Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2022 10:27 Mynd sem Steinunn Árnadóttir tók af einu hrossanna. Steinunn Árnadóttir Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. Greint var frá málinu á Vísí í gær en Steinunn Árnadóttir íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún kveðst ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Í gær tjáði hún svo fréttastofu að eigendur væru að flytja hesta sína á annan stað og lögregla væri komin á staðinn. Ræddu við eigendur hrossanna Ásmundur Kr. Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Vesturlandi staðfestir að hringt hafi verið í neyðarlínu klukkan 22:33 í gærkvöldi og lögreglu tilkynnt um flutninga á hestum við bæinn. Lögreglumenn hafi farið á staðinn og rætt við tilkynnanda. Þeir hafi svo farið á eftir fólkinu sem staðið hafi í hrossaflutningunum, verið að flytja eigin hesta í eitthvert tún, og rætt við það. Málið hafi verið bókað en lögregla ekkert aðhafst, enda ekki ólöglegt að flytja hesta. Lögregla sé þó meðvituð um málið. Ásmundur segir að dýrverndarsamtök hafi tilkynnt um illa meðferð á hrossum á bænum í ágúst. Þá hafi málið verið sett í ferli; Matvælastofnun (MAST) tilkynnt um það og dýraeftirlitsmaður sendur á staðinn. Málið sé þannig á forræði MAST og engin kæra vegna þess borist lögreglu á Vesturlandi. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST sagði í samtali við Vísi í gær að stofnunin hefði stjórn á málinu, sem sé þó á viðkvæmu stigi. Óljóst væri hverjar lyktir málsins yrðu. Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Dýraníð í Borgarfirði Tengdar fréttir Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 „Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. 31. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Greint var frá málinu á Vísí í gær en Steinunn Árnadóttir íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún kveðst ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Í gær tjáði hún svo fréttastofu að eigendur væru að flytja hesta sína á annan stað og lögregla væri komin á staðinn. Ræddu við eigendur hrossanna Ásmundur Kr. Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Vesturlandi staðfestir að hringt hafi verið í neyðarlínu klukkan 22:33 í gærkvöldi og lögreglu tilkynnt um flutninga á hestum við bæinn. Lögreglumenn hafi farið á staðinn og rætt við tilkynnanda. Þeir hafi svo farið á eftir fólkinu sem staðið hafi í hrossaflutningunum, verið að flytja eigin hesta í eitthvert tún, og rætt við það. Málið hafi verið bókað en lögregla ekkert aðhafst, enda ekki ólöglegt að flytja hesta. Lögregla sé þó meðvituð um málið. Ásmundur segir að dýrverndarsamtök hafi tilkynnt um illa meðferð á hrossum á bænum í ágúst. Þá hafi málið verið sett í ferli; Matvælastofnun (MAST) tilkynnt um það og dýraeftirlitsmaður sendur á staðinn. Málið sé þannig á forræði MAST og engin kæra vegna þess borist lögreglu á Vesturlandi. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST sagði í samtali við Vísi í gær að stofnunin hefði stjórn á málinu, sem sé þó á viðkvæmu stigi. Óljóst væri hverjar lyktir málsins yrðu.
Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Dýraníð í Borgarfirði Tengdar fréttir Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 „Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. 31. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57
„Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. 31. ágúst 2022 17:00