Erlent

Moderna lögsækir Pfizer

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Stéphane Bancel, forstjóri Moderna, segir fyrirtækið hafa höfða lögsóknir til að vernda nýsköpun sína.
Stéphane Bancel, forstjóri Moderna, segir fyrirtækið hafa höfða lögsóknir til að vernda nýsköpun sína. Samsett/Getty

Bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna ætlar að lögsækja lyfjarisann Pfizer og BioNTech, þýska samstarfsaðila hans, fyrir brot á einkaleyfisrétti við þróun fyrsta bóluefnisins við Covid-19.

Moderna vill meina að mRNA-tækninni sem fyrirtækið þróaði fyrir Covid-faraldurinn hafi verið stolið. Stefna þess efnis var lögð fram í Þýskalandi og Massachussetts í Bandaríkjunum.

Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir Moderna að Pfizer/BioNTech hafi stolið tveimur gerðum hugverka. Annað þeirra fól í sér mRNA-byggingar sem Moderna segir að vísindamenn fyrirtækisins hafi byrjað að þróa árið 2010 og voru fyrstir til að sannreyna árið 2015 í prófunum á mönnum.

„Við erum að höfða þessar málsóknir til að vernda nýsköpun mRNA-tækninnar sem við vorum brautryðjendur að, eyddum milljörðum Bandaríkjadala í að skapa og fengum einkaleyfi á á áratugnum fyrir Covid-19-faraldurinn,“ sagði Stéphane Bancel, forstjóri Moderna í yfirlýsingu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×