfir víðan völl með Mist Edvardsdóttur og Örnu Sif Ásgrímsdóttur sem farið hafa á kostum með Val í Bestu deildinni í fótbolta í sumar.

Mist og Arna Sif eru á leið í sannkallaðan stórleik við Breiðablik næsta þriðjudagskvöld sem gæti haft mikið að segja um það hvaða lið verður Íslandsmeistari í ár.

Þær ræddu um þann leik og aðra leiki í 15. umferðinni, sem taka við eftir leikina tvo í dag þegar ÍBV mætir Breiðabliki og KR mætir Val í frestuðum leikjum. Valur er með fjögurra stiga forskot á Breiðablik fyrir þessa leiki.

Arna Sif er auk þess nýkomin heim frá Hollandi með íslenska landsliðinu og var farið yfir leikinn örlagaríka í Utrecht á þriðjudagskvöld, sem og umspilið sem Ísland spilar í eftir rúman mánuð. 

Valskonur eru auk þess að fara í afar mikilvægt umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, gegn Slavia Prag 21. og 27. september.

Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.

Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir 15. umferð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×