Hallbera og fyrstu meistararnir heiðruð Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 16:00 Hallbera Guðný Gísladóttir er hætt að munda vinstri fótinn fyrir hönd íslensku þjóðarinnar en það gerði hún í yfir 130 A-landsleikjum. Getty/Tim Goode Fyrir leik og í hálfleik leiks Íslands og Hvíta-Rússlands á Laugardalsvelli í dag verða Hallbera Guðný Gísladóttir og fyrstu Íslandsmeistararnir í fótbolta kvenna, FH-konur, heiðraðar. Hallbera, sem verður 36 ára í þessum mánuði, lagði takkaskóna á hilluna eftir Evrópumótið í sumar en hún hafði verið hluti af A-landsliði kvenna síðastliðin fjórtán ár og spilað 131 A-landsleik. Hún lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Póllandi í mars 2008 og spilaði á þremur stórmótum fyrir Ísland; EM 2013, 2017 og 2022. Hallbera verður heiðruð fyrir leikinn í dag fyrir framlag sitt til knattspyrnu. Í hálfleik verða svo FH-konur einnig heiðraðar, í tilefni þess að 50 ár eru liðin síðan að þær urðu Íslandsmeistarar í fótbolta, fyrstar kvenna á Íslandi. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mun afhenda Margréti Brandsdóttur, fyrir hönd FH, blómvönd auk þess sem allir leikmenn fá mynd af liðinu frá 1972 sem tekin var af Helga Dan. Í liði FH árið 1972 voru Birna Bjarnason, Brynja Guðmundsdóttir, Erna Flygenring, Guðrún Júlíusdóttir, Gunnþórunn Gunnarsdóttir, Gyða Úlfarsdóttir, Katrín Danivalsdóttir, Kristjana Aradóttir, Margrét Brandsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Sesselja Friðþjófsdóttir, Sigfríð Sigurgeirsdóttir, Svanhvít Magnúsdóttir, Anna Lísa Sigurðardóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Sædís Arndal. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Hallbera, sem verður 36 ára í þessum mánuði, lagði takkaskóna á hilluna eftir Evrópumótið í sumar en hún hafði verið hluti af A-landsliði kvenna síðastliðin fjórtán ár og spilað 131 A-landsleik. Hún lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Póllandi í mars 2008 og spilaði á þremur stórmótum fyrir Ísland; EM 2013, 2017 og 2022. Hallbera verður heiðruð fyrir leikinn í dag fyrir framlag sitt til knattspyrnu. Í hálfleik verða svo FH-konur einnig heiðraðar, í tilefni þess að 50 ár eru liðin síðan að þær urðu Íslandsmeistarar í fótbolta, fyrstar kvenna á Íslandi. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mun afhenda Margréti Brandsdóttur, fyrir hönd FH, blómvönd auk þess sem allir leikmenn fá mynd af liðinu frá 1972 sem tekin var af Helga Dan. Í liði FH árið 1972 voru Birna Bjarnason, Brynja Guðmundsdóttir, Erna Flygenring, Guðrún Júlíusdóttir, Gunnþórunn Gunnarsdóttir, Gyða Úlfarsdóttir, Katrín Danivalsdóttir, Kristjana Aradóttir, Margrét Brandsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Sesselja Friðþjófsdóttir, Sigfríð Sigurgeirsdóttir, Svanhvít Magnúsdóttir, Anna Lísa Sigurðardóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Sædís Arndal.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn