„Þökkum allan stuðning sem þjóðin er til í að gefa okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 15:05 Glódís Perla Viggósdóttir segir stuðninginn sem Ísland fékk á EM hafa hjálpað liðinu og vonast eftir því sama á föstudaginn. VÍSIR/VILHELM Glódís Perla Viggósdóttir segir það gott að hafa ekki þurft að bíða lengi frá EM eftir því að hitta aftur vinkonur sínar í íslenska landsliðinu í fótbolta. Framundan eru mikilvægir leikir í undankeppni HM og Glódís vonast eftir góðum stuðningi líkt og á EM. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld á Laugardalsvelli en með sigri þar dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi í Utrecht á þriðjudaginn til að komast á HM í fyrsta sinn. „Ég vona að það komi margir. Þetta er mikilvægur leikur og við þökkum allan stuðning sem þjóðin er til í að gefa okkur. Við sáum á EM hvað þetta þýddi mikið fyrir okkur og gaf okkur mikinn aukastyrk. Ég vona innilega að fólk vilji koma og vera í þessu með okkur,“ sagði Glódís fyrir æfingu landsliðsins í dag. Glódís gætir þess að hugsa ekki strax til „úrslitaleiksins“ við Hollendinga: „Þessi leikur á föstudaginn skiptir öllu máli eins og staðan er núna. Það þýðir ekkert fyrir okkur að hugsa of langt fram í tímann. Við þurfum að eiga toppleik á föstudaginn því þetta er lið á uppleið, sem vann Tékkland í síðasta leik sínum. Þær koma hingað með fullt af sjálfstrausti og þetta verður hörkuleikur. Það þýðir ekkert fyrir okkur að mæta af hálfum huga,“ sagði Glódís. Klippa: Glódís Perla vill fólk á völlinn Glódís er leikmaður Bayern München og hefur verið á undirbúningstímabili með liðinu á Ítalíu og í Frakklandi: „Við erum búnar að vera að spila mikið af leikjum á móti góðum andstæðingum, það er bara ótrúlega gaman að fá að spila stóra leiki á undirbúningstímabilinu, þannig að já, ég er í mjög góðu standi,“ segir Glódís sem segist hafa verið farin að sakna liðsfélaga sinna úr landsliðinu eftir EM: „Við vorum ekki alveg nógu sáttar með að fara ekki upp úr riðlinum, og ná því ekki okkar markmiðum á EM. Samt sem áður erum við ótrúlega ánægðar með margt sem við gerðum á EM. Við vorum taplausar þar. Ég held að við séum búnar að sakna hver annarrar svolítið mikið. Við vorum lengi saman í sumar og það er gott að hafa bara fengið stutt frí og vera mættar aftur, klárar í næsta slag.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjá meira
Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld á Laugardalsvelli en með sigri þar dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi í Utrecht á þriðjudaginn til að komast á HM í fyrsta sinn. „Ég vona að það komi margir. Þetta er mikilvægur leikur og við þökkum allan stuðning sem þjóðin er til í að gefa okkur. Við sáum á EM hvað þetta þýddi mikið fyrir okkur og gaf okkur mikinn aukastyrk. Ég vona innilega að fólk vilji koma og vera í þessu með okkur,“ sagði Glódís fyrir æfingu landsliðsins í dag. Glódís gætir þess að hugsa ekki strax til „úrslitaleiksins“ við Hollendinga: „Þessi leikur á föstudaginn skiptir öllu máli eins og staðan er núna. Það þýðir ekkert fyrir okkur að hugsa of langt fram í tímann. Við þurfum að eiga toppleik á föstudaginn því þetta er lið á uppleið, sem vann Tékkland í síðasta leik sínum. Þær koma hingað með fullt af sjálfstrausti og þetta verður hörkuleikur. Það þýðir ekkert fyrir okkur að mæta af hálfum huga,“ sagði Glódís. Klippa: Glódís Perla vill fólk á völlinn Glódís er leikmaður Bayern München og hefur verið á undirbúningstímabili með liðinu á Ítalíu og í Frakklandi: „Við erum búnar að vera að spila mikið af leikjum á móti góðum andstæðingum, það er bara ótrúlega gaman að fá að spila stóra leiki á undirbúningstímabilinu, þannig að já, ég er í mjög góðu standi,“ segir Glódís sem segist hafa verið farin að sakna liðsfélaga sinna úr landsliðinu eftir EM: „Við vorum ekki alveg nógu sáttar með að fara ekki upp úr riðlinum, og ná því ekki okkar markmiðum á EM. Samt sem áður erum við ótrúlega ánægðar með margt sem við gerðum á EM. Við vorum taplausar þar. Ég held að við séum búnar að sakna hver annarrar svolítið mikið. Við vorum lengi saman í sumar og það er gott að hafa bara fengið stutt frí og vera mættar aftur, klárar í næsta slag.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjá meira