Fótbolti

Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi

Sindri Sverrisson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins.
Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins. Getty/Emma Simpson

Á morgun mætir Ísland liði Hvíta-Rússlands í mikilvægum leik í undankeppni HM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli. Í hádeginu fór þar fram blaðamannafundur sem var í beinni útsendingu á Vísi.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, og Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, sátu fyrir svörum á fundinum.

Um er að ræða fyrsta leik Íslands eftir EM í Englandi í sumar, og mikilvægan leik í baráttunni um sæti á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Nái Ísland í fjögur stig úr leikjum sínum við Hvít-Rússa og gegn Hollandi ytra á þriðjudag, kemst liðið á HM í fyrsta sinn.

Beina útsendingu frá fundinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Blaðamannafundur fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi

Ísland mætir í leikina mikilvægu án þriggja leikmanna sem voru áberandi á EM í sumar. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Agla María Albertsdóttir eru meiddar, og Hallbera Guðný Gísladóttir hætt.

Ef að Ísland tapar fyrir Hollandi á þriðjudag fara Hollendingar beint á HM. Ísland færi þá í umspil sem gæti haft í för með sér að liðið þurfi að vinna allt að fjóra andstæðinga til að komast á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×