Íslendingar verða að búa sig undir óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga Heimir Már Pétursson skrifar 30. ágúst 2022 19:20 Hér gengur sjór á land á Seltjarnarnesi. Í framtíðinni má reikna með meiri öfgum í veðri og sjógangi vegna loftslagsbreytinganna. Vísir/Vilhelm Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. Súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs er hluti þeirra loftslagsbreytinga sem nú eru að eiga sér stað. Þær gerast hraðar á íshellunum en annars staðar í heiminum. Nýjustu rannsóknir benda til að bráðnunin á Grænlandsjökli gæti leitt til þess að sjávarborð hækki um allt að tæplega 30 sentimetra fyrir næstu aldamót. Ef ekkert verður að gert benda verstu sviðsmyndir til að sjávarborð gæti hækkað um allt að tvo metra. Slík hækkun ásamt meira langvarandi óveðrum gæti haft miklar afleiðingar í för með sér á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Frá Vincennes-flóa á austanverðu Suðurskautslandinu. Jöklarnir þar þynnast nú hratt.Vísir/EPA Árni Snorrason veðurstofustjóri segir að jafnvel þótt allri losun gróðurhúsalofttegunda yrði hætt í dag telji vísindamenn margar hörmulegar afleiðingar þegar orðnar óafturkræfar. Árni Snorrason veðurstofustjóri segir Íslendinga þurfa að taka tillit til áhrifa loftlagsbreytinganna við uppbyggingu innviða enda búi Íslendingar lang flestir við sjávarsíðuna.Stöð 2/Egill „Já það er mjög sláandi. Það er náttúrlega löngu ljóst í kringum snjó og ís í fjöllum, Ölpunum og víðar, að við erum löngu komin á þann stað að það verður mjög erfitt að snúa við,“ segir Árni. Nú þegar væri gríðarlegur skortur á vatni í Evrópu og jarðvegur þurr. Snjósöfnun í Ölpunum væri með minnsta móti en bráðnunin með því mesta. „Menn horfast bara í augu við að sumarið í sumar gæti verið áþekkt og í sviðsmyndum árið 2100,“ segir veðurstofustjóri. Hækkun sjávarborðs fæli í sér miklar áskoranir hér á landi sem og annars staðar í heiminum þar sem byggileg strandsvæði væru að hverfa eins og í Bangladesh. Taka þurfi tillit til þessa við uppbyggingu innviða í Reykjavík og annars staðar á landinu. „Það þarf auðvitað að leggja fram sviðsmyndir og áhættumat. Þannig að við stýrum landnotkun og okkar innviðum til að mæta þessum áskorunum. Þannig að viðbrögð okkar kosti sem minnsta fjármuni,“ segir Árni. Unnið hafi verið að þessu með orkugeiranum í áratugi varðandi áhrif loftslagsbreytinga á vatnsbúskap, jökla og fleira. Þá hafi stjórnvöld stigið skref til uppbyggingar regluverks um aðlögun og lagt fram stefnu í hvítbók og unnið væri að aðgerðaráætlunum fyrir flest svið samfélagsins. „En það er alveg klárt mál að sjávarstöðubreytingar eru eitt lykilmálið inn í framtíðina. En það eru líka breytingar á vatnafari, af- og frárennslismálum í sveitarfélögum sem verður mikil áskorun,“ segir Árni Snorrason. Loftslagsmál Umhverfismál Efnahagsmál Tengdar fréttir „Monsúnrigning á sterum“ Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum. 30. ágúst 2022 15:56 Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. 29. ágúst 2022 10:00 Samstaða á tímum loftslagsbreytinga Eins og þið hafið eflaust oft heyrt erum við stödd á tíma mikilla loftslagsbreytinga. Þetta eru loftslagsbreytingar sem eru nú þegar byrjaðar að hafa mikil áhrif á líf fólks og munu halda áfram að gera. Til þess að koma í veg fyrir meiri skaða og takast á við verðandi afleiðingar loftslagsbreytinga er mikilvægt að við stöndum saman. 16. ágúst 2022 11:31 Lífríki í ám og sjó ógnað Loftslagbreytingar, mengun og innrásartegundir í dýraríkinu valda því að dýraríkið í vötnum og sjó hefur tekið miklum breytingum á Spáni á síðustu árum. 13. ágúst 2022 13:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Sjá meira
Súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs er hluti þeirra loftslagsbreytinga sem nú eru að eiga sér stað. Þær gerast hraðar á íshellunum en annars staðar í heiminum. Nýjustu rannsóknir benda til að bráðnunin á Grænlandsjökli gæti leitt til þess að sjávarborð hækki um allt að tæplega 30 sentimetra fyrir næstu aldamót. Ef ekkert verður að gert benda verstu sviðsmyndir til að sjávarborð gæti hækkað um allt að tvo metra. Slík hækkun ásamt meira langvarandi óveðrum gæti haft miklar afleiðingar í för með sér á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Frá Vincennes-flóa á austanverðu Suðurskautslandinu. Jöklarnir þar þynnast nú hratt.Vísir/EPA Árni Snorrason veðurstofustjóri segir að jafnvel þótt allri losun gróðurhúsalofttegunda yrði hætt í dag telji vísindamenn margar hörmulegar afleiðingar þegar orðnar óafturkræfar. Árni Snorrason veðurstofustjóri segir Íslendinga þurfa að taka tillit til áhrifa loftlagsbreytinganna við uppbyggingu innviða enda búi Íslendingar lang flestir við sjávarsíðuna.Stöð 2/Egill „Já það er mjög sláandi. Það er náttúrlega löngu ljóst í kringum snjó og ís í fjöllum, Ölpunum og víðar, að við erum löngu komin á þann stað að það verður mjög erfitt að snúa við,“ segir Árni. Nú þegar væri gríðarlegur skortur á vatni í Evrópu og jarðvegur þurr. Snjósöfnun í Ölpunum væri með minnsta móti en bráðnunin með því mesta. „Menn horfast bara í augu við að sumarið í sumar gæti verið áþekkt og í sviðsmyndum árið 2100,“ segir veðurstofustjóri. Hækkun sjávarborðs fæli í sér miklar áskoranir hér á landi sem og annars staðar í heiminum þar sem byggileg strandsvæði væru að hverfa eins og í Bangladesh. Taka þurfi tillit til þessa við uppbyggingu innviða í Reykjavík og annars staðar á landinu. „Það þarf auðvitað að leggja fram sviðsmyndir og áhættumat. Þannig að við stýrum landnotkun og okkar innviðum til að mæta þessum áskorunum. Þannig að viðbrögð okkar kosti sem minnsta fjármuni,“ segir Árni. Unnið hafi verið að þessu með orkugeiranum í áratugi varðandi áhrif loftslagsbreytinga á vatnsbúskap, jökla og fleira. Þá hafi stjórnvöld stigið skref til uppbyggingar regluverks um aðlögun og lagt fram stefnu í hvítbók og unnið væri að aðgerðaráætlunum fyrir flest svið samfélagsins. „En það er alveg klárt mál að sjávarstöðubreytingar eru eitt lykilmálið inn í framtíðina. En það eru líka breytingar á vatnafari, af- og frárennslismálum í sveitarfélögum sem verður mikil áskorun,“ segir Árni Snorrason.
Loftslagsmál Umhverfismál Efnahagsmál Tengdar fréttir „Monsúnrigning á sterum“ Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum. 30. ágúst 2022 15:56 Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. 29. ágúst 2022 10:00 Samstaða á tímum loftslagsbreytinga Eins og þið hafið eflaust oft heyrt erum við stödd á tíma mikilla loftslagsbreytinga. Þetta eru loftslagsbreytingar sem eru nú þegar byrjaðar að hafa mikil áhrif á líf fólks og munu halda áfram að gera. Til þess að koma í veg fyrir meiri skaða og takast á við verðandi afleiðingar loftslagsbreytinga er mikilvægt að við stöndum saman. 16. ágúst 2022 11:31 Lífríki í ám og sjó ógnað Loftslagbreytingar, mengun og innrásartegundir í dýraríkinu valda því að dýraríkið í vötnum og sjó hefur tekið miklum breytingum á Spáni á síðustu árum. 13. ágúst 2022 13:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Sjá meira
„Monsúnrigning á sterum“ Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum. 30. ágúst 2022 15:56
Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. 29. ágúst 2022 10:00
Samstaða á tímum loftslagsbreytinga Eins og þið hafið eflaust oft heyrt erum við stödd á tíma mikilla loftslagsbreytinga. Þetta eru loftslagsbreytingar sem eru nú þegar byrjaðar að hafa mikil áhrif á líf fólks og munu halda áfram að gera. Til þess að koma í veg fyrir meiri skaða og takast á við verðandi afleiðingar loftslagsbreytinga er mikilvægt að við stöndum saman. 16. ágúst 2022 11:31
Lífríki í ám og sjó ógnað Loftslagbreytingar, mengun og innrásartegundir í dýraríkinu valda því að dýraríkið í vötnum og sjó hefur tekið miklum breytingum á Spáni á síðustu árum. 13. ágúst 2022 13:00