„Sætasti sigur sem ég hef unnið” Árni Gísli Magnússon skrifar 28. ágúst 2022 19:45 Menn frekar súrir er flautað var til leiksloka. Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann dramatískan 3-2 sigur á KA á Akureyri í dag eftir að hafa lent 2-1 undir í síðari hálfleik. Birnir Snær Ingason skoraði sigurmark leiksins um leið og klukkan sló 90. mínútur og kveðst sjálfur aldrei hafa unnið eins sætan sigur. „Hún er sturluð, ég held að þetta sé bara sætasti sigur sem ég hef unnið. Hann var geðveikur, var þetta ekki á 90. mínútu? Þetta var geggjað.” Birnir skoraði sigurmark leiksins um leið og klukkan sló 90 mínútur þegar skot hans lak undir Jajalo í marki KA. Hvernig sá Birnir þetta gerast í rauntíma? „Ingvar fleygir honum langt, ég sé Niko (Nikolaj Hansen) fara upp í skallaboltann þannig ég tek sénsinn, fer bak við hann, vinn boltann og kem honum á Arnór Borg í breiddina og hann gerir mjög vel; köttar inn, sér mig fyrir utan teig og ég set hann í fyrsta og bara þegar ég sparkaði í boltann fann ég að hann var á leiðinni í hornið en svo fór hann í einhvern varnarmann þarna og ég sé hann bara fara svona á mitt markið sko en hann endaði undir markmanninum og það var bara ljúft sko.” Birnir Snær og Arnór Borg komu báðir inn á sem varamenn í síðari hálfleik auk þess sem Nikolaj Hansen kom inn á í hálfleik. Hver var munurinn á fyrri og seinni hálfleik? „Mér fannst þetta svona svipað, ég veit ekki hvað vantaði í fyrri hálfleik, hann var ekki alveg nógu góður. Svo lendum við náttúrulega undir í seinni, það var högg, og sterkt að ná jöfnunarmarkinu fyrr en seinna en svo bara hefði þetta getað dottið báðu megin í lokin en datt okkar megin.” „Ég held án gríns að þetta sé í fyrsta skipti sem ég kem til Akureyrar og vinn leik bara síðan í öðrum flokki sko. Það var Skúli frændi minn sem er hérna í KA sem sagði það fyrir leik að ég hafi aldrei unnið á Akureyri. Ég verð eiginlega að þakka honum fyrir sigurinn sko”, sagði Birnir léttur að lokum og gekk sigurreifur áleiðis. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
„Hún er sturluð, ég held að þetta sé bara sætasti sigur sem ég hef unnið. Hann var geðveikur, var þetta ekki á 90. mínútu? Þetta var geggjað.” Birnir skoraði sigurmark leiksins um leið og klukkan sló 90 mínútur þegar skot hans lak undir Jajalo í marki KA. Hvernig sá Birnir þetta gerast í rauntíma? „Ingvar fleygir honum langt, ég sé Niko (Nikolaj Hansen) fara upp í skallaboltann þannig ég tek sénsinn, fer bak við hann, vinn boltann og kem honum á Arnór Borg í breiddina og hann gerir mjög vel; köttar inn, sér mig fyrir utan teig og ég set hann í fyrsta og bara þegar ég sparkaði í boltann fann ég að hann var á leiðinni í hornið en svo fór hann í einhvern varnarmann þarna og ég sé hann bara fara svona á mitt markið sko en hann endaði undir markmanninum og það var bara ljúft sko.” Birnir Snær og Arnór Borg komu báðir inn á sem varamenn í síðari hálfleik auk þess sem Nikolaj Hansen kom inn á í hálfleik. Hver var munurinn á fyrri og seinni hálfleik? „Mér fannst þetta svona svipað, ég veit ekki hvað vantaði í fyrri hálfleik, hann var ekki alveg nógu góður. Svo lendum við náttúrulega undir í seinni, það var högg, og sterkt að ná jöfnunarmarkinu fyrr en seinna en svo bara hefði þetta getað dottið báðu megin í lokin en datt okkar megin.” „Ég held án gríns að þetta sé í fyrsta skipti sem ég kem til Akureyrar og vinn leik bara síðan í öðrum flokki sko. Það var Skúli frændi minn sem er hérna í KA sem sagði það fyrir leik að ég hafi aldrei unnið á Akureyri. Ég verð eiginlega að þakka honum fyrir sigurinn sko”, sagði Birnir léttur að lokum og gekk sigurreifur áleiðis.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira