Kristall Máni frá í hið minnsta sex vikur vegna axlarbrots Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2022 07:31 Kristall Máni í leik með Víkingum fyrr í sumar. Hann er nú leikmaður Rosenborg í Noregi. Vísir/Hulda Margrét Kristall Máni Ingason komst á blað í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um liðna helgi er hann skoraði tvívegis í 4-3 tapi Rosenborg gegn Tromsö. Því miður fyrir Kristal Mána þá meiddist hann í leiknum og verður frá næstu sex vikurnar hið minnsta. Hinn tvítugi Kristall Máni var í fyrsta sinn í byrjunarliði Rosenborg er liðið heimsótti Tromsö. Segja má að þessi lunkni framherji hafi nýtt tækifærið fullkomlega en hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, það síðara úr vítaspyrnu. Samkvæmt heimildum Vísis þá meiddist Kristall Máni er hann skoraði fyrra mark sitt í leiknum á 23. mínútu. Hann skorar þá af stuttu færi en þarf að hoppa yfir markvörð Tromsö og lendir á stönginni. Við höggið þá axlarbrotnaði Kristall Máni en hann fór þó ekki af velli. Nokkrum mínútum síðar skoraði hann annað mark sitt í leiknum og það var svo ekki fyrr en á 74. mínútu sem framherjinn fór af velli. Samkvæmt heimildum Vísis mun Kristall Máni ekki spila meira næstu vikurnar en um er að ræða gríðarlegt högg fyrir leikmanninn sjálfan, Rosenborg og svo U-21 árs landslið Íslands sem mætir Tékklandi í lok september í umspili um að komast á lokamót EM. Kristall Máni var mikilvægur hlekkur í tvöföldum sigri Víkings síðasta sumar og var valinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar. Hann var jafnvel betri í sumar og keypti norska stórliðið Rosenborg hann um miðjan júlí mánuð. Hann þarf nú að bíta í það súra epli að sitja á hliðarlínunni og fylgjast með félögum sínum spila næstu vikurnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Kristall skoraði tvö í fyrsta byrjunarliðsleiknum með Rosenborg Kristall Máni Ingason var í fyrsta skipti í byrjunarliði Rosenborg þegar liðið fór í heimsókn til Tromsø í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kristall skoraði tvö mörk í leiknum sem Rosenborg tapaði 4-3. 28. ágúst 2022 20:30 Kristall Máni kom inn af bekknum í dramatískum sigri Rosenborg Kristall Máni Ingason og félagar hans í Rosenborg unnu dramatískan 2-1 sigur er liðið tók á móti Ålesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 21. ágúst 2022 19:55 Rosenborg vann í frumraun Kristals Mána Kristall Máni Ingason spilaði sinn fyrsta leik fyrir Rosenborg í Noregi er liðið vann 2-1 sigur á HamKam í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. ágúst 2022 18:16 Þakkar stuðningsmönnum annarra liða fyrir að láta sig heyra það Kristall Máni Ingason lék í vikunni sinn síðasta leik fyrir Víking Reykjavík, að minnsta kosti í bili. Hann þakkaði ekki einungis stuðningsmönnum þeirra fyrir sig, heldur allra hinna liðanna í deildinni einnig. 30. júlí 2022 12:01 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Hinn tvítugi Kristall Máni var í fyrsta sinn í byrjunarliði Rosenborg er liðið heimsótti Tromsö. Segja má að þessi lunkni framherji hafi nýtt tækifærið fullkomlega en hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, það síðara úr vítaspyrnu. Samkvæmt heimildum Vísis þá meiddist Kristall Máni er hann skoraði fyrra mark sitt í leiknum á 23. mínútu. Hann skorar þá af stuttu færi en þarf að hoppa yfir markvörð Tromsö og lendir á stönginni. Við höggið þá axlarbrotnaði Kristall Máni en hann fór þó ekki af velli. Nokkrum mínútum síðar skoraði hann annað mark sitt í leiknum og það var svo ekki fyrr en á 74. mínútu sem framherjinn fór af velli. Samkvæmt heimildum Vísis mun Kristall Máni ekki spila meira næstu vikurnar en um er að ræða gríðarlegt högg fyrir leikmanninn sjálfan, Rosenborg og svo U-21 árs landslið Íslands sem mætir Tékklandi í lok september í umspili um að komast á lokamót EM. Kristall Máni var mikilvægur hlekkur í tvöföldum sigri Víkings síðasta sumar og var valinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar. Hann var jafnvel betri í sumar og keypti norska stórliðið Rosenborg hann um miðjan júlí mánuð. Hann þarf nú að bíta í það súra epli að sitja á hliðarlínunni og fylgjast með félögum sínum spila næstu vikurnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Kristall skoraði tvö í fyrsta byrjunarliðsleiknum með Rosenborg Kristall Máni Ingason var í fyrsta skipti í byrjunarliði Rosenborg þegar liðið fór í heimsókn til Tromsø í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kristall skoraði tvö mörk í leiknum sem Rosenborg tapaði 4-3. 28. ágúst 2022 20:30 Kristall Máni kom inn af bekknum í dramatískum sigri Rosenborg Kristall Máni Ingason og félagar hans í Rosenborg unnu dramatískan 2-1 sigur er liðið tók á móti Ålesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 21. ágúst 2022 19:55 Rosenborg vann í frumraun Kristals Mána Kristall Máni Ingason spilaði sinn fyrsta leik fyrir Rosenborg í Noregi er liðið vann 2-1 sigur á HamKam í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. ágúst 2022 18:16 Þakkar stuðningsmönnum annarra liða fyrir að láta sig heyra það Kristall Máni Ingason lék í vikunni sinn síðasta leik fyrir Víking Reykjavík, að minnsta kosti í bili. Hann þakkaði ekki einungis stuðningsmönnum þeirra fyrir sig, heldur allra hinna liðanna í deildinni einnig. 30. júlí 2022 12:01 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Kristall skoraði tvö í fyrsta byrjunarliðsleiknum með Rosenborg Kristall Máni Ingason var í fyrsta skipti í byrjunarliði Rosenborg þegar liðið fór í heimsókn til Tromsø í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kristall skoraði tvö mörk í leiknum sem Rosenborg tapaði 4-3. 28. ágúst 2022 20:30
Kristall Máni kom inn af bekknum í dramatískum sigri Rosenborg Kristall Máni Ingason og félagar hans í Rosenborg unnu dramatískan 2-1 sigur er liðið tók á móti Ålesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 21. ágúst 2022 19:55
Rosenborg vann í frumraun Kristals Mána Kristall Máni Ingason spilaði sinn fyrsta leik fyrir Rosenborg í Noregi er liðið vann 2-1 sigur á HamKam í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. ágúst 2022 18:16
Þakkar stuðningsmönnum annarra liða fyrir að láta sig heyra það Kristall Máni Ingason lék í vikunni sinn síðasta leik fyrir Víking Reykjavík, að minnsta kosti í bili. Hann þakkaði ekki einungis stuðningsmönnum þeirra fyrir sig, heldur allra hinna liðanna í deildinni einnig. 30. júlí 2022 12:01