Erlent

Íranar reyndu að stela dróna Banda­ríkja­hers

Bjarki Sigurðsson skrifar
Íranskt herskip við æfingar.
Íranskt herskip við æfingar. Getty/Morteza Nikoubazl

Bandaríski herinn kom í nótt í veg fyrir að íranskt skip næði að stela dróna þeirra við Arabíuflóa. Til þess að Íranarnir gáfu þeim drónann til baka þurfti að kalla út Sea Hawk-þyrlu hersins.

Dróninn sem um ræðir er ómannaður sjávardróni sem var á siglingu við Arabíuflóa. Sjóher Bandaríkjanna var á ferð nálægt drónanum og tók eftir því þegar eitt herskipa Írans, Shahid Baziar, var að draga drónann.

Dróni svipaður þeim sem Íranar reyndu að stela.Bandaríski herinn

Áhöfn bandaríska herskipsins USS Thunderbolt hafði samband við áhöfn Shahid Baziar og tilkynnti að þeir vildu fá drónann til baka. Íranar losuðu tak sitt á drónanum ekki strax og því var Sea Hawk-þyrla hersins sem var staðsett í Barein send á staðinn. Þá slepptu Íranar drónanum.

Samband Íran og Bandaríkjanna er ekki á besta stað þessa stundina en viðræður um kjarnorkusáttmála þeirra eru á afar viðkvæmu stigi að sögn CNN.

„Þetta var gróft, ástæðulaust og ekki í samræmi við hegðun sem atvinnusiglingarsveit á að sýna af sér,“ segir í yfirlýsingu frá Bandaríkjaher vegna málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×