Fótbolti

Myndasyrpa frá tapinu grátlega í Hollandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Selma Sól Magnúsdóttir getur ekki leynt vonbrigðum sínum.
Selma Sól Magnúsdóttir getur ekki leynt vonbrigðum sínum. EPA-EFE/Pieter Stam de Jonge

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu var 90 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað en liðið fékk hins vegar á sig mark undir lok leiks í Utrecht og þarf nú að fara í umspil sem fram fer í október.

Jafntefli hefði dugað en liðið fékk hins vegar á sig mark undir lok leiks í Utrecht og þarf nú að fara í umspil sem fram fer í október. Hér að neðan má sjá myndir úr leiknum.

Byrjunarlið kvöldsins.Vísir/Arnar
Sandra Sigurðardóttir var frábær í kvöld.Vísir/Jónína
Þessi rataði einhvern veginn ekki í netið.PIETER STAM DE YOUNG/Getty Images
Ísland Dagný Brynjarsdóttir fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir.Vísir/Jónína
Alexandra Jóhannsdóttir kom inn af bekknum.Patrick Goosen/Getty Images
Sandra var hreint út sagt ótrúleg.EPA-EFE/Pieter Stam de Jonge
Ingibjörg Sigurðardóttir var frábær í hjarta varnarinnar.EPA-EFE/Pieter Stam de Jonge
Berglind Björg Þorvaldsdóttir fékk ekki úr miklu að moða.EPA-EFE/Pieter Stam de Jonge
Sara Björk Gunnarsdóttir gaf allt sem hún átti í leikinn.Vísir/Jónína
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lagði líf og sál í leikinn.Vísir/Jónína
Sveindís Jane í einu af fáum skiptunum sem Ísland fór í sókn.Vísir/Jónína
Sveindís Jane gaf allt í leikinn.Rico Brouwer/Getty Images
Ísland.Patrick Goosen/Getty Images
Glódís Perla Viggósdóttir taldi sig hafa átt að gera betur í marki Hollands.Vísir/J
Það var erfitt að halda aftur tárunm í leikslok.Vísir/Jónína
Hollenska liðið gat leyft sér að brosa að leik loknum.Rico Brouwer/Getty Images
Dagný Brynjarsdóttir, Elín Metta Jensen og Sara Björk þakka stuðningsfólki Íslands.Vísir/Jónína

Tengdar fréttir

Svona er umspilið sem Ísland fer í

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er enn mögulega aðeins einum leik frá því að komast á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Liðið leikur í umspili eftir tapið sárgrætilega gegn Hollandi í Utrecht í kvöld.

Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins

Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.