Juventus staðfestir félagaskipti Milik Atli Arason skrifar 26. ágúst 2022 18:31 Milik mun klæðast treyju Juventus, a.m.k. þetta leiktímabil. Getty Images Arkadiusz Milik er formlega orðinn leikmaður Juventus en hann kemur til ítalska liðsins frá Marseille á lánssamningi. Juventus greiðir tvær milljónir evra fyrir lánssamninginn en hefur möguleika að kaupa leikmanninn alfarið fyrir sjö milljónir. Ásamt kaupverðinu eru árangurstengdar greiðslur upp á tvær milljónir. Félagaskiptin í heild gætu því kostað Juventus allt að 11 milljónum evra, samkvæmt ESPN. Milik var búinn að vera hjá Marseille síðan í janúar 2021 en þar áður var hann hjá Napoli í tæp fimm ár. Milik er því vel kunnugur í ítölsku úrvalsdeildinni en hann hefur leikið 93 leiki í Seríu-A og skorað í þeim 38 mörk. Hjá Marseille var hann markahæstur í öllum keppnum sem liðið tók þátt í á síðasta leiktímabili. „Framherji sem hefur framúrskarandi líkamlegan styrk og er mjög öflugur í loftinu sem gerir hann virkilega hættulegan inn í vítateignum. Milik er leikmaður með mikið markanef, tölfræði hans styður þá kenningu,“ segir í tilkynningu Juventus við komu leikmannsins. Juventus er þó ekki hætt á leikmanna markaðinum en samkvæmt félagaskipta sérfræðingnum Fabrizio Romano er Leandro Paredes, leikmaður PSG, næstur á óskalista Juventus. Arkadiusz Milik to Juventus, here we go confirmed! Full agreement on loan move [€1m fixed fee, €1m add-ons] plus €8’ buy option not mandatory. OM already accepted yesterday. 🚨⚪️⚫️ #JuventusMilik, in Turin today for medical.Next signing for Juventus: Leandro Paredes. pic.twitter.com/Xz5EA2ikrJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 25, 2022 Ítalski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Juventus greiðir tvær milljónir evra fyrir lánssamninginn en hefur möguleika að kaupa leikmanninn alfarið fyrir sjö milljónir. Ásamt kaupverðinu eru árangurstengdar greiðslur upp á tvær milljónir. Félagaskiptin í heild gætu því kostað Juventus allt að 11 milljónum evra, samkvæmt ESPN. Milik var búinn að vera hjá Marseille síðan í janúar 2021 en þar áður var hann hjá Napoli í tæp fimm ár. Milik er því vel kunnugur í ítölsku úrvalsdeildinni en hann hefur leikið 93 leiki í Seríu-A og skorað í þeim 38 mörk. Hjá Marseille var hann markahæstur í öllum keppnum sem liðið tók þátt í á síðasta leiktímabili. „Framherji sem hefur framúrskarandi líkamlegan styrk og er mjög öflugur í loftinu sem gerir hann virkilega hættulegan inn í vítateignum. Milik er leikmaður með mikið markanef, tölfræði hans styður þá kenningu,“ segir í tilkynningu Juventus við komu leikmannsins. Juventus er þó ekki hætt á leikmanna markaðinum en samkvæmt félagaskipta sérfræðingnum Fabrizio Romano er Leandro Paredes, leikmaður PSG, næstur á óskalista Juventus. Arkadiusz Milik to Juventus, here we go confirmed! Full agreement on loan move [€1m fixed fee, €1m add-ons] plus €8’ buy option not mandatory. OM already accepted yesterday. 🚨⚪️⚫️ #JuventusMilik, in Turin today for medical.Next signing for Juventus: Leandro Paredes. pic.twitter.com/Xz5EA2ikrJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 25, 2022
Ítalski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira