Kaupin á Walsh gætu markað vatnaskil í kvennafótboltans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 15:16 Keira Walsh og Lucy Bronze: Samherjar hjá Manchester Citu á síðustu leiktíð, Evrópumeistarar í sumar og samherjar hjá Barcelona á þessari leiktíð. Jonathan Moscrop/Getty Images Keira Walsh varð í gær dýrasti leikmaður í sögu kvennafótboltans í gær. Vissulega er um að ræða dropa í hafið er kemur að kaupum og sölum á leikmönnum karla megin en þó er talið að kaup Barcelona á miðjumanni Manchester City geti markað tímamót. Það sem vekur hvað helst athygli við kaupin er að hin 25 ára gamla Walsh verður samningslaus næsta sumar. Börsungar ákváðu hins vegar ekki að bíða og borguðu tæplega hálfa milljón punda (81 milljón) fyrir miðjumanninn. Annað sem vekur athygli er að Walsh spilar aðallega sem djúpur miðjumaður. Oftar nær eru það framherjar eða sóknarþenkjandi leikmenn sem fara á hvað hæstar upphæðir. Til að mynda var danski framherjinn Pernille Harder dýrasti leikmaður í sögu kvennafótboltans þangað til í gær en Chelsea keypti hana á 300 þúsund pund árið 2020. Á vef breska ríkisútvarpsins er bent á að félag eins og Barcelona, sem hefur átt í gríðarlegum fjárhagsvandræðum í sumar, hafi ákveðið að blása í herlúðra eftir það eitt að tapa úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Liðið vann alla deildarleiki sína ásamt því að vinna spænska bikarinn. Það beið hins vegar lægri hlut í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tókst ekki að verja titil sinn. Virðist sem það tap, og meiðsli Alexia Putellas, hafi gert það að verkum að Börsungar opnuðu veskið. Acord amb el Manchester City pel traspàs de Keira Walsh— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) September 7, 2022 Barcelona er nú komið tvo Evrópumeistara í sínar raðir en hægri bakvörðurinn Lucy Bronze gekk í raðir félagsins á frjálsri sölu fyrr í sumar. Hún kom einnig frá Manchester City og ljóst að City þarf að opna veskið áður en félagaskiptaglugginn lokar síðar í dag. Ensk lið hafa vissulega verið að eyða meiru undanfarið enda gefur nýr sjónvarpsamningur þar í landi liðunum enn meira fjármagn. Það virðist hins vegar sem að þau þurfi að spýta í lófana ef þau ætla sér að halda í við Barcelona og Lyon en franska liðið hefur árum saman verið eitt best rekna kvennalið Evrópu. Keira Walsh hefur til þessa spilað allan sinn feril með Manchester City. Alls vann hún átta titla með félagin, þar af fjórum sinnum ensku úrvalsdeildina. Nú er komið að því að safna titlum á Spáni. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Það sem vekur hvað helst athygli við kaupin er að hin 25 ára gamla Walsh verður samningslaus næsta sumar. Börsungar ákváðu hins vegar ekki að bíða og borguðu tæplega hálfa milljón punda (81 milljón) fyrir miðjumanninn. Annað sem vekur athygli er að Walsh spilar aðallega sem djúpur miðjumaður. Oftar nær eru það framherjar eða sóknarþenkjandi leikmenn sem fara á hvað hæstar upphæðir. Til að mynda var danski framherjinn Pernille Harder dýrasti leikmaður í sögu kvennafótboltans þangað til í gær en Chelsea keypti hana á 300 þúsund pund árið 2020. Á vef breska ríkisútvarpsins er bent á að félag eins og Barcelona, sem hefur átt í gríðarlegum fjárhagsvandræðum í sumar, hafi ákveðið að blása í herlúðra eftir það eitt að tapa úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Liðið vann alla deildarleiki sína ásamt því að vinna spænska bikarinn. Það beið hins vegar lægri hlut í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tókst ekki að verja titil sinn. Virðist sem það tap, og meiðsli Alexia Putellas, hafi gert það að verkum að Börsungar opnuðu veskið. Acord amb el Manchester City pel traspàs de Keira Walsh— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) September 7, 2022 Barcelona er nú komið tvo Evrópumeistara í sínar raðir en hægri bakvörðurinn Lucy Bronze gekk í raðir félagsins á frjálsri sölu fyrr í sumar. Hún kom einnig frá Manchester City og ljóst að City þarf að opna veskið áður en félagaskiptaglugginn lokar síðar í dag. Ensk lið hafa vissulega verið að eyða meiru undanfarið enda gefur nýr sjónvarpsamningur þar í landi liðunum enn meira fjármagn. Það virðist hins vegar sem að þau þurfi að spýta í lófana ef þau ætla sér að halda í við Barcelona og Lyon en franska liðið hefur árum saman verið eitt best rekna kvennalið Evrópu. Keira Walsh hefur til þessa spilað allan sinn feril með Manchester City. Alls vann hún átta titla með félagin, þar af fjórum sinnum ensku úrvalsdeildina. Nú er komið að því að safna titlum á Spáni.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira