Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í „lagalegu tómarúmi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 17:38 Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er kallað eftir umbótum á lagaumhverfi lokaðra geðdeilda. Vísir/vilhelm Ákvarðanir um hagi sjúklinga sem dvelja á lokuðum geðdeildum eru teknar í „lagalegu tómarúmi.“ Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis. Skúli Magnússon umboðsmaður alþingis segir að þörf sé á heildstæðum endurbótum í málaflokknum. „Það má kannski segja um þennan málaflokk að þarna er lagaumhverfið mjög ófullkomið, svo ekki sé meira sagt. Bæði kemur þetta niður á sjúklingum og starfsmönnum sem eru þá ekki alltaf vissir um hverjar þeirra heimildir eru.“ Skúli segir allmargar skýrslur liggja fyrir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum. Málefni lokaðra geðdeilda hafa verið á borði umboðsmanns Alþingis frá 2018 og er eitt af forgangsmálum embættisins. „Þetta eru orðnar allnokkrar skýrslur sem hafa fjallað með einum eða öðrum hætti á ítarlegum nótum um málefni nauðungarvistaðra og annarra þeirra sem dvelja á lokuðum geðdeildum.“ Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis.Vísir/Arnar „Þarna er brýnt að unnið sé að endurbótum og þá hefur umboðsmaður lagt áherslu á það að það sé gert á heildstæðan hátt þannig að ráðuneytin vinni saman að því að skapa heildstæðar lausnir.“ Í ársskýrslu embættisins segir að sjúklingar og hagsmunaaðilar þeirra hafi kallað eftir umbótum á þessu sviði þannig að „beitingu nauðungar sé markaður skýrari rammi og leitast sé við að draga úr henni eftir föngum á lokuðum geðdeildum.“ Vaxandi vitund sé þá meðal heilbrigðisstarfsfólks um nauðsyn þess að um þessi mál þurfi að gilda skýrari reglur. Það hafi jafnvel áhyggjur af því að verða dregið persónulega til ábyrgðar vegna atvika sem upp kunni að koma í slíku lagalegu tómarúmi. Í skýrslunni segir þá að fleira þurfi að lagfæra. „Það vakti til dæmis strax athygli umboðsmanns við heimsókn á bráðageðdeild Landspítala, þar sem möguleikar á útiveru eru af skornum skammti, að svo virtist sem gluggar þar hefðu ekki verið þvegnir um langt skeið.“ Þá séu burðir deildarinnar til að sjá sjúklingum fyrir iðju og áhugamálum einnig takmarkaðar. Geðheilbrigði Umboðsmaður Alþingis Landspítalinn Tengdar fréttir Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11. júní 2022 18:57 Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2. maí 2022 20:26 Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7. apríl 2022 23:19 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Það má kannski segja um þennan málaflokk að þarna er lagaumhverfið mjög ófullkomið, svo ekki sé meira sagt. Bæði kemur þetta niður á sjúklingum og starfsmönnum sem eru þá ekki alltaf vissir um hverjar þeirra heimildir eru.“ Skúli segir allmargar skýrslur liggja fyrir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum. Málefni lokaðra geðdeilda hafa verið á borði umboðsmanns Alþingis frá 2018 og er eitt af forgangsmálum embættisins. „Þetta eru orðnar allnokkrar skýrslur sem hafa fjallað með einum eða öðrum hætti á ítarlegum nótum um málefni nauðungarvistaðra og annarra þeirra sem dvelja á lokuðum geðdeildum.“ Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis.Vísir/Arnar „Þarna er brýnt að unnið sé að endurbótum og þá hefur umboðsmaður lagt áherslu á það að það sé gert á heildstæðan hátt þannig að ráðuneytin vinni saman að því að skapa heildstæðar lausnir.“ Í ársskýrslu embættisins segir að sjúklingar og hagsmunaaðilar þeirra hafi kallað eftir umbótum á þessu sviði þannig að „beitingu nauðungar sé markaður skýrari rammi og leitast sé við að draga úr henni eftir föngum á lokuðum geðdeildum.“ Vaxandi vitund sé þá meðal heilbrigðisstarfsfólks um nauðsyn þess að um þessi mál þurfi að gilda skýrari reglur. Það hafi jafnvel áhyggjur af því að verða dregið persónulega til ábyrgðar vegna atvika sem upp kunni að koma í slíku lagalegu tómarúmi. Í skýrslunni segir þá að fleira þurfi að lagfæra. „Það vakti til dæmis strax athygli umboðsmanns við heimsókn á bráðageðdeild Landspítala, þar sem möguleikar á útiveru eru af skornum skammti, að svo virtist sem gluggar þar hefðu ekki verið þvegnir um langt skeið.“ Þá séu burðir deildarinnar til að sjá sjúklingum fyrir iðju og áhugamálum einnig takmarkaðar.
Geðheilbrigði Umboðsmaður Alþingis Landspítalinn Tengdar fréttir Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11. júní 2022 18:57 Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2. maí 2022 20:26 Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7. apríl 2022 23:19 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11. júní 2022 18:57
Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2. maí 2022 20:26
Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7. apríl 2022 23:19