Fótbolti

Íslendingalið Lyngby kastaði frá sér fyrsta sigri tímabilsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Lyngby máttu þola ótrúlegt tap í dag.
Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Lyngby máttu þola ótrúlegt tap í dag. Twitter@LyngbyBoldklub

Íslendingalið Lyngby, undir stjórn Freys Alexanderssonar, þurfti að sætta sig við ótrúlegt 2-1 tap er liðið heimsótti Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Sævar Atli Magnússon var á varamannabekk Lyngby í upphafi leiks, en hann kom inn á sem varamaður á 82. mínútu.

Kasper Poul Molgaard Jorgensen kom gestunum í Lyngby í forystu þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og það mark virtist ætla að duga til sigurs.

Staðan var enn 0-1 þegar venjulegum leiktíma lauk, en Jay-Roy Grot jafnaði metin á fyrstu mínútu uppbótartímans áður en Jeppe Gronning tryggði heimamönnum dramatískan 2-1 sigur þremur mínútum síðar.

Lyngby situr því enn á botni dönsku úrvalsdeildarinnar með tvö stig eftir sjö leiki og liðið er enn í leit að sínum fyrsta sigri. Viborg situr hins vegar í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×