KSÍ veitir áfengi ef vel fer í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2022 08:00 Íslenska landsliðið er í kjörstöðu fyrir leikinn í Utrecht í kvöld og dugar jafntefli til að komast í fyrsta sinn á HM. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ef að tilefni verður til þess að opna kampavínsflösku í kvöld, til að fagna fyrsta farseðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramót, þá munu stelpurnar okkar mögulega gera það í boði Knattspyrnusambands Íslands. Íslandi dugar jafntefli gegn Hollandi í Utrecht í kvöld til að tryggja sér sæti á HM. Það yrðu afar merk tímamót í sögu íslenskrar knattspyrnu. Tapi liðið þarf það að fara í umspil í október. Leikurinn í kvöld er síðasti leikur Íslands í undankeppni HM og það hefur tíðkast í gegnum tíðina að skálað sé í áfengum drykkjum þegar undankeppnum lýkur. Vinnuregla samþykkt síðasta haust Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að samkvæmt vinnureglu sem stjórn KSÍ samþykkti síðastliðið haust sé áfengi nú almennt ekki veitt í keppnisferðum en á því sé gerð undanþága þegar frábær, íþróttalegur árangur náist. Sæti á HM fellur hiklaust undir þá skilgreiningu. Vanda segir þó að komi til þess þá verði áfengi aðeins veitt í hóflegu magni og að sjálfsögðu aðeins þeim sem hafi aldur til. Það að drukkið sé áfengi í landsliðsferðum hefur dregið mikinn dilk á eftir sér á síðustu misserum því tveir landsliðsþjálfarar hafa orðið að víkja í kjölfar áfengisneyslu í landsliðsferðum. Það eru Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari karla, og forveri núverandi landsliðsþjálfara kvenna, Jón Þór Hauksson. Jón Þór hætti eftir að hafa farið yfir strikið í samræðum við leikmenn kvennalandsliðsins undir lok árs 2020, þegar liðið fagnaði því í Ungverjalandi að hafa tryggt sig inn á Evrópumótið sem fram fór í Englandi í sumar. „Eftir sigurinn á Ungverjalandi var EM-sætinu fagnað af liðinu, starfsmönnum og fulltrúum KSÍ. Við þetta tilefni var boðið upp á áfengi,“ sagði Jón Þór meðal annars eftir að hann hætti, og bætti við: „Ég hef alltaf lagt áherslu á að koma hreint og beint fram við þá leikmenn sem ég hef þjálfað, að hrósa og gagnrýna með það að markmiði að hjálpa þeim að gera enn betur og styrkja þannig liðið. Slík samtöl eiga hins vegar ekki heima í fögnuði sem þessum og alls ekki undir áhrifum áfengis. Þarna brást ég sem þjálfari liðsins og hefði ekki átt að ræða frammistöðu og þjálfun einstakra leikmanna undir þessum kringumstæðum. Það voru mistök sem ég tek fulla ábyrgð á og hef beðið liðið og einstaka leikmenn afsökunar.“ KSÍ bauð einnig upp á áfengi í nóvember síðastliðnum, kvöldið sem leiddi til þess að Eiður Smári hætti störfum fyrir sambandið. Sjálf neytir Vanda ekki áfengis en það kemur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir að hún muni fagna HM-sæti vel og innilega í kvöld, náist sá merkilegi áfangi í sögu íslensks íþróttalífs: „Spennan magnast, ég get viðurkennt það,“ sagði Vanda í samtali við Vísi í Utrecht í gær, full tilhlökkunar. Leikurinn hefst klukkan 20:45 að staðartíma, eða klukkan 18:45 að íslenskum tíma, og Vanda er vongóð um að geta í kjölfarið fagnað sennilega stærsta áfanga í sögu íslenska kvennalandsliðsins: „Mér finnst þessi spurning svo góð; Hvað ætlum við að gera klukkan ellefu [í kvöld]? Og hvað erum við tilbúin að leggja á okkur til að gera það sem okkur langar til að gera? Ég hef fulla trú á að stelpurnar gefi sig allar í þetta. Auðvitað eru fiðrildi [í maganum] og það er líka gott. Mér finnst þjálfarateymið og stelpurnar sjálfar góðar í að finna spennustigið, og við verðum betri og betri í því,“ sagði Vanda Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Þroskast og breyst mikið frá því síðast“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir að Ísland eigi mikla möguleika á að tryggja sig inn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn á morgun, með góðum úrslitum gegn Hollandi í Utrecht. 5. september 2022 17:46 „Skiptir miklu máli að kippa henni út úr leiknum“ Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í vörn íslenska landsliðsins fá afar krefjandi verkefni annað kvöld þegar þær reyna að verjast hollenska landsliðinu og þar á meðal hinni mögnuðu Vivianne Miedema. 5. september 2022 12:31 „Vinkonur síðan að við vorum ungar þannig að við fögnum þessu bara“ Miðverðirnir Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir eiga í afar jafnri samkeppni um stöðu í vörn íslenska landsliðsins sem mætir Hollandi annað kvöld, í úrslitaleik um sæti á HM í fótbolta. 5. september 2022 10:30 Utan vallar: Sýnið þeim að tréklossarnir séu eini munurinn Núna er tækifærið. Ef að Ísland á einhvern tímann að komast á sjálft heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna þá er vonin betri nú en nokkru sinni fyrr, þó að stórt ljón standi í veginum. 5. september 2022 09:01 „Það væri draumur að rætast“ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. 4. september 2022 21:46 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Íslandi dugar jafntefli gegn Hollandi í Utrecht í kvöld til að tryggja sér sæti á HM. Það yrðu afar merk tímamót í sögu íslenskrar knattspyrnu. Tapi liðið þarf það að fara í umspil í október. Leikurinn í kvöld er síðasti leikur Íslands í undankeppni HM og það hefur tíðkast í gegnum tíðina að skálað sé í áfengum drykkjum þegar undankeppnum lýkur. Vinnuregla samþykkt síðasta haust Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að samkvæmt vinnureglu sem stjórn KSÍ samþykkti síðastliðið haust sé áfengi nú almennt ekki veitt í keppnisferðum en á því sé gerð undanþága þegar frábær, íþróttalegur árangur náist. Sæti á HM fellur hiklaust undir þá skilgreiningu. Vanda segir þó að komi til þess þá verði áfengi aðeins veitt í hóflegu magni og að sjálfsögðu aðeins þeim sem hafi aldur til. Það að drukkið sé áfengi í landsliðsferðum hefur dregið mikinn dilk á eftir sér á síðustu misserum því tveir landsliðsþjálfarar hafa orðið að víkja í kjölfar áfengisneyslu í landsliðsferðum. Það eru Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari karla, og forveri núverandi landsliðsþjálfara kvenna, Jón Þór Hauksson. Jón Þór hætti eftir að hafa farið yfir strikið í samræðum við leikmenn kvennalandsliðsins undir lok árs 2020, þegar liðið fagnaði því í Ungverjalandi að hafa tryggt sig inn á Evrópumótið sem fram fór í Englandi í sumar. „Eftir sigurinn á Ungverjalandi var EM-sætinu fagnað af liðinu, starfsmönnum og fulltrúum KSÍ. Við þetta tilefni var boðið upp á áfengi,“ sagði Jón Þór meðal annars eftir að hann hætti, og bætti við: „Ég hef alltaf lagt áherslu á að koma hreint og beint fram við þá leikmenn sem ég hef þjálfað, að hrósa og gagnrýna með það að markmiði að hjálpa þeim að gera enn betur og styrkja þannig liðið. Slík samtöl eiga hins vegar ekki heima í fögnuði sem þessum og alls ekki undir áhrifum áfengis. Þarna brást ég sem þjálfari liðsins og hefði ekki átt að ræða frammistöðu og þjálfun einstakra leikmanna undir þessum kringumstæðum. Það voru mistök sem ég tek fulla ábyrgð á og hef beðið liðið og einstaka leikmenn afsökunar.“ KSÍ bauð einnig upp á áfengi í nóvember síðastliðnum, kvöldið sem leiddi til þess að Eiður Smári hætti störfum fyrir sambandið. Sjálf neytir Vanda ekki áfengis en það kemur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir að hún muni fagna HM-sæti vel og innilega í kvöld, náist sá merkilegi áfangi í sögu íslensks íþróttalífs: „Spennan magnast, ég get viðurkennt það,“ sagði Vanda í samtali við Vísi í Utrecht í gær, full tilhlökkunar. Leikurinn hefst klukkan 20:45 að staðartíma, eða klukkan 18:45 að íslenskum tíma, og Vanda er vongóð um að geta í kjölfarið fagnað sennilega stærsta áfanga í sögu íslenska kvennalandsliðsins: „Mér finnst þessi spurning svo góð; Hvað ætlum við að gera klukkan ellefu [í kvöld]? Og hvað erum við tilbúin að leggja á okkur til að gera það sem okkur langar til að gera? Ég hef fulla trú á að stelpurnar gefi sig allar í þetta. Auðvitað eru fiðrildi [í maganum] og það er líka gott. Mér finnst þjálfarateymið og stelpurnar sjálfar góðar í að finna spennustigið, og við verðum betri og betri í því,“ sagði Vanda Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Þroskast og breyst mikið frá því síðast“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir að Ísland eigi mikla möguleika á að tryggja sig inn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn á morgun, með góðum úrslitum gegn Hollandi í Utrecht. 5. september 2022 17:46 „Skiptir miklu máli að kippa henni út úr leiknum“ Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í vörn íslenska landsliðsins fá afar krefjandi verkefni annað kvöld þegar þær reyna að verjast hollenska landsliðinu og þar á meðal hinni mögnuðu Vivianne Miedema. 5. september 2022 12:31 „Vinkonur síðan að við vorum ungar þannig að við fögnum þessu bara“ Miðverðirnir Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir eiga í afar jafnri samkeppni um stöðu í vörn íslenska landsliðsins sem mætir Hollandi annað kvöld, í úrslitaleik um sæti á HM í fótbolta. 5. september 2022 10:30 Utan vallar: Sýnið þeim að tréklossarnir séu eini munurinn Núna er tækifærið. Ef að Ísland á einhvern tímann að komast á sjálft heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna þá er vonin betri nú en nokkru sinni fyrr, þó að stórt ljón standi í veginum. 5. september 2022 09:01 „Það væri draumur að rætast“ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. 4. september 2022 21:46 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
„Þroskast og breyst mikið frá því síðast“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir að Ísland eigi mikla möguleika á að tryggja sig inn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn á morgun, með góðum úrslitum gegn Hollandi í Utrecht. 5. september 2022 17:46
„Skiptir miklu máli að kippa henni út úr leiknum“ Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í vörn íslenska landsliðsins fá afar krefjandi verkefni annað kvöld þegar þær reyna að verjast hollenska landsliðinu og þar á meðal hinni mögnuðu Vivianne Miedema. 5. september 2022 12:31
„Vinkonur síðan að við vorum ungar þannig að við fögnum þessu bara“ Miðverðirnir Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir eiga í afar jafnri samkeppni um stöðu í vörn íslenska landsliðsins sem mætir Hollandi annað kvöld, í úrslitaleik um sæti á HM í fótbolta. 5. september 2022 10:30
Utan vallar: Sýnið þeim að tréklossarnir séu eini munurinn Núna er tækifærið. Ef að Ísland á einhvern tímann að komast á sjálft heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna þá er vonin betri nú en nokkru sinni fyrr, þó að stórt ljón standi í veginum. 5. september 2022 09:01
„Það væri draumur að rætast“ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. 4. september 2022 21:46
Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00