Fékk senda drelliflotta loðhúfu frá Gorbachev Jakob Bjarnar skrifar 31. ágúst 2022 12:34 Félagarnir Þorsteinn Úlfar og Gorbachev heitinn sem sendi Þorsteini sérstaklega loðhúfu sem hann á enn og notar þegar svo ber undir. Þorsteinn Úlfar Björnsson rithöfundur með meiru kann að segja skemmtilega og athyglisverða sögu af því hvernig það kom til að hann eignaðist forláta loðhúfu sem sjálfur Gorbachev sendi honum sérstaklega. Mikhail Gorbachev, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sálugu, féll frá í gær, en hann var 91 árs að aldri. Hann hafði óumdeilanlega mikil áhrif á gang heimssögunnar og er nú minnst um heim allan. Ekki síst er hann Íslendingum minnisstæður eftir hinn fræga fund sem Gorbachev og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti áttu á Íslandi 1986. Skrifaði Gorbachev þakkarbréf Þorsteinn var, líkt og flestir landar hans á þeim tíma, innblásinn vegna þessa heimssögulega viðburðar sem átti sér stað í túnfætinum heima. „Ég skrifaði Gorbachev bréf eftir fundinn í Höfða, þakkarbréf þótt árangur fundarins væri rýrari en vonast var til,“ segir Þorsteinn. Hann hugsaði svo ekki meira um það en fáum árum síðar barst honum bréf frá skosku útgáfufyrirtæki sem hafði áætlanir um að gefa út bók sem Þorstein minnir að hafi átt að heita „Letters to the premier“ eða eitthvað álíka. Og Þorsteinn var spurður hvort ég samþykkti að mitt bréf væri birt. „Ég hafði ekkert á móti því og svaraði að það væri í lagi. Svo fæ ég annað bréf frá þeim þar sem mér er boðið að kaupa bókina sem mér fannst andskoti dýr. Í engu svaraði ég því bréfi og hélt áfram með lífið.“ „Made in Finland“ Líður og bíður og Þorsteinn velti þessu ekki meira fyrir sér nema þetta sama ár berst honum tilkynning frá póstinum að hann eigi pakka á aðalpósthúsinu í Pósthússtræti. „Að sjálfsögðu fór ég og sótti pakkann sem ég hélt að væri jólagjöf til mín en það reyndist ekki allskostar rétt. Þegar ég kom heim og opnaði pakkann, til að nálgast annan pakka sem ég reiknaði með að væri innan í kassanum. Ekki var það rétt hjá mér því í kassanum var bréf, undirritað af Gorbachev, þar sem mér var þakkað bréfið sem ég sendi.“ Og ekki var þakkarbréf frá þessum síðasta leiðtoga Sovétríkjanna það eina sem var að finna í pakkanum. Heldur var þar forláta loðhúfa. „Húfan Gorbanautur, alveg drelliflott rússnesk loðhúfa. Mér datt í hug safalaskinn eða eitthvað agalega fínt. Að minnsta kosti var húfan flott. Svo kíkti ég inn í hana. Þar stóð skírum stöfum á merkinu, „Made in Finland,““ segir Þorsteinn. Þorsteinn á húfuna enn og segist nota hana stöku sinnum í aftakaveðrum á veturna. „Meðan ég fór á rjúpu var ég alltaf með hana.“ Leiðtogafundurinn í Höfða Sovétríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
Mikhail Gorbachev, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sálugu, féll frá í gær, en hann var 91 árs að aldri. Hann hafði óumdeilanlega mikil áhrif á gang heimssögunnar og er nú minnst um heim allan. Ekki síst er hann Íslendingum minnisstæður eftir hinn fræga fund sem Gorbachev og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti áttu á Íslandi 1986. Skrifaði Gorbachev þakkarbréf Þorsteinn var, líkt og flestir landar hans á þeim tíma, innblásinn vegna þessa heimssögulega viðburðar sem átti sér stað í túnfætinum heima. „Ég skrifaði Gorbachev bréf eftir fundinn í Höfða, þakkarbréf þótt árangur fundarins væri rýrari en vonast var til,“ segir Þorsteinn. Hann hugsaði svo ekki meira um það en fáum árum síðar barst honum bréf frá skosku útgáfufyrirtæki sem hafði áætlanir um að gefa út bók sem Þorstein minnir að hafi átt að heita „Letters to the premier“ eða eitthvað álíka. Og Þorsteinn var spurður hvort ég samþykkti að mitt bréf væri birt. „Ég hafði ekkert á móti því og svaraði að það væri í lagi. Svo fæ ég annað bréf frá þeim þar sem mér er boðið að kaupa bókina sem mér fannst andskoti dýr. Í engu svaraði ég því bréfi og hélt áfram með lífið.“ „Made in Finland“ Líður og bíður og Þorsteinn velti þessu ekki meira fyrir sér nema þetta sama ár berst honum tilkynning frá póstinum að hann eigi pakka á aðalpósthúsinu í Pósthússtræti. „Að sjálfsögðu fór ég og sótti pakkann sem ég hélt að væri jólagjöf til mín en það reyndist ekki allskostar rétt. Þegar ég kom heim og opnaði pakkann, til að nálgast annan pakka sem ég reiknaði með að væri innan í kassanum. Ekki var það rétt hjá mér því í kassanum var bréf, undirritað af Gorbachev, þar sem mér var þakkað bréfið sem ég sendi.“ Og ekki var þakkarbréf frá þessum síðasta leiðtoga Sovétríkjanna það eina sem var að finna í pakkanum. Heldur var þar forláta loðhúfa. „Húfan Gorbanautur, alveg drelliflott rússnesk loðhúfa. Mér datt í hug safalaskinn eða eitthvað agalega fínt. Að minnsta kosti var húfan flott. Svo kíkti ég inn í hana. Þar stóð skírum stöfum á merkinu, „Made in Finland,““ segir Þorsteinn. Þorsteinn á húfuna enn og segist nota hana stöku sinnum í aftakaveðrum á veturna. „Meðan ég fór á rjúpu var ég alltaf með hana.“
Leiðtogafundurinn í Höfða Sovétríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira