„Lögfræðingurinn minn mun hafa nóg að gera“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 16:31 Sarri var áður þjálfari Napoli en þurfti að þola tap fyrir liðinu um helgina. Nicolò Campo/LightRocket via Getty Images Maurizio Sarri, þjálfari Lazio á Ítalíu, er undir rannsókn ítalskra fótboltayfirvalda vegna ummæla í garð dómara um helgina. Lið hans tapaði 2-1 fyrir Napoli. Sarri var æfur eftir tapið og lét bæði dómara leiksins og þá í stöðu myndbandsdómara heyra það. Hann skildi ekkert í því að dómararnir hefðu ekki endurskoðað meint brot innan teigs undir lok leiksins, þar sem Lazio hefði getað jafnað. „Annað hvort eru þeir í VAR-herberginu ekki starfi sínu vaxnir eða eitthvað annað er á seyði sem veldur enn frekari áhyggjum,“ sagði Sarri, sem virðist þá vísa í einhverskonar samsæri gegn hans liði. Ítalska knattspyrnusambandið, FIGC, er með ummæli Sarri til rannsóknar og hann gæti átt yfir höfði sér sekt og leikbann. Aðspurður um það kveðst Sarri hins vegar ekki sjá eftir ummælum sínum. „Allir sáu hvað gerðist í þessum leikjum, ég þarf að verja leikmenn mína, liðið og stuðningsmenn Lazio. Ég myndi endurtaka leikinn. Ég held að lögfræðingurinn minn muni hafa nóg að gera í vetur,“ sagði Sarri á blaðamannafundi í dag í aðdraganda leiks Lazio og Feyenoord í Evrópudeildinni annað kvöld. Lazio hefur unnið tvo leiki, gert tvö jafntefli og þá var tapið fyrir Napoli þeirra fyrsta í deildinni. Liðið sigur í níunda sæti með átta stig. Þeir mæta Verona um helgina en sá leikur verður í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport ásamt öllum öðrum leikjum helgarinnar. Leikur Lazio og Feyenoord í Evrópudeildinni er klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Sjá meira
Sarri var æfur eftir tapið og lét bæði dómara leiksins og þá í stöðu myndbandsdómara heyra það. Hann skildi ekkert í því að dómararnir hefðu ekki endurskoðað meint brot innan teigs undir lok leiksins, þar sem Lazio hefði getað jafnað. „Annað hvort eru þeir í VAR-herberginu ekki starfi sínu vaxnir eða eitthvað annað er á seyði sem veldur enn frekari áhyggjum,“ sagði Sarri, sem virðist þá vísa í einhverskonar samsæri gegn hans liði. Ítalska knattspyrnusambandið, FIGC, er með ummæli Sarri til rannsóknar og hann gæti átt yfir höfði sér sekt og leikbann. Aðspurður um það kveðst Sarri hins vegar ekki sjá eftir ummælum sínum. „Allir sáu hvað gerðist í þessum leikjum, ég þarf að verja leikmenn mína, liðið og stuðningsmenn Lazio. Ég myndi endurtaka leikinn. Ég held að lögfræðingurinn minn muni hafa nóg að gera í vetur,“ sagði Sarri á blaðamannafundi í dag í aðdraganda leiks Lazio og Feyenoord í Evrópudeildinni annað kvöld. Lazio hefur unnið tvo leiki, gert tvö jafntefli og þá var tapið fyrir Napoli þeirra fyrsta í deildinni. Liðið sigur í níunda sæti með átta stig. Þeir mæta Verona um helgina en sá leikur verður í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport ásamt öllum öðrum leikjum helgarinnar. Leikur Lazio og Feyenoord í Evrópudeildinni er klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Sjá meira