Íslenski boltinn

Sjáðu markaveisluna á Akranesi, dramatíkina í Víkinni og ótrúlega endurkomu Norðanmanna

Valur Páll Eiríksson skrifar
Nökkvi Þeyr Þórisson fagnar seinna marki KA.
Nökkvi Þeyr Þórisson fagnar seinna marki KA. Vísir/Hulda Margrét

Nóg var um að vera í Bestu deild karla í fótbolta í gær er fimm leikir voru á dagskrá. Alls voru skoruð 18 mörk í leikjunum.

Halldór Smári Sigurðsson bjargaði stigi fyrir Íslandsmeistara Víkings í uppbótartíma er liðið gerði 2-2 jafntefli við ÍBV í Víkinni. Eyjamenn voru manni færri allan seinni hálfleikinn og tókst næstum að taka öll þrjú stigin.

Klippa: Mörkin úr leik Víkings og ÍBV

Á Akranesi var líf og fjör þar sem KR komst 3-0 yfir í fyrri hálfleik áður en ÍA jafnaði leikinn 3-3. KR komst aftur yfir en Skagamönnum tókst að ná í stig í leik sem lauk 4-4.

Klippa: Mörkin úr leik ÍA og KR

Enn eitt jafnteflið var í Úlfarsárdal þar sem Fram og KA skildu jöfn, 2-2, í hörkuleik. Fram komst 2-0 yfir en Norðanmenn komu til baka og björguðu stigi á ótrúlegan hátt með tveimur mörkum í uppbótartíma.

Klippa: Mörkin úr leik Fram og KA

Í aðeins einum leik gærdagsins sættust liðin ekki á skiptan hlut. Stjarnan tapaði sínum fjórða leik í röð er Keflvíkingar unnu 2-0 sigur á þeim í Garðabæ.

Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Keflavíkur

Leiknir og FH skildu þá jöfn 0-0 í leik þar sem gestirnir úr Hafnarfirði klúðruðu tveimur vítaspyrnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×