„Það þýðir ekki að segja nemendum að þau megi ekki tala um málið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. ágúst 2022 12:06 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir Talskona Stígamóta segir skóla verða að bregðast rétt við kynferðisbrotamálum, svo nemendum líði ekki eins og þeir þurfi að taka málin í eigin hendur. Hún setur spurningamerki við tölvupóst sem skólameistari Fjölbrautarskólans á Suðurlandi sendi nemendum, þar sem hann bað þá að ræða ekki meint kynferðisbrot. Nemendafélag FSu hefur gagnrýnt viðbrögð skólastjórnar harðlega. Tölvupóstur sem skólameistarinn Olga Lísa Garðarsdóttir sendi nemendum er meðal þess sem nemendur eru ósáttir við, en þar er málið sagt erfitt fyrir meintan geranda jafnt sem þolanda, og nemendur beðnir að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum. Þá var tekið fram að þar sem meintur gerandi væri undir átján ára aldri ætti hann rétt á að mæta í skólann eftir helgi, eftir að hafa verið vísað úr skólanum í tvo daga. Talskona Stígamóta setur spurningamerki við margt sem kemur fram í sendingu skólameistarans til nemenda. „Í fyrsta lagi þá virðist hún hafa ofurtrú á réttarkerfinu, að réttarkerfið muni leysa úr þessu máli og dæma um sekt eða sakleysi meints geranda. En þessir krakkar verða sennilega útskrifaðir úr framhaldsskóla þegar þar að kemur,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Koma þurfi í veg fyrir brot en líka bregðast við þeim Skólinn verði því að bregðast við með einhverjum hætti í núinu. Mikilvægt sé að skólar á öllum skólastigum setji sér áætlanir í málum sem þessu. „Áætlanirnar þurfa að taka bæði til forvarna, til þess að koma í veg fyrir brot, en þær þurfa líka að vera með skýr fyrirmæli um hvernig á að bregðast við.“ Aðalmálið sé að tekið sé utan um þolendur og að innan skólanna sé fólk með skilning og þekkingu til að takast á við málin með réttum hætti. Nemendur hafa gagnrýnt að meintur gerandi fái að snúa aftur í skólann eftir helgi og bent á að þolandi eigi ekki að þurfa að eiga á hættu að mæta geranda sínum á göngum skólans. Steinunn segir það eðlilega kröfu. „Ég held að það þurfi bara að grípa til þeirra aðgerða sem eru nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi og velferð þolanda í þessu máli og að aðrir nemendur í skólanum upplifi líka öryggi við það að mæta í skólann.“ Röng viðbrögð stjórnenda geti þá leitt af sér skaðleg viðbrögð nemenda við málinu. „Það þýðir ekki að segja nemendum að þau megi ekki tala um málið og að þau eigi ekki að útskúfa. Aðalmálið er að skólastjórnendur bregðist rétt við, þannig að nemendum líði ekki eins og þau þurfi að taka málin í eigin hendur,“ segir Steinunn. Lögreglan á Suðurlandi hefur staðfest við fréttastofu að málið sé til rannsóknar, en hefur ekki viljað tjá sig um það að öðru leyti. Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Nemendafélag FSu hefur gagnrýnt viðbrögð skólastjórnar harðlega. Tölvupóstur sem skólameistarinn Olga Lísa Garðarsdóttir sendi nemendum er meðal þess sem nemendur eru ósáttir við, en þar er málið sagt erfitt fyrir meintan geranda jafnt sem þolanda, og nemendur beðnir að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum. Þá var tekið fram að þar sem meintur gerandi væri undir átján ára aldri ætti hann rétt á að mæta í skólann eftir helgi, eftir að hafa verið vísað úr skólanum í tvo daga. Talskona Stígamóta setur spurningamerki við margt sem kemur fram í sendingu skólameistarans til nemenda. „Í fyrsta lagi þá virðist hún hafa ofurtrú á réttarkerfinu, að réttarkerfið muni leysa úr þessu máli og dæma um sekt eða sakleysi meints geranda. En þessir krakkar verða sennilega útskrifaðir úr framhaldsskóla þegar þar að kemur,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Koma þurfi í veg fyrir brot en líka bregðast við þeim Skólinn verði því að bregðast við með einhverjum hætti í núinu. Mikilvægt sé að skólar á öllum skólastigum setji sér áætlanir í málum sem þessu. „Áætlanirnar þurfa að taka bæði til forvarna, til þess að koma í veg fyrir brot, en þær þurfa líka að vera með skýr fyrirmæli um hvernig á að bregðast við.“ Aðalmálið sé að tekið sé utan um þolendur og að innan skólanna sé fólk með skilning og þekkingu til að takast á við málin með réttum hætti. Nemendur hafa gagnrýnt að meintur gerandi fái að snúa aftur í skólann eftir helgi og bent á að þolandi eigi ekki að þurfa að eiga á hættu að mæta geranda sínum á göngum skólans. Steinunn segir það eðlilega kröfu. „Ég held að það þurfi bara að grípa til þeirra aðgerða sem eru nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi og velferð þolanda í þessu máli og að aðrir nemendur í skólanum upplifi líka öryggi við það að mæta í skólann.“ Röng viðbrögð stjórnenda geti þá leitt af sér skaðleg viðbrögð nemenda við málinu. „Það þýðir ekki að segja nemendum að þau megi ekki tala um málið og að þau eigi ekki að útskúfa. Aðalmálið er að skólastjórnendur bregðist rétt við, þannig að nemendum líði ekki eins og þau þurfi að taka málin í eigin hendur,“ segir Steinunn. Lögreglan á Suðurlandi hefur staðfest við fréttastofu að málið sé til rannsóknar, en hefur ekki viljað tjá sig um það að öðru leyti.
Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent