Bestu mörkin: Geta Dagný, Gunnhildur Yrsa og Sara Björk spilað saman á miðjunni? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2022 23:01 Dagný, Gunnhildur Yrsa og Sara Björk í leiknum gegn Ítalíu. Vísir/Vilhelm „Er pláss fyrir þessar þrjár „kanónur“ á miðjunni? Eru þær of líkar eða hvað finnst ykkur,“ spurði Helena Ólafsdóttir, þáttastýra Bestu markanna, sérfræðinga sína í síðasta þætti er miðja íslenska landsliðsins var rædd. Miðja íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í sumar var til umræðu í síðasta þætti en það styttist í næsta landsliðsverkefni. Helena nefndi að miðja liðsins hefði verið mikið rætt á meðan EM stóð, sérstaklega í fyrstu tveimur leikjunum gegn Belgíu og Ítalíu þar sem Dagný Brynjarsdóttir var fyrir framan vörnina og þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir þar fyrir framan. „Sara Björk átti frábæran síðasta leik en átti ekki jafn góða fyrstu, sem er eðlilegt. Hún spilaði einn æfingaleik fyrir þetta mót. Fyrir fram hefði jafnvel þurft að velja leik fyrir hana sem hún hefði getað spilað á fullu og fengið jafnvel frí í hinum. Það var ekki gert.“ „Síðan er breytt í leik þrjú, Karólína Lea (Vilhjálmsdóttir) kemur inn á miðjuna á kostnað Gunnhildar Yrsu, mér fannst það virka,“ bætti Helena við áður en sérfræðingarnir fengu orðið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af síðustu leikjunum í undankeppni HM, eftir að hafa verið frábær á EM í sumar.Getty/Alex Pantling „Að mínu mati er ekki pláss fyrir þær þrjár saman, mér finnst við ekki ná að halda bolta nægilega vel. Við erum með hraða á vængjunum og við viljum fara út á kant hátt á vellinum en þá verðum við fyrst að geta haldið bolta fyrir framan varnarlínuna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins, og hélt áfram. „Hvort það sé að koma Berglindi (Björgu Þorvaldsdóttur) meira inn í það að koma og halda boltanum meira upp í línu, þá myndi kannski ganga að hafa þessa þrjá miðjumenn. En við vorum ekki að gera það og þá finnst mér við þurfa leikmann eins og Karólínu Leu (Vilhjálmsdóttur) eða Amöndu (Andradóttur). Þessa týpu af leikmanni inn á miðsvæðið sem getur svolítið haldið boltanum.“ Helena skaut inn í að Karólína Lea hefði gert það vel í aðdraganda Evrópumótsins en þá var Sara Björk ekki með liðinu þar sem hún var enn að jafna sig eftir barnsburð. Sara Björk í leiknum gegn Frakklandi.VÍSIR/VILHELM „Mér fannst Sara Björk komin lengra í raun í sínum undirbúningi, það er frábært hvað hún spilaði mikið miðað við hvað er stutt síðan hún byrjaði að spila. Mér finnst þessar þrjár alveg geta virkað en þá myndi ég vilja hafa tvær djúpar og eina fyrir framan. Ég vil setja Söru Björk meira í boltann til að halda honum betur, Dagnýju myndi ég svo færa ofar. Ég held að það myndi virka. Ég held við getum alveg fundið lausn til að þessar þrjár virki,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttur, hinn sérfræðingur þáttarins, og hélt áfram. „Málið er að við héldum boltanum svo lítið á þessu móti, miðjan er ekki í neinum leikjum. Það er helst í þessum leik gegn Frökkum þar sem Sara Björk kemur aðeins dýpra á völlinn. Dagný er meiri átta eða tíu. Við komum með margar fyrirgjafir á þessu móti, þar vil ég hafa Dagnýju. Ég vil ekki hafa Berglindi eina inn í vítateig – Karolína Lea er ekki að fara skalla boltann og Sveindís Jane (Jónsdóttir) er það ekki heldur.“ Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Geta Dagný, Gunnhildur Yrsa og Sara Björk spilað saman á miðjunni? Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Tengdar fréttir „Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni?“ Í umræðu um kvennalandsliðið í fótbolta í Bestu mörkunum veltu sérfræðingarnir fyrir sér miðasölu á leik Íslands við Hvíta-Rússlands, sem er síðasti heimaleikur liðsins á árinu og jafnframt fyrsti heimaleikurinn eftir Evrópumótið í sumar. 31. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira
Miðja íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í sumar var til umræðu í síðasta þætti en það styttist í næsta landsliðsverkefni. Helena nefndi að miðja liðsins hefði verið mikið rætt á meðan EM stóð, sérstaklega í fyrstu tveimur leikjunum gegn Belgíu og Ítalíu þar sem Dagný Brynjarsdóttir var fyrir framan vörnina og þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir þar fyrir framan. „Sara Björk átti frábæran síðasta leik en átti ekki jafn góða fyrstu, sem er eðlilegt. Hún spilaði einn æfingaleik fyrir þetta mót. Fyrir fram hefði jafnvel þurft að velja leik fyrir hana sem hún hefði getað spilað á fullu og fengið jafnvel frí í hinum. Það var ekki gert.“ „Síðan er breytt í leik þrjú, Karólína Lea (Vilhjálmsdóttir) kemur inn á miðjuna á kostnað Gunnhildar Yrsu, mér fannst það virka,“ bætti Helena við áður en sérfræðingarnir fengu orðið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af síðustu leikjunum í undankeppni HM, eftir að hafa verið frábær á EM í sumar.Getty/Alex Pantling „Að mínu mati er ekki pláss fyrir þær þrjár saman, mér finnst við ekki ná að halda bolta nægilega vel. Við erum með hraða á vængjunum og við viljum fara út á kant hátt á vellinum en þá verðum við fyrst að geta haldið bolta fyrir framan varnarlínuna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins, og hélt áfram. „Hvort það sé að koma Berglindi (Björgu Þorvaldsdóttur) meira inn í það að koma og halda boltanum meira upp í línu, þá myndi kannski ganga að hafa þessa þrjá miðjumenn. En við vorum ekki að gera það og þá finnst mér við þurfa leikmann eins og Karólínu Leu (Vilhjálmsdóttur) eða Amöndu (Andradóttur). Þessa týpu af leikmanni inn á miðsvæðið sem getur svolítið haldið boltanum.“ Helena skaut inn í að Karólína Lea hefði gert það vel í aðdraganda Evrópumótsins en þá var Sara Björk ekki með liðinu þar sem hún var enn að jafna sig eftir barnsburð. Sara Björk í leiknum gegn Frakklandi.VÍSIR/VILHELM „Mér fannst Sara Björk komin lengra í raun í sínum undirbúningi, það er frábært hvað hún spilaði mikið miðað við hvað er stutt síðan hún byrjaði að spila. Mér finnst þessar þrjár alveg geta virkað en þá myndi ég vilja hafa tvær djúpar og eina fyrir framan. Ég vil setja Söru Björk meira í boltann til að halda honum betur, Dagnýju myndi ég svo færa ofar. Ég held að það myndi virka. Ég held við getum alveg fundið lausn til að þessar þrjár virki,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttur, hinn sérfræðingur þáttarins, og hélt áfram. „Málið er að við héldum boltanum svo lítið á þessu móti, miðjan er ekki í neinum leikjum. Það er helst í þessum leik gegn Frökkum þar sem Sara Björk kemur aðeins dýpra á völlinn. Dagný er meiri átta eða tíu. Við komum með margar fyrirgjafir á þessu móti, þar vil ég hafa Dagnýju. Ég vil ekki hafa Berglindi eina inn í vítateig – Karolína Lea er ekki að fara skalla boltann og Sveindís Jane (Jónsdóttir) er það ekki heldur.“ Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Geta Dagný, Gunnhildur Yrsa og Sara Björk spilað saman á miðjunni?
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Tengdar fréttir „Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni?“ Í umræðu um kvennalandsliðið í fótbolta í Bestu mörkunum veltu sérfræðingarnir fyrir sér miðasölu á leik Íslands við Hvíta-Rússlands, sem er síðasti heimaleikur liðsins á árinu og jafnframt fyrsti heimaleikurinn eftir Evrópumótið í sumar. 31. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira
„Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni?“ Í umræðu um kvennalandsliðið í fótbolta í Bestu mörkunum veltu sérfræðingarnir fyrir sér miðasölu á leik Íslands við Hvíta-Rússlands, sem er síðasti heimaleikur liðsins á árinu og jafnframt fyrsti heimaleikurinn eftir Evrópumótið í sumar. 31. ágúst 2022 13:01
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti