Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2022 15:26 Frá blaðamannafundi í Prag í morgun. Josep Borrell, sem stýrir utanríkismálum ESB, er hér til vinstri. Hægra megin á myndinni er Jan Lipavsky, utanríkisráðherra Tékklands. Myndinni fylgdu ekki upplýsingar um hver konan fyrir miðju er. AP/Petr David Josek Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. Ráðherrarnir samþykktu að slíta samkomulagi við Rússland frá 2007 sem gerði ferðalög Rússa til Evrópu auðveldari og ódýrari. Þetta er til viðbótar við þvinganir sem ESB beitti gegn rússneskum embættismönnum og auðjöfrum í maí, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Með þessu verður Rússum einnig erfiðara að ferðast til Íslands, sem er aðili að Schengen-samstarfinu. Segir fjölda ferðamanna ógna öryggi ríkja Eftir fund ráðherranna í Prag í morgun sagði Josep Borrell, sem stýrir utanríkismálum ESB, að frá því innrásin í Úkraínu hófst hafi rússneskum ferðamönnum fjölgað í Evrópu. Þau séu í verslunarferðum „eins og ekkert stríð geisi í Úkraínu,“ hefur AP fréttaveitan eftir Borrell. Borrell sagði þessa fjölgun ferðamanna frá Rússlandi ógna öryggi ríkja sambandsins sem deildu landamærum með ríkinu. Hann sagðist telja að þessi breyting muni leiða til færri vegabréfsáritana fyrir ferðamenn frá Rússlandi. Rúmlega milljón rússneskir ríkisborgarar hafa komið inn á Schengen-svæðið frá því innrásin í Úkraínu hófst. Þar af lang flestir í gegnum Finnland og Eistland. Erfitt er fyrir Rússa að ferðast til Evrópu í lofti, þar sem rússneskum flugvélum hefur verið meinaður aðgangur að lofthelgi flestra Evrópuríkja. Evrópusambandið hefur að mestu staðið þétt við bakið á Úkraínu vegna stríðsins þar og beitt Rússland umfangsmiklum refsiaðgerðum. Dmytro Kuleba , utanríkisráðherra Úkraínu, var á fundinum í Prag í morgun. Úkraínumenn hafa kallað eftir því að rússneskum ferðamönnum verði alfarið meinaður aðgangur að Schengen-svæðinu.AP/Petr David Josek Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að almenningi í Rússlandi verði meinaður aðgangur að ferðamannastöðum í Evrópu vegna innrásarinnar í Úkraínu, sem hefur kostað þúsundir almennra borgara í Úkraínu lífið. Það hafa ráðamenn í Eystrasaltsríkjunum tekið undir, auk Pólverja, Dana og annarra. Ætla að grípa til eigin aðgerða Utanríkisráðherrar Eistlands og Lettlands sögðu í morgun að þar á bæ yrði mögulega gripið til einhliða aðgerða gegn rússneskum ferðamönnum og þá á grundvelli þjóðaröryggis. Þá munu Finnar draga verulega úr útgáfu vegabréfsáritanna til Rússa í vikunni. Þeir ætla að gefa út níutíu prósentum færri vegabréfsáritanir til Rússa og verður Rússum eingöngu heimilt að sækja fjórar borgir við landamæri ríkjanna. „Það er mikilvægt að á sama tíma og Úkraínumenn þjást, muni venjulegur ferðamannaiðnaður ekki halda áfram,“ sagði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands. Hann sagðist vonast til þess að önnur ríki Evrópu gripu til svipaðra aðgerða. Reuters hefur eftir Jan Lipavsky, utanríkisráðherra Tékklands, að ákvörðun ESB sé einungis fyrsta skrefið og það sé mikilvægt. Tékkar eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir því að banna rússneskum ferðamönnum að ferðast til Schengen-ríkja. Þá segir fréttaveitan að framkvæmdastjórn ESB muni skoða hvort eitthvað og þá hvað sé hægt að gera varðandi þær tólf milljónir vegabréfsáritana sem þegar er búið að gefa út til rússneskra ferðamanna. Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. 31. ágúst 2022 06:49 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25 Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Ráðherrarnir samþykktu að slíta samkomulagi við Rússland frá 2007 sem gerði ferðalög Rússa til Evrópu auðveldari og ódýrari. Þetta er til viðbótar við þvinganir sem ESB beitti gegn rússneskum embættismönnum og auðjöfrum í maí, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Með þessu verður Rússum einnig erfiðara að ferðast til Íslands, sem er aðili að Schengen-samstarfinu. Segir fjölda ferðamanna ógna öryggi ríkja Eftir fund ráðherranna í Prag í morgun sagði Josep Borrell, sem stýrir utanríkismálum ESB, að frá því innrásin í Úkraínu hófst hafi rússneskum ferðamönnum fjölgað í Evrópu. Þau séu í verslunarferðum „eins og ekkert stríð geisi í Úkraínu,“ hefur AP fréttaveitan eftir Borrell. Borrell sagði þessa fjölgun ferðamanna frá Rússlandi ógna öryggi ríkja sambandsins sem deildu landamærum með ríkinu. Hann sagðist telja að þessi breyting muni leiða til færri vegabréfsáritana fyrir ferðamenn frá Rússlandi. Rúmlega milljón rússneskir ríkisborgarar hafa komið inn á Schengen-svæðið frá því innrásin í Úkraínu hófst. Þar af lang flestir í gegnum Finnland og Eistland. Erfitt er fyrir Rússa að ferðast til Evrópu í lofti, þar sem rússneskum flugvélum hefur verið meinaður aðgangur að lofthelgi flestra Evrópuríkja. Evrópusambandið hefur að mestu staðið þétt við bakið á Úkraínu vegna stríðsins þar og beitt Rússland umfangsmiklum refsiaðgerðum. Dmytro Kuleba , utanríkisráðherra Úkraínu, var á fundinum í Prag í morgun. Úkraínumenn hafa kallað eftir því að rússneskum ferðamönnum verði alfarið meinaður aðgangur að Schengen-svæðinu.AP/Petr David Josek Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að almenningi í Rússlandi verði meinaður aðgangur að ferðamannastöðum í Evrópu vegna innrásarinnar í Úkraínu, sem hefur kostað þúsundir almennra borgara í Úkraínu lífið. Það hafa ráðamenn í Eystrasaltsríkjunum tekið undir, auk Pólverja, Dana og annarra. Ætla að grípa til eigin aðgerða Utanríkisráðherrar Eistlands og Lettlands sögðu í morgun að þar á bæ yrði mögulega gripið til einhliða aðgerða gegn rússneskum ferðamönnum og þá á grundvelli þjóðaröryggis. Þá munu Finnar draga verulega úr útgáfu vegabréfsáritanna til Rússa í vikunni. Þeir ætla að gefa út níutíu prósentum færri vegabréfsáritanir til Rússa og verður Rússum eingöngu heimilt að sækja fjórar borgir við landamæri ríkjanna. „Það er mikilvægt að á sama tíma og Úkraínumenn þjást, muni venjulegur ferðamannaiðnaður ekki halda áfram,“ sagði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands. Hann sagðist vonast til þess að önnur ríki Evrópu gripu til svipaðra aðgerða. Reuters hefur eftir Jan Lipavsky, utanríkisráðherra Tékklands, að ákvörðun ESB sé einungis fyrsta skrefið og það sé mikilvægt. Tékkar eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir því að banna rússneskum ferðamönnum að ferðast til Schengen-ríkja. Þá segir fréttaveitan að framkvæmdastjórn ESB muni skoða hvort eitthvað og þá hvað sé hægt að gera varðandi þær tólf milljónir vegabréfsáritana sem þegar er búið að gefa út til rússneskra ferðamanna.
Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. 31. ágúst 2022 06:49 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25 Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. 31. ágúst 2022 06:49
Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25
Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50