„Af hverju er ekki búið að gera eitthvað?“ Snorri Másson skrifar 1. september 2022 19:18 Móðir stúlku sem varð fyrir bíl á rafmagnshlaupahjóli kallar eftir hjálmum á Hopp-hlaupahjól og bættu umferðaröryggi á hættulegustu gatnamótum landsins. Stúlkan mjaðmabrotnaði en hún kveðst þakklát fyrir að ekki hafi farið verr. Klukkan 12.28 þriðjudaginn 23. ágúst varð árekstur rafmagnshlaupahjóls og bifreiðar á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Eins og segir í tilkynningu lögreglu, var hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, fluttur á slysadeild í kjölfarið. Sú sem rætt er um í tilkynningunni er Erla Talía Einarsdóttir, sextán ára stúlka, nýbyrjuð í menntaskóla, sem var á leið heim í hádegishléi. Rætt er við hana í viðtalinu hér að ofan. „Ég var á hlaupahjóli að keyra, alveg að koma á Miklubrautina, og horfi yfir, sé að einhver er nýbúinn að fara yfir, sá grænt ljós en ég er nokkuð viss um að ég hafi séð það hinum megin. En ég pældi ekki mikið í því, ég bara fór af stað í botni. Og síðan þegar ég er á seinustu akreininni fyrir eyjuna heyrði ég flaut og fann svakalegt högg sem ég get ekki útskýrt. Það var einhvern veginn alls staðar. Ég lokaði augunum, opnaði augun, þá var ég upp í loftinu á hvolfi, svo lokaði ég þeim og opnaði þau aftur og þá lá ég á götunni. Það var rosalega mikill verkur hægra megin við mig,“ segir Erla í samtali við fréttastofu. Erla Talía var á leið heim í hádegshléi úr Fjölbrautarskólanum við Ármúla þegar ekið var á hana á Miklubraut.Vísir/Egill Erla mjaðmabrotnaði við höggið og verður frá í nokkra mánuði, en að öðru leyti er hún talin hafa sloppið mjög vel. Vill umbætur við gatnamótin Eins og skýrslan sem vísað var til að ofan sýnir er þetta alls ekki eina rafmagnshlaupahjólaslysið sem varð í þessari viku. Samkvæmt samantekt fréttastofu hafa fleiri en fjörutíu alvarleg rafmagnshlaupahjólaslys komið á borð lögreglu í sumar og þar bætast við þau sem ekki rata á borð lögreglu. Slysin eru orðin verulegur hluti af umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Sandra Sigurgeirsdóttir, móðir Erlu, vildi helst að öllum væri skylt að bera hjálma á rafhlaupahjólum, en bendir jafnframt á að vitað sé að gatnamótin sem um ræðir séu stórhættuleg. Mæðgnanna bíða nokkrir mánuðir þar sem Erla þarf að ná sér heima við.Vísir/Egill „Ég skil ekki hvernig er hægt að velja 2015 hættulegustu gatnamót bla og svo bara hmm, gera ekki neitt. Mér finnst það svolítið skrýtið, af hverju er ekki búið að gera eitthvað? Það er alls konar hægt að gera en það þarf bara að setja peninginn í það,“ segir Sandra Sigurgeirsdóttir. Samgönguslys Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Reykjavík Tengdar fréttir Ekið á hjólreiðamann, yfir hjólið og svo af vettvangi Umferðarslys varð í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld þegar ekið var á hjólreiðamann. Að sögn vitna hafði ökumaður bifreiðarinnar verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn sem datt í götuna og bifreiðinni var ekið yfir hjólið. 5. júní 2022 08:16 Fækkum slysum á rafmagnshlaupahjólum Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður. 30. maí 2022 10:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Klukkan 12.28 þriðjudaginn 23. ágúst varð árekstur rafmagnshlaupahjóls og bifreiðar á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Eins og segir í tilkynningu lögreglu, var hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, fluttur á slysadeild í kjölfarið. Sú sem rætt er um í tilkynningunni er Erla Talía Einarsdóttir, sextán ára stúlka, nýbyrjuð í menntaskóla, sem var á leið heim í hádegishléi. Rætt er við hana í viðtalinu hér að ofan. „Ég var á hlaupahjóli að keyra, alveg að koma á Miklubrautina, og horfi yfir, sé að einhver er nýbúinn að fara yfir, sá grænt ljós en ég er nokkuð viss um að ég hafi séð það hinum megin. En ég pældi ekki mikið í því, ég bara fór af stað í botni. Og síðan þegar ég er á seinustu akreininni fyrir eyjuna heyrði ég flaut og fann svakalegt högg sem ég get ekki útskýrt. Það var einhvern veginn alls staðar. Ég lokaði augunum, opnaði augun, þá var ég upp í loftinu á hvolfi, svo lokaði ég þeim og opnaði þau aftur og þá lá ég á götunni. Það var rosalega mikill verkur hægra megin við mig,“ segir Erla í samtali við fréttastofu. Erla Talía var á leið heim í hádegshléi úr Fjölbrautarskólanum við Ármúla þegar ekið var á hana á Miklubraut.Vísir/Egill Erla mjaðmabrotnaði við höggið og verður frá í nokkra mánuði, en að öðru leyti er hún talin hafa sloppið mjög vel. Vill umbætur við gatnamótin Eins og skýrslan sem vísað var til að ofan sýnir er þetta alls ekki eina rafmagnshlaupahjólaslysið sem varð í þessari viku. Samkvæmt samantekt fréttastofu hafa fleiri en fjörutíu alvarleg rafmagnshlaupahjólaslys komið á borð lögreglu í sumar og þar bætast við þau sem ekki rata á borð lögreglu. Slysin eru orðin verulegur hluti af umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Sandra Sigurgeirsdóttir, móðir Erlu, vildi helst að öllum væri skylt að bera hjálma á rafhlaupahjólum, en bendir jafnframt á að vitað sé að gatnamótin sem um ræðir séu stórhættuleg. Mæðgnanna bíða nokkrir mánuðir þar sem Erla þarf að ná sér heima við.Vísir/Egill „Ég skil ekki hvernig er hægt að velja 2015 hættulegustu gatnamót bla og svo bara hmm, gera ekki neitt. Mér finnst það svolítið skrýtið, af hverju er ekki búið að gera eitthvað? Það er alls konar hægt að gera en það þarf bara að setja peninginn í það,“ segir Sandra Sigurgeirsdóttir.
Samgönguslys Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Reykjavík Tengdar fréttir Ekið á hjólreiðamann, yfir hjólið og svo af vettvangi Umferðarslys varð í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld þegar ekið var á hjólreiðamann. Að sögn vitna hafði ökumaður bifreiðarinnar verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn sem datt í götuna og bifreiðinni var ekið yfir hjólið. 5. júní 2022 08:16 Fækkum slysum á rafmagnshlaupahjólum Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður. 30. maí 2022 10:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Ekið á hjólreiðamann, yfir hjólið og svo af vettvangi Umferðarslys varð í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld þegar ekið var á hjólreiðamann. Að sögn vitna hafði ökumaður bifreiðarinnar verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn sem datt í götuna og bifreiðinni var ekið yfir hjólið. 5. júní 2022 08:16
Fækkum slysum á rafmagnshlaupahjólum Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður. 30. maí 2022 10:00