Sævar Atli Magnússon var á varamannabekk Lyngby í upphafi leiks, en hann kom inn á sem varamaður á 82. mínútu.
Kasper Poul Molgaard Jorgensen kom gestunum í Lyngby í forystu þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og það mark virtist ætla að duga til sigurs.
Staðan var enn 0-1 þegar venjulegum leiktíma lauk, en Jay-Roy Grot jafnaði metin á fyrstu mínútu uppbótartímans áður en Jeppe Gronning tryggði heimamönnum dramatískan 2-1 sigur þremur mínútum síðar.
Lyngby situr því enn á botni dönsku úrvalsdeildarinnar með tvö stig eftir sjö leiki og liðið er enn í leit að sínum fyrsta sigri. Viborg situr hins vegar í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig.