Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. september 2022 20:36 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær þar sem mikil ölvun var í miðbæ Reykjavíkur. Verkefnin voru af ýmsum toga en fjórir einstaklingar leituðu til lögreglu vegna gruns um byrlun. Blóðsýni voru tekin úr þolendum og eru mál þeirra til rannsóknar. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, segir byrlanir algengari en margir halda. „Það sem er kannski jákvætt núna varðandi þessi brot sem að mögulega áttu sér stað í nótt er það að sýni voru send í rannsókn, og það hefur auðvitað verið ákveðin barátta að fá lögreglu og heilbrigðisyfirvöld til þess að taka því alvarlega þegar fólk tilkynnir byrlun, með því þá að taka sýni til að gera þeim kleift að mögulega sanna að byrlunin hafi átt sér stað,“ segir Steinunn. Lögregla fær reglulega tilkynningar á sitt borð um byrlanir en þó er ekki til tölfræði sem sýnir fjölda brota eða eðli þeirra. 65 einstaklingar leituðu til Stígamóta í fyrra vegna byrlana og kynferðisbrota í kjölfar þeirra. Þó margir tengi byrlanir ef til vill við djammið eiga brotin sér stað víða. „Mörg af þessum málum eru vissulega mál þar sem það er eitthvað sett í drykkinn á skemmtistöðum, en þetta getur líka verið fjölbreyttara. Við erum til dæmis með dæmi um maka sem eru að byrla svefnlyfjum eða öðrum vímuefnum, og þar sem þetta gerist í partíum og þetta eru vinir eða aðrir sem eru að byrla með einhverjum hætti. Byrlanir eru sjaldnast tilkynntar, erfitt er að sanna þær, og flækir það málin enn frekar að byrlun ein og sér sé ekki brot á hegningarlögum. „ En auðvitað held ég að flestir séu sammála um það að byrlun ein og sér, hvort sem kynferðisbrot á sér stað í kjölfarið eða ekki, er ofbeldi,“ segir Steinunn. Samfélagið virðist þá vera meðvitaðra um byrlanir og afleiðingar þeirra. Lögregla og ný Samtök reykvískra skemmtistaða tóku einnig höndum saman fyrr á árinu og hófu herferð með það að markmiði að skera upp herör gegn hvers kyns ofbeldi á djamminu. Þó mikil vitundavakning hafi átt sér stað þurfi þó meira til og mögulega aðra nálgun að sögn Steinunnar. „Fyrst og fremst þyrftum við að vita eitthvað um gerendur þessara brota vegna þess að við komum ekki í veg fyrir ofbeldi, og kynferðisofbeldi sérstaklega, nema við höfðum til þeirra sem að fremja ofbeldið. Þannig að það þyrfti einhvern veginn að koma þeim í skilning um hvers konar ofbeldi þetta er og fá þá til að hætta því,“ segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær þar sem mikil ölvun var í miðbæ Reykjavíkur. Verkefnin voru af ýmsum toga en fjórir einstaklingar leituðu til lögreglu vegna gruns um byrlun. Blóðsýni voru tekin úr þolendum og eru mál þeirra til rannsóknar. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, segir byrlanir algengari en margir halda. „Það sem er kannski jákvætt núna varðandi þessi brot sem að mögulega áttu sér stað í nótt er það að sýni voru send í rannsókn, og það hefur auðvitað verið ákveðin barátta að fá lögreglu og heilbrigðisyfirvöld til þess að taka því alvarlega þegar fólk tilkynnir byrlun, með því þá að taka sýni til að gera þeim kleift að mögulega sanna að byrlunin hafi átt sér stað,“ segir Steinunn. Lögregla fær reglulega tilkynningar á sitt borð um byrlanir en þó er ekki til tölfræði sem sýnir fjölda brota eða eðli þeirra. 65 einstaklingar leituðu til Stígamóta í fyrra vegna byrlana og kynferðisbrota í kjölfar þeirra. Þó margir tengi byrlanir ef til vill við djammið eiga brotin sér stað víða. „Mörg af þessum málum eru vissulega mál þar sem það er eitthvað sett í drykkinn á skemmtistöðum, en þetta getur líka verið fjölbreyttara. Við erum til dæmis með dæmi um maka sem eru að byrla svefnlyfjum eða öðrum vímuefnum, og þar sem þetta gerist í partíum og þetta eru vinir eða aðrir sem eru að byrla með einhverjum hætti. Byrlanir eru sjaldnast tilkynntar, erfitt er að sanna þær, og flækir það málin enn frekar að byrlun ein og sér sé ekki brot á hegningarlögum. „ En auðvitað held ég að flestir séu sammála um það að byrlun ein og sér, hvort sem kynferðisbrot á sér stað í kjölfarið eða ekki, er ofbeldi,“ segir Steinunn. Samfélagið virðist þá vera meðvitaðra um byrlanir og afleiðingar þeirra. Lögregla og ný Samtök reykvískra skemmtistaða tóku einnig höndum saman fyrr á árinu og hófu herferð með það að markmiði að skera upp herör gegn hvers kyns ofbeldi á djamminu. Þó mikil vitundavakning hafi átt sér stað þurfi þó meira til og mögulega aðra nálgun að sögn Steinunnar. „Fyrst og fremst þyrftum við að vita eitthvað um gerendur þessara brota vegna þess að við komum ekki í veg fyrir ofbeldi, og kynferðisofbeldi sérstaklega, nema við höfðum til þeirra sem að fremja ofbeldið. Þannig að það þyrfti einhvern veginn að koma þeim í skilning um hvers konar ofbeldi þetta er og fá þá til að hætta því,“ segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30