Umboðsmaður segir Covid-19 hafa reynt á þanþol grunnregla réttarríksins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. ágúst 2022 06:43 Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur aldrei leyst úr fleiri málum á einu ári en hann gerði í fyrra. Málin voru tæplega 600 talsins og álit veitt í 59 þeirra, ýmist með eða án tilmæla. Þá voru stjórnvöldum sendar athugasemdir eða ábendingar í 41 máli til viðbótar. Metfjöldi kvartana barst, 570, sem er 5 prósent aukning frá metárinu 2020, þegar þær voru 540. Helsta umkvörtunarefnið voru tafir á afgreiðslu máls af hálfu stjórnvalda. Þetta kemur fram í samantekt um árskýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2021. Þar segir að stjórnvöld hafi almennt brugðist vel við og farið eftir ábendingum umboðsmanns. Í skýrslu umboðsmanns segir meðal annars að Covid-19 hafi reynt töluvert á þanþol grunnregla réttarríkisins. „Sú hætta virðist óneitanlega fyrir hendi að eftir langvarandi ástand, líkt og það sem skapaðist í heimsfaraldrinum, fari stjórnvöld í auknum mæli að líta á skerðingu grundvallarréttinda sem léttvægar eða jafnvel sjálfsagðan hlut með þeirri afleiðingu að réttaröryggi borgaranna skerðist til frambúðar,“ segir í skýrslunni. Þá er fjallað um innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu, sem hafi bæði kosti og galla. Hún geti mögulega skapað hættur, ekki síst fyrir þá sem ekki eru tölvulæsir eða hafa ekki aðgengi að nauðsynlegum búnaði. „Þótt kostir rafrænnar stjórnsýslu séu ótvíræðir má upptaka hennar ekki hafa það í för með sér að réttaröryggi borgarana skerðist eða faglegar kröfur séu vatnaðar út.“ Ársskýrslu umboðsmanns Alþingis má finna hér. Umboðsmaður Alþingis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Metfjöldi kvartana barst, 570, sem er 5 prósent aukning frá metárinu 2020, þegar þær voru 540. Helsta umkvörtunarefnið voru tafir á afgreiðslu máls af hálfu stjórnvalda. Þetta kemur fram í samantekt um árskýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2021. Þar segir að stjórnvöld hafi almennt brugðist vel við og farið eftir ábendingum umboðsmanns. Í skýrslu umboðsmanns segir meðal annars að Covid-19 hafi reynt töluvert á þanþol grunnregla réttarríkisins. „Sú hætta virðist óneitanlega fyrir hendi að eftir langvarandi ástand, líkt og það sem skapaðist í heimsfaraldrinum, fari stjórnvöld í auknum mæli að líta á skerðingu grundvallarréttinda sem léttvægar eða jafnvel sjálfsagðan hlut með þeirri afleiðingu að réttaröryggi borgaranna skerðist til frambúðar,“ segir í skýrslunni. Þá er fjallað um innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu, sem hafi bæði kosti og galla. Hún geti mögulega skapað hættur, ekki síst fyrir þá sem ekki eru tölvulæsir eða hafa ekki aðgengi að nauðsynlegum búnaði. „Þótt kostir rafrænnar stjórnsýslu séu ótvíræðir má upptaka hennar ekki hafa það í för með sér að réttaröryggi borgarana skerðist eða faglegar kröfur séu vatnaðar út.“ Ársskýrslu umboðsmanns Alþingis má finna hér.
Umboðsmaður Alþingis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira