„Ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. ágúst 2022 19:12 Ásrún Aldís Hreinsdóttir og Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir eru forsvarsmenn nemendafélags FSu. Vísir/Steingrímur Dúi Forsvarsmenn nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands eru ósáttir við hvernig stjórnendur hafa tekið á meintu kynferðisbroti innan veggja skólans. Skólameistarinn hefur beðið nemendur að vanda sig í umræðum um málið. Nemandinn sem um ræðir fékk fjögurra daga brottvísun frá skólanum. Í pósti til nemenda hvatti skólameistari FSu til þess að nemendur vönduðu sig í umræðum um málið, sem væri erfitt fyrir alla sem að því kæmu. Þá voru nemendur beðnir um að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum, og minnt á að menn teldust saklausir þar til sekt þeirra væri sönnuð. Fulltrúar nemenda eru óánægðir með viðbrögð skólans. Í póstinum sem skólameistarinn, Olga Lísa Garðarsdóttir, sendi nemendum, kom einnig fram að þar sem meintur gerandi og brotaþoli væru undir átján ára aldri ættu þau bæði rétt á að mæta í skólann eftir helgina, þar sem ekki væri búið að dæma í málinu. Forsvarsmenn nemendafélagsins telja viðbrögð stjórnenda ekki góð. „Það er náttúrulega ekki ásættanlegt að nemandi geti verið rekinn fyrir það að mæta ekki í tíma, en þegar eitthvað svona kemur upp, þá er það bara fjögurra daga straff. Og okkur finnst ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum. Nei,“ segja Ásrún Aldís Hreinsdóttir og Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir, formaður og varaformaður nemendafélags FSu. Ásrún og Sirrý eru einnig óánægðar með skilaboð skólameistarans til nemenda. „Til að byrja með þá á aldrei að þagga niður svona mál. Talið um þetta á samfélagsmiðlum eins og þið viljið, því að svona mál á að ræða. Þetta á ekki að vera þaggað. -Við viljum ekki gerendameðvirkni. -Nei“ Þær gera ráð fyrir að ræða við skólastjórn um málið eftir helgi. Og hverju ætlið þið að koma á framfæri við skólastjórnendur? „Þar sem við erum nemendafélag þá verðum við að koma skoðunum nemenda á framfæri og það er augljóst hver sú skoðun er. Nemendur eru ósáttir.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur staðfest við fréttastofu að embættið sem með meint kynferðisbrot innan veggja FSu til rannsóknar, en gat ekki tjáð sig að öðru leyti. Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Framhaldsskólar Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Nemandinn sem um ræðir fékk fjögurra daga brottvísun frá skólanum. Í pósti til nemenda hvatti skólameistari FSu til þess að nemendur vönduðu sig í umræðum um málið, sem væri erfitt fyrir alla sem að því kæmu. Þá voru nemendur beðnir um að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum, og minnt á að menn teldust saklausir þar til sekt þeirra væri sönnuð. Fulltrúar nemenda eru óánægðir með viðbrögð skólans. Í póstinum sem skólameistarinn, Olga Lísa Garðarsdóttir, sendi nemendum, kom einnig fram að þar sem meintur gerandi og brotaþoli væru undir átján ára aldri ættu þau bæði rétt á að mæta í skólann eftir helgina, þar sem ekki væri búið að dæma í málinu. Forsvarsmenn nemendafélagsins telja viðbrögð stjórnenda ekki góð. „Það er náttúrulega ekki ásættanlegt að nemandi geti verið rekinn fyrir það að mæta ekki í tíma, en þegar eitthvað svona kemur upp, þá er það bara fjögurra daga straff. Og okkur finnst ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum. Nei,“ segja Ásrún Aldís Hreinsdóttir og Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir, formaður og varaformaður nemendafélags FSu. Ásrún og Sirrý eru einnig óánægðar með skilaboð skólameistarans til nemenda. „Til að byrja með þá á aldrei að þagga niður svona mál. Talið um þetta á samfélagsmiðlum eins og þið viljið, því að svona mál á að ræða. Þetta á ekki að vera þaggað. -Við viljum ekki gerendameðvirkni. -Nei“ Þær gera ráð fyrir að ræða við skólastjórn um málið eftir helgi. Og hverju ætlið þið að koma á framfæri við skólastjórnendur? „Þar sem við erum nemendafélag þá verðum við að koma skoðunum nemenda á framfæri og það er augljóst hver sú skoðun er. Nemendur eru ósáttir.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur staðfest við fréttastofu að embættið sem með meint kynferðisbrot innan veggja FSu til rannsóknar, en gat ekki tjáð sig að öðru leyti.
Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Framhaldsskólar Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira