Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2022 20:26 Hrönn segist ekki með góðri samvisku geta starfað áfram á bráðamóttöku. Vísir Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. Hrönn birti á laugardag uppsagnarbréf sitt á Facebook, sem vakið hefur talsverða athygli. Hún sagðist gera það í von um að vekja athygli á ástandinu og að ráðamenn bregðist við versnandi stöðu. Hrönn segist í samtali við fréttastofu ekki eini hjúkrunarfræðingurinn sem sagt hefur upp störfum á bráðamóttökunni undanfarnar vikur. Þær hafi verið tvær sem sögðu upp 30. apríl og nokkrir hafi sagt upp 1. mars, þó hún viti ekki ástæðuna að baki uppsögnum hinna hjúkrunarfræðinganna. Hjúkrunarfræðinga vanti þó í mörg stöðugildi á bráðamóttökunni núna. „Á [bráðamóttökunni] eru hjúkrunarfræðingar ábyrgir fyrir inniliggjandi sjúklingum sem allir þurfa á hjúkrun að halda samtímis sem það koma nýir sjúklingar sem þurfa á bráðri hjúkrun og læknisskoðun að halda,“ skrifar Hrönn í Facebook-færslunni. Vegna fjölda inniliggjandi sjúklinga og stöðugs flæðis nýrra sjúklinga þurfi að forgangsraða verkefnum og það komi niður á öryggi sjúklinganna. „Eftir að hafa unnið í mörg ár á bráðamóttöku er ég vön því að forgangsraða en ástandið á BMT er, eins og staðan er núna, að mínu mati óásættanlegt og ég tel að sú forgangsröðun sem þar þarf að gera stefni sjúklingunum í hættu.“ Hún segist meðvituð um að þessar fréttir séu ekkert nýtt fyrir mögrum og Íslendingar hafi lengi barist fyrir bættu ástandi. „Ég sé mér þó ekki annað fært en að hætta störfum á BMT þar sem ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum þegar ég hef ekki möguleika á að gera það sem þarf fyrir mína sjúklinga. Að gera mitt besta í ómögulegum aðstæðum nægir ekki,“ skrifar Hrönn. „Ég vil geta nýtt kunnáttu mína og hæfni sem ég hef eftir áralangt starf á bráðamóttöku og framhaldsnám í bráðahjúkrun en sé ekki hvernig ég á að geta það eins og staðan er.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lausnir fyrir bráðamóttökuna Það vantar hjúkrunarfræðinga í tuttugu stöðugildi á stærstu bráðamóttöku landsins. Við erum að horfa upp á það að bráðamóttakan getur ekki sinnt því hlutverki sem hún á að sinna í þjóðfélaginu vegna álags á hjúkrunarfræðinga. 12. apríl 2022 14:30 Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49 Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7. apríl 2022 23:19 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Hrönn birti á laugardag uppsagnarbréf sitt á Facebook, sem vakið hefur talsverða athygli. Hún sagðist gera það í von um að vekja athygli á ástandinu og að ráðamenn bregðist við versnandi stöðu. Hrönn segist í samtali við fréttastofu ekki eini hjúkrunarfræðingurinn sem sagt hefur upp störfum á bráðamóttökunni undanfarnar vikur. Þær hafi verið tvær sem sögðu upp 30. apríl og nokkrir hafi sagt upp 1. mars, þó hún viti ekki ástæðuna að baki uppsögnum hinna hjúkrunarfræðinganna. Hjúkrunarfræðinga vanti þó í mörg stöðugildi á bráðamóttökunni núna. „Á [bráðamóttökunni] eru hjúkrunarfræðingar ábyrgir fyrir inniliggjandi sjúklingum sem allir þurfa á hjúkrun að halda samtímis sem það koma nýir sjúklingar sem þurfa á bráðri hjúkrun og læknisskoðun að halda,“ skrifar Hrönn í Facebook-færslunni. Vegna fjölda inniliggjandi sjúklinga og stöðugs flæðis nýrra sjúklinga þurfi að forgangsraða verkefnum og það komi niður á öryggi sjúklinganna. „Eftir að hafa unnið í mörg ár á bráðamóttöku er ég vön því að forgangsraða en ástandið á BMT er, eins og staðan er núna, að mínu mati óásættanlegt og ég tel að sú forgangsröðun sem þar þarf að gera stefni sjúklingunum í hættu.“ Hún segist meðvituð um að þessar fréttir séu ekkert nýtt fyrir mögrum og Íslendingar hafi lengi barist fyrir bættu ástandi. „Ég sé mér þó ekki annað fært en að hætta störfum á BMT þar sem ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum þegar ég hef ekki möguleika á að gera það sem þarf fyrir mína sjúklinga. Að gera mitt besta í ómögulegum aðstæðum nægir ekki,“ skrifar Hrönn. „Ég vil geta nýtt kunnáttu mína og hæfni sem ég hef eftir áralangt starf á bráðamóttöku og framhaldsnám í bráðahjúkrun en sé ekki hvernig ég á að geta það eins og staðan er.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lausnir fyrir bráðamóttökuna Það vantar hjúkrunarfræðinga í tuttugu stöðugildi á stærstu bráðamóttöku landsins. Við erum að horfa upp á það að bráðamóttakan getur ekki sinnt því hlutverki sem hún á að sinna í þjóðfélaginu vegna álags á hjúkrunarfræðinga. 12. apríl 2022 14:30 Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49 Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7. apríl 2022 23:19 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Lausnir fyrir bráðamóttökuna Það vantar hjúkrunarfræðinga í tuttugu stöðugildi á stærstu bráðamóttöku landsins. Við erum að horfa upp á það að bráðamóttakan getur ekki sinnt því hlutverki sem hún á að sinna í þjóðfélaginu vegna álags á hjúkrunarfræðinga. 12. apríl 2022 14:30
Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49
Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7. apríl 2022 23:19