Innlent

Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ríkisendurskoðandi segir að stjórnsýsluúttektin hafi verið umfangsmeiri en hann hélt í fyrstu.
Ríkisendurskoðandi segir að stjórnsýsluúttektin hafi verið umfangsmeiri en hann hélt í fyrstu. Vísir/Vilhelm

Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar.

„Það er ljóst að úttektin er umfangsmeiri en við gerðum okkur grein fyrir í fyrsta kasti,“ segir Guðmundur en útgáfu úttektarinnar hefur seinkað í nokkur skipti. Hann vill þó taka fram að stjórnsýsluúttektir af þessari stærðargráðu og umfangi taki að jafnaði sex til tíu mánuði.

„En það stefnir í að við klárum þessa á fimm mánuðum og miðað við umfang málsins þá held ég að við getum verið sátt við það.“

Guðmundur fékkst ekki til að greina frá því sem ríkisendurskoðun hafi komist að í úttektinni en sagðist vita að hún muni „vekja athygli og fá umtal.“


Tengdar fréttir

Skýrslan um söluna á Íslandsbanka á lokametrunum

Skýrsla ríkisendurskoðunar um afar umdeilda sölu ríkisins á hluta sínum í Íslandsbanka, er væntanleg innan tíðar. Mikil eftirvænting ríkir innan sem utan þings vegna skýrslunnar.

Jón Þór ráðgjafi við úttekt á sölunni á Íslandsbanka

Jón Þór Sturluson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, er sérstakur ráðgjafi Ríkisendurskoðunar við vinnu stofnunarinnar að stjórnsýsluúttekt á sölu ríkissjóðs á 22,5 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka í útboði til fagfjárfesta í mars á þessu ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×