FH-ingar furða sig á rándýru Haukahúsi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2022 07:01 Ásvellir eru heimasvæði Hauka, en nú stendur til að byggja þar stærðarinnar knattspyrnuhús. Ekki eru allir á eitt sáttir með áætlaðan kostnað við framkvæmdina. Vísir/Vilhelm Viðar Halldórsson, formaður Fimleikafélags Hafnarfjarðar eða FH, hefur sent bæjarfulltrúum í Hafnarfirði opið bréf þar sem hann gagnrýnir harðlega fyrirætlanir um byggingu nýs knatthúss á Ásvöllum, til handa Haukum. Hann segir framkvæmdina mun dýrari en þörf sé á og með henni sé verið að kasta háum fjárhæðum „út um gluggann.“ Í bréfinu, sem stílað er á alla bæjarfulltrúa Hafnarfjarðar, segir Viðar að bæjaryfirvöld virðist nú á lokametrunum með að ráðast í byggingu hússins, sem muni kosta fjóra og hálfan milljarð króna. Það sé upphæð sem myndi duga til að byggja „góðan grunnskóla eða fjóra leikskóla.“ Þá birtir hann samantekt á árlegum rekstrar- og fjármagnskostnaði við knatthús af þeirri gerð sem til stendur að reisa. Upphæðin sé um 322 milljónir króna, sem geri um 144 þúsund krónur á hvern klukkutíma sem húsið er notað. Sambærilegar tölur vegna knatthúss FH, Skessunnar, sé 108 milljónir króna á ári, eða 37 þúsund krónur á klukkustund í notkun. Hafi óhjákvæmileg áhrif á önnur félög Í bréfinu spyr Viðar þá: „Hvernig réttlæta núverandi bæjaryfirvöld þessar gríðalega háu upphæðir sem í okkar huga er verið að kasta út um gluggann nú í upphafi sem stofnkostnaður og síðan í áratugi hundruði milljóna á ársgrundvelli í rekstur og fjármagnskostnað?“ Hann bendir á að „óhóflega há upphæð“ sem bæjaryfirvöld ætli að veita í eina einstaka framkvæmd muni hafa áhrif á framlög til framkvæmda hjá öðrum íþróttafélögum Hafnarfjarðar. „Ykkur bæjarfulltrúum ætti að vera ljóst að t.d. Dansíþróttafélagið, Brettafélagið, Hnefaleikafélagið, Golfklúbburinn Setberg og Bjarkirnar eru í mikilli þörf á betri aðstöðu og jafnvel á hrakhólum með aðstöðu. Fyrir þá milljarða sem myndu sparast við að byggja hús sambærilegt Skessunni á Ásvöllum væri hægt að stórbæta aðstöðu fjölmargra annarra íþróttafélaga í Hafnarfirði, bæjarbúum til mikilla hagsbóta,“ skrifar Viðar. Munu óska eftir viðræðum við bæinn Viðar segir FH á síðustu mánuðum hafa skoðað þá stöðu sem félagið er í, og hvernig það stendur fjárhagslega „með það í huga að milljörðum sé dreift í önnur félög hér í bæ. Á sama tíma erum við í Fimleikafélaginu með eign í mannvirkjum sem nálgast tvo og hálfan milljarð.“ Hann bendir á að svo til öll íþróttamannvirki bæjarins, utan Kaplakrika, heimilis FH, séu í eigu bæjarins. „Við FH-ingar höfum verið að rembast í ártugi með eigin fjárfestingar, lántökur (langtímalán Fimleikafélagsins ca. 630 milljónir), fjármagnskostnað og mikla vinnu til að ná sem hagkvæmustu verðum okkur og við héldum bæjarfélaginu til heilla. En til hvers, það virðist öllum vera sama, peningarnir virðast vaxa á trjánum og munum við því á næstu dögum óska eftir formlegum viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um að þeir kaupi okkar eignarhlut í mannvirkjunum Í Kaplakrika,“ skrifar Viðar. Viðar Halldórsson er formaður FH.Vísir Þá fjallar hann um að ekki sé þörf á því að knatthús séu hituð upp svo hægt sé að nota þau með sæmandi hætti. Aldrei hafi þurft að fella niður æfingar í húsum FH, sem ekki eru upphituð. „Höfum síðan í huga að fótbolti verður alltaf íþróttagrein sem stunduð verður og hefur verið stunduð bæði í verulegum kulda og verulegum hita, frá kannski mínus 15 gráðum upp í allt að plús 35 gráðum. Það sem okkur vantar er skjól frá vindi, ekki stöðugur 15 gráðu hiti með margföldum kostnaði sem slíku fylgir.“ Þá sé sömuleiðis lítil hætta á auknum meiðslum í kaldari húsum, líkt og einhverjir hafi haldið fram. „Fótbolti er og verður allra veðra íþrótt. Höldum því þannig og hlustum á þá sem raunverulega þekkingu á reynslu hafa á þessum málum, í stað þess að lama framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Hafnarfirði með margföldum óþarfa kostnaði í einn innanhúss knattspyrnuvöll,“ skrifar Viðar að lokum. Skessan er stærsta knatthús FH-inga. Það var reist árið 2019 og er ekki upphitað, líkt og lagt er upp með að knatthús Hauka á Ásvöllum verði.Vísir/Vilhelm Húsið muni kosta bæinn, sem á lítið, mikið Vísir bar efni bréfsins undir Guðmund Árna Stefánsson, oddvita Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Hann segir Viðar hafa ýmislegt athyglivert fram að færa í bréfinu, og segir að ræða þurfi um málið af hreinskilni. Hann sagðist ekki vilja dæma um það hvort það sem í bréfinu segir mætti kalla réttmæta gagnrýni. „En þetta hús sem á að fara að reisa í Hafnarfirði, það kostar mikla peninga. Og Hafnarfjarðarbær á ekkert mikla peninga,“ sagði Guðmundur. Jafnaðarmenn hafi verið stuðningsmenn þess að knatthús yrði byggt á svæðinu. „Það þarf að byggja knattspyrnuhús fyrir ungviðið í Haukunum, en við höfum lýst yfir efasemdum um þetta, að þetta kosti kannski of mikið. Það hefur svo sem ekkert með Viðar Halldórsson að gera, eða FH-inga, heldur bara almennt skynsamlega stjórnsýslu og stjórn í bænum.“ „Það þarf að byggja knattspyrnuhús fyrir ungviðið í Haukunum, en við höfum lýst yfir efasemdum um þetta, að þetta kosti kannski of mikið,“ segir Guðmundur Árni.Vísir/Vilhelm Hefði lagt málið öðruvísi upp Þrátt fyrir að efasemdir séu uppi um kostnaðinn, þá sé málið komið á lokapunkt. „Spurningin er hvort rétt hafi verið staðið að í byrjun, ég stórefa það. Það er að segja, hjá bæjaryfirvöldum þegar ákveðið var að byggja þetta hús. Haukana vantar hús, en hvort það þurfi að vera fyrir fjóra milljarða, plús eða mínus, ég efa það,“ segir Guðmundur Árni, sem sat ekki í bæjarstjórn þegar tekin var ákvörðun um málið. „Ég hefði lagt þetta mál allt öðruvísi upp, með ódýrari og hagkvæmari hætti.“ Það mátti heyra á Guðmundi Árna að þrátt fyrir efasemdir hans væri lítið hægt að gera á þessu stigi. „Mér sýnist það nú á öllu. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur lagt þetta mál upp alla tíð, og það er komið á endastöð. Annað hvort þarf að segja já eða nei, og við þurfum bara að vega það og meta hvernig þetta endar. Við jafnaðarmenn í Hafnarfirði höfum verið þekktir fyrir það að styðja og styrkja íþróttalið í Hafnarfirði, öll félög í bænum, og við höldum því áfram. Það skiptir þó máli hvernig það er gert, og þetta er ekki nógu vel gert.“ Hafnarfjörður FH Haukar Fótbolti Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Í bréfinu, sem stílað er á alla bæjarfulltrúa Hafnarfjarðar, segir Viðar að bæjaryfirvöld virðist nú á lokametrunum með að ráðast í byggingu hússins, sem muni kosta fjóra og hálfan milljarð króna. Það sé upphæð sem myndi duga til að byggja „góðan grunnskóla eða fjóra leikskóla.“ Þá birtir hann samantekt á árlegum rekstrar- og fjármagnskostnaði við knatthús af þeirri gerð sem til stendur að reisa. Upphæðin sé um 322 milljónir króna, sem geri um 144 þúsund krónur á hvern klukkutíma sem húsið er notað. Sambærilegar tölur vegna knatthúss FH, Skessunnar, sé 108 milljónir króna á ári, eða 37 þúsund krónur á klukkustund í notkun. Hafi óhjákvæmileg áhrif á önnur félög Í bréfinu spyr Viðar þá: „Hvernig réttlæta núverandi bæjaryfirvöld þessar gríðalega háu upphæðir sem í okkar huga er verið að kasta út um gluggann nú í upphafi sem stofnkostnaður og síðan í áratugi hundruði milljóna á ársgrundvelli í rekstur og fjármagnskostnað?“ Hann bendir á að „óhóflega há upphæð“ sem bæjaryfirvöld ætli að veita í eina einstaka framkvæmd muni hafa áhrif á framlög til framkvæmda hjá öðrum íþróttafélögum Hafnarfjarðar. „Ykkur bæjarfulltrúum ætti að vera ljóst að t.d. Dansíþróttafélagið, Brettafélagið, Hnefaleikafélagið, Golfklúbburinn Setberg og Bjarkirnar eru í mikilli þörf á betri aðstöðu og jafnvel á hrakhólum með aðstöðu. Fyrir þá milljarða sem myndu sparast við að byggja hús sambærilegt Skessunni á Ásvöllum væri hægt að stórbæta aðstöðu fjölmargra annarra íþróttafélaga í Hafnarfirði, bæjarbúum til mikilla hagsbóta,“ skrifar Viðar. Munu óska eftir viðræðum við bæinn Viðar segir FH á síðustu mánuðum hafa skoðað þá stöðu sem félagið er í, og hvernig það stendur fjárhagslega „með það í huga að milljörðum sé dreift í önnur félög hér í bæ. Á sama tíma erum við í Fimleikafélaginu með eign í mannvirkjum sem nálgast tvo og hálfan milljarð.“ Hann bendir á að svo til öll íþróttamannvirki bæjarins, utan Kaplakrika, heimilis FH, séu í eigu bæjarins. „Við FH-ingar höfum verið að rembast í ártugi með eigin fjárfestingar, lántökur (langtímalán Fimleikafélagsins ca. 630 milljónir), fjármagnskostnað og mikla vinnu til að ná sem hagkvæmustu verðum okkur og við héldum bæjarfélaginu til heilla. En til hvers, það virðist öllum vera sama, peningarnir virðast vaxa á trjánum og munum við því á næstu dögum óska eftir formlegum viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um að þeir kaupi okkar eignarhlut í mannvirkjunum Í Kaplakrika,“ skrifar Viðar. Viðar Halldórsson er formaður FH.Vísir Þá fjallar hann um að ekki sé þörf á því að knatthús séu hituð upp svo hægt sé að nota þau með sæmandi hætti. Aldrei hafi þurft að fella niður æfingar í húsum FH, sem ekki eru upphituð. „Höfum síðan í huga að fótbolti verður alltaf íþróttagrein sem stunduð verður og hefur verið stunduð bæði í verulegum kulda og verulegum hita, frá kannski mínus 15 gráðum upp í allt að plús 35 gráðum. Það sem okkur vantar er skjól frá vindi, ekki stöðugur 15 gráðu hiti með margföldum kostnaði sem slíku fylgir.“ Þá sé sömuleiðis lítil hætta á auknum meiðslum í kaldari húsum, líkt og einhverjir hafi haldið fram. „Fótbolti er og verður allra veðra íþrótt. Höldum því þannig og hlustum á þá sem raunverulega þekkingu á reynslu hafa á þessum málum, í stað þess að lama framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Hafnarfirði með margföldum óþarfa kostnaði í einn innanhúss knattspyrnuvöll,“ skrifar Viðar að lokum. Skessan er stærsta knatthús FH-inga. Það var reist árið 2019 og er ekki upphitað, líkt og lagt er upp með að knatthús Hauka á Ásvöllum verði.Vísir/Vilhelm Húsið muni kosta bæinn, sem á lítið, mikið Vísir bar efni bréfsins undir Guðmund Árna Stefánsson, oddvita Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Hann segir Viðar hafa ýmislegt athyglivert fram að færa í bréfinu, og segir að ræða þurfi um málið af hreinskilni. Hann sagðist ekki vilja dæma um það hvort það sem í bréfinu segir mætti kalla réttmæta gagnrýni. „En þetta hús sem á að fara að reisa í Hafnarfirði, það kostar mikla peninga. Og Hafnarfjarðarbær á ekkert mikla peninga,“ sagði Guðmundur. Jafnaðarmenn hafi verið stuðningsmenn þess að knatthús yrði byggt á svæðinu. „Það þarf að byggja knattspyrnuhús fyrir ungviðið í Haukunum, en við höfum lýst yfir efasemdum um þetta, að þetta kosti kannski of mikið. Það hefur svo sem ekkert með Viðar Halldórsson að gera, eða FH-inga, heldur bara almennt skynsamlega stjórnsýslu og stjórn í bænum.“ „Það þarf að byggja knattspyrnuhús fyrir ungviðið í Haukunum, en við höfum lýst yfir efasemdum um þetta, að þetta kosti kannski of mikið,“ segir Guðmundur Árni.Vísir/Vilhelm Hefði lagt málið öðruvísi upp Þrátt fyrir að efasemdir séu uppi um kostnaðinn, þá sé málið komið á lokapunkt. „Spurningin er hvort rétt hafi verið staðið að í byrjun, ég stórefa það. Það er að segja, hjá bæjaryfirvöldum þegar ákveðið var að byggja þetta hús. Haukana vantar hús, en hvort það þurfi að vera fyrir fjóra milljarða, plús eða mínus, ég efa það,“ segir Guðmundur Árni, sem sat ekki í bæjarstjórn þegar tekin var ákvörðun um málið. „Ég hefði lagt þetta mál allt öðruvísi upp, með ódýrari og hagkvæmari hætti.“ Það mátti heyra á Guðmundi Árna að þrátt fyrir efasemdir hans væri lítið hægt að gera á þessu stigi. „Mér sýnist það nú á öllu. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur lagt þetta mál upp alla tíð, og það er komið á endastöð. Annað hvort þarf að segja já eða nei, og við þurfum bara að vega það og meta hvernig þetta endar. Við jafnaðarmenn í Hafnarfirði höfum verið þekktir fyrir það að styðja og styrkja íþróttalið í Hafnarfirði, öll félög í bænum, og við höldum því áfram. Það skiptir þó máli hvernig það er gert, og þetta er ekki nógu vel gert.“
Hafnarfjörður FH Haukar Fótbolti Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira