„Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2022 15:46 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var að vonum svekkt eftir niðurstöðuna á EM í sumar en nýtir það til að ná meiri árangri. VÍSIR/VILHELM Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. Gunnhildur var í eldlínunni með Íslandi á EM í Englandi í júlí en fór svo beint til Bandaríkjanna til að spila með félagsliði sínu, Orlando Pride. „Það var erfitt að mæta aftur, ég ætla ekkert að neita því. Það tekur andlega á að vera á svona stórmóti, og eins það að hafa ekki komist áfram eða unnið leik á mótinu. Ég þurfti bara að mæta strax á tvær æfingar fyrsta daginn og fara svo beint í útileik. Það tók á. En svona er fótboltinn og maður heldur bara áfram, og gefur sig í öll verkefni sem eru framundan. Ég er því í fullu fjöri,“ segir Gunnhildur fyrir landsliðsæfingu Íslands á Laugardalsvelli í gær. Klippa: Gunnhildur Yrsa um leikinn mikilvæga og lífið eftir EM Ísland mætir þar Hvíta-Rússlandi á morgun klukkan 17:30 og heldur svo til Hollands á sunnudag til að spila úrslitaleik við Hollendinga á þriðjudaginn, um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í flókið umspil og endi Ísland þar skiptir máli að hafa unnið Hvíta-Rússland. „Við vitum hversu mikilvægir þessir leikir eru og við tökum það góða frá EM með okkur. Við erum ótrúlega hungraðar í að ná á HM eftir það sem gerðist á EM. Við stóðum okkur frábærlega þar og ég er ótrúlega stolt af liðinu. Við töpuðum ekki leik en komumst samt ekki áfram, og við notum það til að mótivera okkur í þessu verkefni,“ segir Gunnhildur. Hvít-Rússar unnu 2-1 sigur gegn Tékklandi í júní og eru sýnd veiði en ekki gefin: „Þær eru með mjög sterkt lið og náðu að stríða Tékkum, sem sýnir hvað þær geta. Við vitum að við þurfum að vera hundrað prósent og ætlum að einbeita okkur að þessum leik. Steini hefur alltaf verið þannig að við tökum bara einn leik í einu og ég held að það sé mjög gott fyrir okkur að vera í núinu og fókusa á einn dag í einu,“ segir Gunnhildur. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira
Gunnhildur var í eldlínunni með Íslandi á EM í Englandi í júlí en fór svo beint til Bandaríkjanna til að spila með félagsliði sínu, Orlando Pride. „Það var erfitt að mæta aftur, ég ætla ekkert að neita því. Það tekur andlega á að vera á svona stórmóti, og eins það að hafa ekki komist áfram eða unnið leik á mótinu. Ég þurfti bara að mæta strax á tvær æfingar fyrsta daginn og fara svo beint í útileik. Það tók á. En svona er fótboltinn og maður heldur bara áfram, og gefur sig í öll verkefni sem eru framundan. Ég er því í fullu fjöri,“ segir Gunnhildur fyrir landsliðsæfingu Íslands á Laugardalsvelli í gær. Klippa: Gunnhildur Yrsa um leikinn mikilvæga og lífið eftir EM Ísland mætir þar Hvíta-Rússlandi á morgun klukkan 17:30 og heldur svo til Hollands á sunnudag til að spila úrslitaleik við Hollendinga á þriðjudaginn, um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í flókið umspil og endi Ísland þar skiptir máli að hafa unnið Hvíta-Rússland. „Við vitum hversu mikilvægir þessir leikir eru og við tökum það góða frá EM með okkur. Við erum ótrúlega hungraðar í að ná á HM eftir það sem gerðist á EM. Við stóðum okkur frábærlega þar og ég er ótrúlega stolt af liðinu. Við töpuðum ekki leik en komumst samt ekki áfram, og við notum það til að mótivera okkur í þessu verkefni,“ segir Gunnhildur. Hvít-Rússar unnu 2-1 sigur gegn Tékklandi í júní og eru sýnd veiði en ekki gefin: „Þær eru með mjög sterkt lið og náðu að stríða Tékkum, sem sýnir hvað þær geta. Við vitum að við þurfum að vera hundrað prósent og ætlum að einbeita okkur að þessum leik. Steini hefur alltaf verið þannig að við tökum bara einn leik í einu og ég held að það sé mjög gott fyrir okkur að vera í núinu og fókusa á einn dag í einu,“ segir Gunnhildur. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira