Miedema: „Talaði við Dagnýju og mér finnst þær hafa gæðin“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. september 2022 22:05 Vivianne Miedema (t.v.) gat leyft sér að brosa í leikslok. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Vivianne Miedema, framherji hollenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér sæti á HM á kostnað íslenska liðsins í kvöld og segir að sigurinn hafi verið verðskuldaður. „Ég held það já, við vitum að íslensku stelpurnar eru með mikil gæði í sínu liði og við vanmátum þær ekki fyrir leikinn,“ sagði Miedema í samtali við Stöð 2 Sport og Vísi eftir leikinn í kvöld. „En ég held að þær hafi fengið eitt opið færi í leiknum á meðan við fengum kannski átta eða níu þannig ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit.“ Hollenska liðinu tókst á einhvern ótrúlegan hátt ekki að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik þar sem Sandra Sigurðardóttir var gjörsamlega frábær, ásamt því að þversláin bjargaði íslenska liðinu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. „Ég trúði þessu varla sjálf ef ég á að vera hreinskilin. Ég held að við höfum skotið þrisvar í slá og þær björguðu einu sinni á línu. Á einhverjum tímapunktui hugsar maður: „Munum við skora í kvöld?“ En á endanum fer svona bolti inn og þannig er fótboltinn bara.“ „Við höfðum heppnina með okkur í kvöld og íslenska liðið var kannski óheppið, en þær geta farið að einbeita sér að umspilinu núna.“ Fyrir leikinn töluðu hollensku leikmennirnir um að íslenska liðið væri baráttulið og það má með sanni segja að það hafi sannast í kvöld. „Þær sýndu það á Evrópumótinu í sumar og þær sýndu það aftur í kvöld. Þær gerðu það sem þær þurftu að gera í 90 mínútur í kvöld og þær eru með gott lið, en við áttum skilið að vinna.“ Að lokum sagðist Miedema hafa trú á því að sjá íslenska liðið á HM næsta sumar. „Já, ég held það. Ég talaði við Dagnýju [Brynjarsdóttur] og mér finnst þær hafa gæðin. Þær þurfa kannski bara að vera heppnar með hvaða andstæðinga þær fá í umspilinu því það getur verið mjög flókið. En ég held að þær eigi klárlega góða möguleika á að koma sér í gegnum það,“ sagði Miedema sem spilaði með Dagnýju hjá Bayern München á sínum tíma. Klippa: Vivianne Miedema eftir Holland-Ísland Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland-Ísland 1-0 | Stelpurnar okkar 90 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á HM Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 20:45 „Ég er bara í áfalli“ „Við ætlum á HM,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir eftir grátlegt 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Holland skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sendi Ísland í umspil. 6. september 2022 21:56 Svona er umspilið sem Ísland fer í Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er enn mögulega aðeins einum leik frá því að komast á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Liðið leikur í umspili eftir tapið sárgrætilega gegn Hollandi í Utrecht í kvöld. 6. september 2022 22:15 „Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“ „Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi. 6. september 2022 22:05 „Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:40 „Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Sjá meira
„Ég held það já, við vitum að íslensku stelpurnar eru með mikil gæði í sínu liði og við vanmátum þær ekki fyrir leikinn,“ sagði Miedema í samtali við Stöð 2 Sport og Vísi eftir leikinn í kvöld. „En ég held að þær hafi fengið eitt opið færi í leiknum á meðan við fengum kannski átta eða níu þannig ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit.“ Hollenska liðinu tókst á einhvern ótrúlegan hátt ekki að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik þar sem Sandra Sigurðardóttir var gjörsamlega frábær, ásamt því að þversláin bjargaði íslenska liðinu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. „Ég trúði þessu varla sjálf ef ég á að vera hreinskilin. Ég held að við höfum skotið þrisvar í slá og þær björguðu einu sinni á línu. Á einhverjum tímapunktui hugsar maður: „Munum við skora í kvöld?“ En á endanum fer svona bolti inn og þannig er fótboltinn bara.“ „Við höfðum heppnina með okkur í kvöld og íslenska liðið var kannski óheppið, en þær geta farið að einbeita sér að umspilinu núna.“ Fyrir leikinn töluðu hollensku leikmennirnir um að íslenska liðið væri baráttulið og það má með sanni segja að það hafi sannast í kvöld. „Þær sýndu það á Evrópumótinu í sumar og þær sýndu það aftur í kvöld. Þær gerðu það sem þær þurftu að gera í 90 mínútur í kvöld og þær eru með gott lið, en við áttum skilið að vinna.“ Að lokum sagðist Miedema hafa trú á því að sjá íslenska liðið á HM næsta sumar. „Já, ég held það. Ég talaði við Dagnýju [Brynjarsdóttur] og mér finnst þær hafa gæðin. Þær þurfa kannski bara að vera heppnar með hvaða andstæðinga þær fá í umspilinu því það getur verið mjög flókið. En ég held að þær eigi klárlega góða möguleika á að koma sér í gegnum það,“ sagði Miedema sem spilaði með Dagnýju hjá Bayern München á sínum tíma. Klippa: Vivianne Miedema eftir Holland-Ísland
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland-Ísland 1-0 | Stelpurnar okkar 90 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á HM Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 20:45 „Ég er bara í áfalli“ „Við ætlum á HM,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir eftir grátlegt 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Holland skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sendi Ísland í umspil. 6. september 2022 21:56 Svona er umspilið sem Ísland fer í Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er enn mögulega aðeins einum leik frá því að komast á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Liðið leikur í umspili eftir tapið sárgrætilega gegn Hollandi í Utrecht í kvöld. 6. september 2022 22:15 „Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“ „Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi. 6. september 2022 22:05 „Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:40 „Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Sjá meira
Umfjöllun: Holland-Ísland 1-0 | Stelpurnar okkar 90 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á HM Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 20:45
„Ég er bara í áfalli“ „Við ætlum á HM,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir eftir grátlegt 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Holland skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sendi Ísland í umspil. 6. september 2022 21:56
Svona er umspilið sem Ísland fer í Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er enn mögulega aðeins einum leik frá því að komast á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Liðið leikur í umspili eftir tapið sárgrætilega gegn Hollandi í Utrecht í kvöld. 6. september 2022 22:15
„Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“ „Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi. 6. september 2022 22:05
„Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:40
„Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15
Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00
Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50