Umboðsmaður segir Covid-19 hafa reynt á þanþol grunnregla réttarríksins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. ágúst 2022 06:43 Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur aldrei leyst úr fleiri málum á einu ári en hann gerði í fyrra. Málin voru tæplega 600 talsins og álit veitt í 59 þeirra, ýmist með eða án tilmæla. Þá voru stjórnvöldum sendar athugasemdir eða ábendingar í 41 máli til viðbótar. Metfjöldi kvartana barst, 570, sem er 5 prósent aukning frá metárinu 2020, þegar þær voru 540. Helsta umkvörtunarefnið voru tafir á afgreiðslu máls af hálfu stjórnvalda. Þetta kemur fram í samantekt um árskýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2021. Þar segir að stjórnvöld hafi almennt brugðist vel við og farið eftir ábendingum umboðsmanns. Í skýrslu umboðsmanns segir meðal annars að Covid-19 hafi reynt töluvert á þanþol grunnregla réttarríkisins. „Sú hætta virðist óneitanlega fyrir hendi að eftir langvarandi ástand, líkt og það sem skapaðist í heimsfaraldrinum, fari stjórnvöld í auknum mæli að líta á skerðingu grundvallarréttinda sem léttvægar eða jafnvel sjálfsagðan hlut með þeirri afleiðingu að réttaröryggi borgaranna skerðist til frambúðar,“ segir í skýrslunni. Þá er fjallað um innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu, sem hafi bæði kosti og galla. Hún geti mögulega skapað hættur, ekki síst fyrir þá sem ekki eru tölvulæsir eða hafa ekki aðgengi að nauðsynlegum búnaði. „Þótt kostir rafrænnar stjórnsýslu séu ótvíræðir má upptaka hennar ekki hafa það í för með sér að réttaröryggi borgarana skerðist eða faglegar kröfur séu vatnaðar út.“ Ársskýrslu umboðsmanns Alþingis má finna hér. Umboðsmaður Alþingis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Metfjöldi kvartana barst, 570, sem er 5 prósent aukning frá metárinu 2020, þegar þær voru 540. Helsta umkvörtunarefnið voru tafir á afgreiðslu máls af hálfu stjórnvalda. Þetta kemur fram í samantekt um árskýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2021. Þar segir að stjórnvöld hafi almennt brugðist vel við og farið eftir ábendingum umboðsmanns. Í skýrslu umboðsmanns segir meðal annars að Covid-19 hafi reynt töluvert á þanþol grunnregla réttarríkisins. „Sú hætta virðist óneitanlega fyrir hendi að eftir langvarandi ástand, líkt og það sem skapaðist í heimsfaraldrinum, fari stjórnvöld í auknum mæli að líta á skerðingu grundvallarréttinda sem léttvægar eða jafnvel sjálfsagðan hlut með þeirri afleiðingu að réttaröryggi borgaranna skerðist til frambúðar,“ segir í skýrslunni. Þá er fjallað um innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu, sem hafi bæði kosti og galla. Hún geti mögulega skapað hættur, ekki síst fyrir þá sem ekki eru tölvulæsir eða hafa ekki aðgengi að nauðsynlegum búnaði. „Þótt kostir rafrænnar stjórnsýslu séu ótvíræðir má upptaka hennar ekki hafa það í för með sér að réttaröryggi borgarana skerðist eða faglegar kröfur séu vatnaðar út.“ Ársskýrslu umboðsmanns Alþingis má finna hér.
Umboðsmaður Alþingis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira