Sá sem neitaði að taka á sig launalækkun til að halda Messi orðinn liðsfélagi Þóris Jóhanns Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2022 12:30 Samuel Umtiti er loks laus úr prísundinni í Katalóníu. Pedro Salado/Getty Images Samuel Umtiti er genginn í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Lecce á láni frá Barcelona. Þessi franski varnarmaður hefur ekki átt sjö dagana sæla í Katalóníu en hann er talinn hafa neitað að lækka laun sín til að Börsungar gætu haldið goðsögninni Lionel Messi hjá félaginu. Hinn 28 ára gamli Umtiti hefur lítið spilað undanfarin misseri og raunar ár vegna meiðsla. Á síðustu leiktíð lék hann aðeins einn leik og tímabilið þar áður kom hann við sögu í aðeins 16 leikjum. Alls hefur hann leikið 917 mínútur á síðustu tveimur leiktíðum. Þá var það ekki að hjálpa honum að er Barcelona leitaði allra ráða til að semja við Lionel Messi upp á nýtt að Umtiti neitaði að lækka laun sín. Ýmsir leikmenn liðsins samþykktu að lækka tímabundið í launum en sá franski hafði lítinn húmor fyrir því. Mögulega var það ekki svo vitlaus ákvörðun eftir allt saman þar sem hollenski miðjmaðurinn Frenkie de Jong stendur nú í stappi við félagið þar sem hann á inni tæplega þrjá milljarða íslenskra króna en Barcelona neitar að greiða honum. Umtiti hefur loks fundið sér nýtt lið en Lecce, lið Þóris Jóhanns Helgasonar, greiðir Barcelona tvær milljónir evra til að fá varnarmanninn á láni út leiktíðina. Nýliðarnir hafa tapað fyrstu tveimu leikjum sínum í Serie A og þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. #Welcome Samuel #Umtitihttps://t.co/bdo6lUoUCw pic.twitter.com/OVqLIJEOgr— U.S. Lecce (@OfficialUSLecce) August 25, 2022 Forráðamenn Lecce vonast til að tíð meiðsli Umtiti séu að baki en frá árunum 2016 til 2022 lék hann aðeins 133 leiki fyrir Barcelona. Á þeim tíma varð hann Spánarmeistari tvívegis og spænskur Konungsbikarmeistari þrívegis. Þórir Jóhann Helgason er leikmaður Lecce.Gabriele Maltinti/Getty Images Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Umtiti hefur lítið spilað undanfarin misseri og raunar ár vegna meiðsla. Á síðustu leiktíð lék hann aðeins einn leik og tímabilið þar áður kom hann við sögu í aðeins 16 leikjum. Alls hefur hann leikið 917 mínútur á síðustu tveimur leiktíðum. Þá var það ekki að hjálpa honum að er Barcelona leitaði allra ráða til að semja við Lionel Messi upp á nýtt að Umtiti neitaði að lækka laun sín. Ýmsir leikmenn liðsins samþykktu að lækka tímabundið í launum en sá franski hafði lítinn húmor fyrir því. Mögulega var það ekki svo vitlaus ákvörðun eftir allt saman þar sem hollenski miðjmaðurinn Frenkie de Jong stendur nú í stappi við félagið þar sem hann á inni tæplega þrjá milljarða íslenskra króna en Barcelona neitar að greiða honum. Umtiti hefur loks fundið sér nýtt lið en Lecce, lið Þóris Jóhanns Helgasonar, greiðir Barcelona tvær milljónir evra til að fá varnarmanninn á láni út leiktíðina. Nýliðarnir hafa tapað fyrstu tveimu leikjum sínum í Serie A og þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. #Welcome Samuel #Umtitihttps://t.co/bdo6lUoUCw pic.twitter.com/OVqLIJEOgr— U.S. Lecce (@OfficialUSLecce) August 25, 2022 Forráðamenn Lecce vonast til að tíð meiðsli Umtiti séu að baki en frá árunum 2016 til 2022 lék hann aðeins 133 leiki fyrir Barcelona. Á þeim tíma varð hann Spánarmeistari tvívegis og spænskur Konungsbikarmeistari þrívegis. Þórir Jóhann Helgason er leikmaður Lecce.Gabriele Maltinti/Getty Images
Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Sjá meira