Erlent

Minnst átta létust í jarð­skjálfta í Afgan­istan í nótt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Síðast í júní fórust meira en þúsund í jarðskjálfta í landinu.
Síðast í júní fórust meira en þúsund í jarðskjálfta í landinu. Getty/Bilal Guler

Minnst átta létust þegar gríðarstór jarðskjálfti reið yfir norðausturhluta Afganistan í nótt. Talið er að mun fleiri hafi farist í skjálftanum.

Frá þessu er greint á fréttavef Retuters. Þar er haft eftir yfirvödum að skjálftinn hafi valið bæði mannfalli og eignatjóni. Líklegt sé að mun fleiri hafi farist í skjálftanum. 

Samkvæmt tölum frá bandarísku jarðfræðistofnuninni United States Geological Survey var skjálftinn 5,3 að stærð og átti upptök sín nærri borginni Jalalabad. Skjálftinn reið yfir snemma í morgun.

Afganskt samfélag er enn að jafna sig á öðrum stórum skjálfta sem varð í júnímánuði en meira en þúsund fórust í þeim skjálfta og heilu þorpin jöfnuðust við jörðu.


Tengdar fréttir

Neyðar­á­standi lýst yfir víða í Pakistan

Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×