Hrókeringar í fremstu línu Íslendingaliðsins í Kaupmannahöfn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2022 17:00 Peb Biel er á leið til Olympiacos í Grikklandi. Lars Ronbog/Getty Images Það stefnir í miklar breytingar á framlínu Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar áður en félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar á miðnætti. Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson ættu að njóta góðs af breytingunum. Hinn 25 ára gamli Pep Biel hefur verið aðalframherji FC Kaupmannahafnar undanfarið en hann gekk í raðir félagsins árið 2019. Biel hefur byrjað tímabilið af krafti og skorað sex mörk ásamt því að leggja upp þrjú í aðeins sjö leikjum í deild. Það virðist þó sem þjálfarateymi FCK vilji breyta til en Biel er á leið til Grikklands þar sem hann mun semja við Olympiacos. Olympiacos are set to sign Pep Biel on permanent deal from København for 8m fee. Full agreement now in place for Spanish midfielder. #OlympiacosThere will be also add-ons included in the negotiations. pic.twitter.com/GKKF45rMxj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022 Í hans stað snýr Andreas Cornelius aftur heim til Kaupmannahafnar. Hann er 29 ára gamall og hóf atvinnumannaferil sinn með FCK áður en hann fór til Cardiff City á Englandi. Þar stoppaði hann stutt og kom svo aftur til Kaupmannahafnar áður en hann fór til Ítalíu. Undanfarið tímabil hefur Cornelius leikið með Trabzonspor í Tyrklandi en FCK sló liðið út í leið sinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evópu. Cornelius er mun hefðbundnari framherji en Biel. Á meðan Biel býður sig mikið í svæði og vill fá boltann þá er danski landsliðsmaðurinn 1.95 metrar á hæð og spilar eftir því. Andreas Cornelius er netop landet på dansk grund. Next Lægetjek Kontraktunderskrivelse Interviews#fcklive #Corneliusback #sldk pic.twitter.com/Ia7yckWCuU— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2022 Það ætti því að henta bæði Hákoni Arnari og Ísaki Bergmanni mun betur að spila með Cornelius þar sem Biel var oftar en ekki í því svæði þar sem Íslendingunum líður best. FC Kaupmannahöfn hefur farið illa af stað og er í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með aðeins níu stig eftir sjö umferðir. Það er nægur tími til að vinna sig upp töfluna en liðið þarf að grafa djúpt ef það ætlar að eiga möguleika í Meistaradeild Evrópu. Þar bíða Manchester City, Borussia Dortmund og Sevilla. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Pep Biel hefur verið aðalframherji FC Kaupmannahafnar undanfarið en hann gekk í raðir félagsins árið 2019. Biel hefur byrjað tímabilið af krafti og skorað sex mörk ásamt því að leggja upp þrjú í aðeins sjö leikjum í deild. Það virðist þó sem þjálfarateymi FCK vilji breyta til en Biel er á leið til Grikklands þar sem hann mun semja við Olympiacos. Olympiacos are set to sign Pep Biel on permanent deal from København for 8m fee. Full agreement now in place for Spanish midfielder. #OlympiacosThere will be also add-ons included in the negotiations. pic.twitter.com/GKKF45rMxj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022 Í hans stað snýr Andreas Cornelius aftur heim til Kaupmannahafnar. Hann er 29 ára gamall og hóf atvinnumannaferil sinn með FCK áður en hann fór til Cardiff City á Englandi. Þar stoppaði hann stutt og kom svo aftur til Kaupmannahafnar áður en hann fór til Ítalíu. Undanfarið tímabil hefur Cornelius leikið með Trabzonspor í Tyrklandi en FCK sló liðið út í leið sinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evópu. Cornelius er mun hefðbundnari framherji en Biel. Á meðan Biel býður sig mikið í svæði og vill fá boltann þá er danski landsliðsmaðurinn 1.95 metrar á hæð og spilar eftir því. Andreas Cornelius er netop landet på dansk grund. Next Lægetjek Kontraktunderskrivelse Interviews#fcklive #Corneliusback #sldk pic.twitter.com/Ia7yckWCuU— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2022 Það ætti því að henta bæði Hákoni Arnari og Ísaki Bergmanni mun betur að spila með Cornelius þar sem Biel var oftar en ekki í því svæði þar sem Íslendingunum líður best. FC Kaupmannahöfn hefur farið illa af stað og er í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með aðeins níu stig eftir sjö umferðir. Það er nægur tími til að vinna sig upp töfluna en liðið þarf að grafa djúpt ef það ætlar að eiga möguleika í Meistaradeild Evrópu. Þar bíða Manchester City, Borussia Dortmund og Sevilla.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira