Feðgarnir með stöðu sakbornings Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 08:59 Feðgarnir eru með stöðu sakbornings í málinu. Vísir Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. Þetta staðfestir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt fréttinni er tengdadóttir hjónanna ekki með stöðu sakbornings í málinu en samkvæmt heimildum var hún stödd á heimilinu þegar árásin var framin. Skýrsla var tekin af Kára í gær en hann liggur enn á sjúkrahúsi og er veikburða. Ástand hans var þó metið þannig á mánudag að hann gæti gefið lögreglu skýrslu um atburðarrásina á heimili hans á Blönduósi. Fréttastofa greindi frá því í gær að talið væri að Brynjar Þór Guðmundsson, sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og eiginkonu hans, væri annar sakborninga. Að sögn Páleyjar í Fréttablaðinu er það ekki svo. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að atburðarásin hafi verið á þann veg að Brynjar Þór skaut Evu Hrund til bana og særði Kára alvarlega. Uppkominn sonur hjónanna, sem talinn er hafa í framhaldinu stöðvað vopnaðan árásarmanninn, hefur stöðu sakbornings hjá lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann gestur á heimili foreldra sinna ásamt unnustu og ungu barni. Sonurinn var handtekinn ásamt unnustu sinni á vettvangi og tekin af þeim skýrsla. Þeim var báðum sleppt samdægurs úr haldi lögreglu. Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir Kominn til meðvitundar og gaf skýrslu hjá lögreglu Karlmaður á sextugsaldri sem varð fyrir skotárás á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst er kominn til meðvitundar. Tekin var skýrsla af honum vegna rannsóknar málsins í gær. 30. ágúst 2022 14:50 Stefndu að því í gær að taka skýrslu af Kára Kári Kárason, maðurinn sem var skotinn á Blönduósi og hefur legið þungt haldinn á Landspítalanum er kominn til meðvitundar. Er líðan hans þannig að í gær var stefnt að því að taka af honum skýrslu um atburðarásina morguninn 21. ágúst síðastliðinn. 30. ágúst 2022 06:33 Rannsóknin flókin og erfitt að gefa upplýsingar sem hægt sé að standa við á þessu stigi Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að enn sem komið er sé aðeins gróf mynd komin á atburðarásina í skotárásinni á Blönduósi á sunnudag. Hún er sammála því að mikilvægt sé að lögregla upplýsi um gang rannsókna á sakamálum en segir að lögregla hafi einfaldlega ekki haft neinu nýju við að bæta síðustu daga. 26. ágúst 2022 12:31 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Þetta staðfestir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt fréttinni er tengdadóttir hjónanna ekki með stöðu sakbornings í málinu en samkvæmt heimildum var hún stödd á heimilinu þegar árásin var framin. Skýrsla var tekin af Kára í gær en hann liggur enn á sjúkrahúsi og er veikburða. Ástand hans var þó metið þannig á mánudag að hann gæti gefið lögreglu skýrslu um atburðarrásina á heimili hans á Blönduósi. Fréttastofa greindi frá því í gær að talið væri að Brynjar Þór Guðmundsson, sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og eiginkonu hans, væri annar sakborninga. Að sögn Páleyjar í Fréttablaðinu er það ekki svo. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að atburðarásin hafi verið á þann veg að Brynjar Þór skaut Evu Hrund til bana og særði Kára alvarlega. Uppkominn sonur hjónanna, sem talinn er hafa í framhaldinu stöðvað vopnaðan árásarmanninn, hefur stöðu sakbornings hjá lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann gestur á heimili foreldra sinna ásamt unnustu og ungu barni. Sonurinn var handtekinn ásamt unnustu sinni á vettvangi og tekin af þeim skýrsla. Þeim var báðum sleppt samdægurs úr haldi lögreglu.
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir Kominn til meðvitundar og gaf skýrslu hjá lögreglu Karlmaður á sextugsaldri sem varð fyrir skotárás á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst er kominn til meðvitundar. Tekin var skýrsla af honum vegna rannsóknar málsins í gær. 30. ágúst 2022 14:50 Stefndu að því í gær að taka skýrslu af Kára Kári Kárason, maðurinn sem var skotinn á Blönduósi og hefur legið þungt haldinn á Landspítalanum er kominn til meðvitundar. Er líðan hans þannig að í gær var stefnt að því að taka af honum skýrslu um atburðarásina morguninn 21. ágúst síðastliðinn. 30. ágúst 2022 06:33 Rannsóknin flókin og erfitt að gefa upplýsingar sem hægt sé að standa við á þessu stigi Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að enn sem komið er sé aðeins gróf mynd komin á atburðarásina í skotárásinni á Blönduósi á sunnudag. Hún er sammála því að mikilvægt sé að lögregla upplýsi um gang rannsókna á sakamálum en segir að lögregla hafi einfaldlega ekki haft neinu nýju við að bæta síðustu daga. 26. ágúst 2022 12:31 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Kominn til meðvitundar og gaf skýrslu hjá lögreglu Karlmaður á sextugsaldri sem varð fyrir skotárás á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst er kominn til meðvitundar. Tekin var skýrsla af honum vegna rannsóknar málsins í gær. 30. ágúst 2022 14:50
Stefndu að því í gær að taka skýrslu af Kára Kári Kárason, maðurinn sem var skotinn á Blönduósi og hefur legið þungt haldinn á Landspítalanum er kominn til meðvitundar. Er líðan hans þannig að í gær var stefnt að því að taka af honum skýrslu um atburðarásina morguninn 21. ágúst síðastliðinn. 30. ágúst 2022 06:33
Rannsóknin flókin og erfitt að gefa upplýsingar sem hægt sé að standa við á þessu stigi Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að enn sem komið er sé aðeins gróf mynd komin á atburðarásina í skotárásinni á Blönduósi á sunnudag. Hún er sammála því að mikilvægt sé að lögregla upplýsi um gang rannsókna á sakamálum en segir að lögregla hafi einfaldlega ekki haft neinu nýju við að bæta síðustu daga. 26. ágúst 2022 12:31