Rannsóknin flókin og erfitt að gefa upplýsingar sem hægt sé að standa við á þessu stigi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2022 12:31 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra ræddi við fjölmiðla í dag. Vísir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að enn sem komið er sé aðeins gróf mynd komin á atburðarásina í skotárásinni á Blönduósi á sunnudag. Hún er sammála því að mikilvægt sé að lögregla upplýsi um gang rannsókna á sakamálum en segir að lögregla hafi einfaldlega ekki haft neinu nýju við að bæta síðustu daga. Karlmaður um þrítugt skaut hjón á Blönduósi á heimili þeirra á sunnudagsmorgun. Konan lést og eiginmaður hennar liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi. Skotárásarmaðurinn lést einnig á vettvangi. Flókin rannsókn Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, ræddi við blaðamenn á skrifstofu hennar á lögreglustöðinni á Akureyri í dag. Var þetta í fyrsta skipti sem hún gaf kost á viðtali við vegna rannsóknar málsins. Hún segir grófa mynd komin á atburðarásina umrædda morgun. Frá vettvangi árásarinnar á Blönduósi.Vísir „Rannsóknin er flókin og snertir marga þætti. Við erum að reyna að upplýsa um málsatvik, aðdraganda, saknæmi, gáleysi eða ásetning, stöðu og hagi aðila og margt fleira. Við erum að afla gagna og enn höfum við ekki fengið öll þau gögn sem við þurfum til að geta staðreynt eitthvað um málsatvikin,“ sagði Páley í samtali við fréttastofu. Stoðdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar við rannsóknina, ásamt tæknideild og rannsóknardeild hennar. „Enn liggur ekki fyrir endanleg niðurstaða í vettvangsrannsókn og fleiri atriðum. Við erum enn að bíða eftir niðurstöðu réttarkrufningar og fleira. Þannig að á þessu stigi er erfitt fyrir okkur að gefa upplýsingar sem við getum staðið við um nákvæmleg málsatvik,“ sagði Páley sem gat annars lítið gefið upp um nánari gang rannsóknarinnar. Tjáir sig lítið um málsatvik Páley getur ekki tjáð sig um ýmis atriði tengd rannsókn málsins, svo sem hvort ljóst sé hvernig árasármaðurinn komst inn á heimili hjónanna, hvort ljóst sé hvar hann hafi nálgast skotvopnið sem var beitt eða hversu margir hafi stöðu sakbornings í málinu. Páley segir þó einhverja hafa stöðu sakbornings í málinu en á mánudaginn var einum sakborningi sleppt úr haldi. Ekki var gerð krafa um gæsluvarðhald á hendur viðkomandi. Samfélagið á Blönduósi er í áfalli vegna málsins og hafa margir leitað sér áfallahjálp sem í boði hefur verið.Vísir Komið hefur fram að lögregla hafi haft afskipti af manninum fyrr í sumar, eftir að hann hafði í hótunum við fólk vopnaður skotvopni. Rannsókn málsins nær einnig til þess atburðar að sögn Páleyjar. „Eins og ég nefndi áðan þá erum við að rannsaka aðdraganda þessa máls og rannsóknin lítur því einnig að því hvernig það bar allt að,“ segir Páley. Skilur gagnrýni á skort á upplýsingagjöf Komið hefur fram gagnrýni á upplýsingagjöf lögreglunnar á Norðurlandi eystra til almennings vegna málsins. Hún hefur, þar til nú, verið í formi tveggja stuttorðaðra færslna á Facebook. Sjálf hefur Páley ekki gefið kost á viðtali fyrr en í dag, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fréttastofu. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði, benti á í hádegisfréttum Bylgjunnar í vikunni að þegar stór áföll á borð við það sem átti sér staða á Blönduósi um helgina, væri mikilvægt að lögregla miðli upplýsingum til almennings, ella væri hætta á því að villandi upplýsingar kæmust í umræðuna. Páley segist skilja þessa gagnrýni en segir að í raun hafi lögreglan ekki haft neinu nýju við að bæta umfram þær upplýsingar sem lögregla veitti á fyrstu stigum málsins. „Ég er að mörgu leyti sammála Helga. Það er mikilvægt að lögreglan tjái sig um mál. Í þessu máli þá voru komnar miklar upplýsingar frá lögreglunni á fyrsta degi, mjög miklar upplýsingar sem lágu strax fyrir um atvik. Það sem er áríðandi fyrir okkur er að upplýsa almenning um er að það sé búið að tryggja öryggi allra borgara og slíkt. Það var gert nokkuð vel. Við höfðum engu nýju við að bæta varðandi rannsóknina sjálfa.“ Hún segir lögregluna ekki geta tjáð sig um hluti sem séu til skoðunar, „Þú heyrir á mínum svörum hérna að þá getum lítið upplýst um málsatvikin. Ég hef alveg skilning á að fólk vill vita. Til þess erum við að rannsaka málið. Þannig að það sé hægt að segja hvað gerðist. Við erum ennþá að reyna að komast að því nákvæmlega hvað gerðist. Þannig að það er eðlilega ekki hægt að tjá sig um hluti sem eru til skoðunar og við tjáum okkur ekki um getgátur eða neitt slíkt,“ sagði Páley. Kollegi Páleyjar, Birgir Jónasson, lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra, hefur einnig gagnrýnt að fyrirkomulag rannsóknar málsins sá á þá leið að lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaki málið. Er það samkvæmt reglugerð sem er í gildi sem kveður á um að lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaki kynferðisbort og manndrápsmál í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Hefur Birgir sagt að lögreglan í hans umdæmi sé í stakk búinn til að sinna slíkum rannsókn og vill hann að reglugerðinni verði breytt. Páley segir ekki tímabært að ræða slíkar breytingar. „Þetta er bara gildandi skipulag samkvæmt lögum sem við vinnum eftir. Það eru málefnanleg rök, bæði með og á móti. Ég hef alveg skilning á því að þetta sé rætt en þetta er ekki tímabært á þessu stigi.“ Lögreglumál Manndráp á Blönduósi Lögreglan Húnabyggð Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Karlmaður um þrítugt skaut hjón á Blönduósi á heimili þeirra á sunnudagsmorgun. Konan lést og eiginmaður hennar liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi. Skotárásarmaðurinn lést einnig á vettvangi. Flókin rannsókn Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, ræddi við blaðamenn á skrifstofu hennar á lögreglustöðinni á Akureyri í dag. Var þetta í fyrsta skipti sem hún gaf kost á viðtali við vegna rannsóknar málsins. Hún segir grófa mynd komin á atburðarásina umrædda morgun. Frá vettvangi árásarinnar á Blönduósi.Vísir „Rannsóknin er flókin og snertir marga þætti. Við erum að reyna að upplýsa um málsatvik, aðdraganda, saknæmi, gáleysi eða ásetning, stöðu og hagi aðila og margt fleira. Við erum að afla gagna og enn höfum við ekki fengið öll þau gögn sem við þurfum til að geta staðreynt eitthvað um málsatvikin,“ sagði Páley í samtali við fréttastofu. Stoðdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar við rannsóknina, ásamt tæknideild og rannsóknardeild hennar. „Enn liggur ekki fyrir endanleg niðurstaða í vettvangsrannsókn og fleiri atriðum. Við erum enn að bíða eftir niðurstöðu réttarkrufningar og fleira. Þannig að á þessu stigi er erfitt fyrir okkur að gefa upplýsingar sem við getum staðið við um nákvæmleg málsatvik,“ sagði Páley sem gat annars lítið gefið upp um nánari gang rannsóknarinnar. Tjáir sig lítið um málsatvik Páley getur ekki tjáð sig um ýmis atriði tengd rannsókn málsins, svo sem hvort ljóst sé hvernig árasármaðurinn komst inn á heimili hjónanna, hvort ljóst sé hvar hann hafi nálgast skotvopnið sem var beitt eða hversu margir hafi stöðu sakbornings í málinu. Páley segir þó einhverja hafa stöðu sakbornings í málinu en á mánudaginn var einum sakborningi sleppt úr haldi. Ekki var gerð krafa um gæsluvarðhald á hendur viðkomandi. Samfélagið á Blönduósi er í áfalli vegna málsins og hafa margir leitað sér áfallahjálp sem í boði hefur verið.Vísir Komið hefur fram að lögregla hafi haft afskipti af manninum fyrr í sumar, eftir að hann hafði í hótunum við fólk vopnaður skotvopni. Rannsókn málsins nær einnig til þess atburðar að sögn Páleyjar. „Eins og ég nefndi áðan þá erum við að rannsaka aðdraganda þessa máls og rannsóknin lítur því einnig að því hvernig það bar allt að,“ segir Páley. Skilur gagnrýni á skort á upplýsingagjöf Komið hefur fram gagnrýni á upplýsingagjöf lögreglunnar á Norðurlandi eystra til almennings vegna málsins. Hún hefur, þar til nú, verið í formi tveggja stuttorðaðra færslna á Facebook. Sjálf hefur Páley ekki gefið kost á viðtali fyrr en í dag, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fréttastofu. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði, benti á í hádegisfréttum Bylgjunnar í vikunni að þegar stór áföll á borð við það sem átti sér staða á Blönduósi um helgina, væri mikilvægt að lögregla miðli upplýsingum til almennings, ella væri hætta á því að villandi upplýsingar kæmust í umræðuna. Páley segist skilja þessa gagnrýni en segir að í raun hafi lögreglan ekki haft neinu nýju við að bæta umfram þær upplýsingar sem lögregla veitti á fyrstu stigum málsins. „Ég er að mörgu leyti sammála Helga. Það er mikilvægt að lögreglan tjái sig um mál. Í þessu máli þá voru komnar miklar upplýsingar frá lögreglunni á fyrsta degi, mjög miklar upplýsingar sem lágu strax fyrir um atvik. Það sem er áríðandi fyrir okkur er að upplýsa almenning um er að það sé búið að tryggja öryggi allra borgara og slíkt. Það var gert nokkuð vel. Við höfðum engu nýju við að bæta varðandi rannsóknina sjálfa.“ Hún segir lögregluna ekki geta tjáð sig um hluti sem séu til skoðunar, „Þú heyrir á mínum svörum hérna að þá getum lítið upplýst um málsatvikin. Ég hef alveg skilning á að fólk vill vita. Til þess erum við að rannsaka málið. Þannig að það sé hægt að segja hvað gerðist. Við erum ennþá að reyna að komast að því nákvæmlega hvað gerðist. Þannig að það er eðlilega ekki hægt að tjá sig um hluti sem eru til skoðunar og við tjáum okkur ekki um getgátur eða neitt slíkt,“ sagði Páley. Kollegi Páleyjar, Birgir Jónasson, lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra, hefur einnig gagnrýnt að fyrirkomulag rannsóknar málsins sá á þá leið að lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaki málið. Er það samkvæmt reglugerð sem er í gildi sem kveður á um að lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaki kynferðisbort og manndrápsmál í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Hefur Birgir sagt að lögreglan í hans umdæmi sé í stakk búinn til að sinna slíkum rannsókn og vill hann að reglugerðinni verði breytt. Páley segir ekki tímabært að ræða slíkar breytingar. „Þetta er bara gildandi skipulag samkvæmt lögum sem við vinnum eftir. Það eru málefnanleg rök, bæði með og á móti. Ég hef alveg skilning á því að þetta sé rætt en þetta er ekki tímabært á þessu stigi.“
Lögreglumál Manndráp á Blönduósi Lögreglan Húnabyggð Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira