Hrókeringar í fremstu línu Íslendingaliðsins í Kaupmannahöfn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2022 17:00 Peb Biel er á leið til Olympiacos í Grikklandi. Lars Ronbog/Getty Images Það stefnir í miklar breytingar á framlínu Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar áður en félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar á miðnætti. Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson ættu að njóta góðs af breytingunum. Hinn 25 ára gamli Pep Biel hefur verið aðalframherji FC Kaupmannahafnar undanfarið en hann gekk í raðir félagsins árið 2019. Biel hefur byrjað tímabilið af krafti og skorað sex mörk ásamt því að leggja upp þrjú í aðeins sjö leikjum í deild. Það virðist þó sem þjálfarateymi FCK vilji breyta til en Biel er á leið til Grikklands þar sem hann mun semja við Olympiacos. Olympiacos are set to sign Pep Biel on permanent deal from København for 8m fee. Full agreement now in place for Spanish midfielder. #OlympiacosThere will be also add-ons included in the negotiations. pic.twitter.com/GKKF45rMxj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022 Í hans stað snýr Andreas Cornelius aftur heim til Kaupmannahafnar. Hann er 29 ára gamall og hóf atvinnumannaferil sinn með FCK áður en hann fór til Cardiff City á Englandi. Þar stoppaði hann stutt og kom svo aftur til Kaupmannahafnar áður en hann fór til Ítalíu. Undanfarið tímabil hefur Cornelius leikið með Trabzonspor í Tyrklandi en FCK sló liðið út í leið sinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evópu. Cornelius er mun hefðbundnari framherji en Biel. Á meðan Biel býður sig mikið í svæði og vill fá boltann þá er danski landsliðsmaðurinn 1.95 metrar á hæð og spilar eftir því. Andreas Cornelius er netop landet på dansk grund. Next Lægetjek Kontraktunderskrivelse Interviews#fcklive #Corneliusback #sldk pic.twitter.com/Ia7yckWCuU— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2022 Það ætti því að henta bæði Hákoni Arnari og Ísaki Bergmanni mun betur að spila með Cornelius þar sem Biel var oftar en ekki í því svæði þar sem Íslendingunum líður best. FC Kaupmannahöfn hefur farið illa af stað og er í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með aðeins níu stig eftir sjö umferðir. Það er nægur tími til að vinna sig upp töfluna en liðið þarf að grafa djúpt ef það ætlar að eiga möguleika í Meistaradeild Evrópu. Þar bíða Manchester City, Borussia Dortmund og Sevilla. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Pep Biel hefur verið aðalframherji FC Kaupmannahafnar undanfarið en hann gekk í raðir félagsins árið 2019. Biel hefur byrjað tímabilið af krafti og skorað sex mörk ásamt því að leggja upp þrjú í aðeins sjö leikjum í deild. Það virðist þó sem þjálfarateymi FCK vilji breyta til en Biel er á leið til Grikklands þar sem hann mun semja við Olympiacos. Olympiacos are set to sign Pep Biel on permanent deal from København for 8m fee. Full agreement now in place for Spanish midfielder. #OlympiacosThere will be also add-ons included in the negotiations. pic.twitter.com/GKKF45rMxj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022 Í hans stað snýr Andreas Cornelius aftur heim til Kaupmannahafnar. Hann er 29 ára gamall og hóf atvinnumannaferil sinn með FCK áður en hann fór til Cardiff City á Englandi. Þar stoppaði hann stutt og kom svo aftur til Kaupmannahafnar áður en hann fór til Ítalíu. Undanfarið tímabil hefur Cornelius leikið með Trabzonspor í Tyrklandi en FCK sló liðið út í leið sinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evópu. Cornelius er mun hefðbundnari framherji en Biel. Á meðan Biel býður sig mikið í svæði og vill fá boltann þá er danski landsliðsmaðurinn 1.95 metrar á hæð og spilar eftir því. Andreas Cornelius er netop landet på dansk grund. Next Lægetjek Kontraktunderskrivelse Interviews#fcklive #Corneliusback #sldk pic.twitter.com/Ia7yckWCuU— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2022 Það ætti því að henta bæði Hákoni Arnari og Ísaki Bergmanni mun betur að spila með Cornelius þar sem Biel var oftar en ekki í því svæði þar sem Íslendingunum líður best. FC Kaupmannahöfn hefur farið illa af stað og er í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með aðeins níu stig eftir sjö umferðir. Það er nægur tími til að vinna sig upp töfluna en liðið þarf að grafa djúpt ef það ætlar að eiga möguleika í Meistaradeild Evrópu. Þar bíða Manchester City, Borussia Dortmund og Sevilla.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira