Íslenski boltinn

Sjáðu markið sem færði Blika nær titlinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagur Dan Þórhallsson fagnar Ísaki Snæ Þorvaldssyni eftir að hann skoraði eina markið gegn Val.
Dagur Dan Þórhallsson fagnar Ísaki Snæ Þorvaldssyni eftir að hann skoraði eina markið gegn Val. vísir/diego

Breiðablik steig stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 1-0 sigri á Val í lokaleik 20. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gær.

Blikar eru með ellefu stiga forskot á toppi deildarinnar. Tvær umferðir eru eftir þar til deildinni verður tvískipt.

Breiðablik var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Frederick Schram hélt Val inni í leiknum með góðum markvörslum. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Ísak Snær Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins á 63. mínútu. Þetta var þrettánda mark Mosfellingsins í Bestu deildinni í sumar. Aðeins KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson hefur skorað meira, eða sautján mörk.

Klippa: Breiðablik 1-0 Valur

Með sigrinum í gær bætti Breiðablik stigamet félagsins í efstu deild. Blikar eru komnir með 48 stig, einu stigi meira en þeir fengu á síðasta tímabili. Stigametið í tólf liða deild er 52 stig sem KR 2013 og Stjarnan 2014 eiga.

Valsmenn eru aftur á móti í 4. sæti deildarinnar. Eftir 6-1 sigurinn á Stjörnunni í 17. umferð hefur Valur aðeins fengið tvö stig í síðustu þremur leikjum.

Mörkin og allt það helsta úr leiknum á Kópavogsvelli í gær má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Ólafur Davíð: „Virkuðum hræddir framan af þessum leik

Ólafur Davíð Jóhannesson þurfti að horfa upp á fyrsta tap Valsliðsins síðan hann tók við liðinu á nýjan leik um mitt sumar þegar Hlíðarendapiltar töpuðu fyrir Breiðabliki með einu marki gegn engu í 20. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. 

Óskar Hrafn: „Horfi ekki lengra en í næsta leik fyrir norðan“

Óskar Hrafn Þorvaldsson sveif ekki upp til skýjanna í gleði sinni þrátt fyrir að lið hans, Breiðablik, hafi náð 11 stiga forskoti á toppi Bestu deildar karla í fótbolta með 1-0 sigri gegn Val í 20. umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×