Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 25. ágúst 2022 09:32 Jón Baldvin vilji „fyrirbyggja misskilning.“ Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. Í gær greindi Fréttablaðið frá því að stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ætlað að sleppa því að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni á hátíðarsamkomu í tilefni þess að rúmlega þrjátíu ár séu síðan Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. Forsetaembættið hafnaði þessum ásökunum og sagði í yfirlýsingu Jón Baldvin hafa fengið boð „sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands.“ Öll boð hafi verið send út á mánudegi fyrir viðburð sem halda átti á föstudegi. Í samtali við Fréttablaðið sagði Sighvatur Björnsson að Jón Baldvin hafi ekki fengið boð á viðburðinn en hafi svo borist slíkt fjórum dögum fyrir viðburðinn. Um þetta segir Jón Baldvin boðið hafa borist sér svo seint að hann hafi ekki geta þegið það þar sem hann sé staddur erlendis. „Skýringin á fjarveru minni er einföld og auðskilin. Hvergi í dagskrá heimsóknarinnar er gert ráð fyrir nærveru fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. Ekki einu sinni í Höfða, þar sem upphafið að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurheimtu sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, átti sér stað, að frumkvæði hans,“ segir Jón Baldvin í yfirlýsingu. Eistland Lettland Litháen Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Í gær greindi Fréttablaðið frá því að stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ætlað að sleppa því að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni á hátíðarsamkomu í tilefni þess að rúmlega þrjátíu ár séu síðan Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. Forsetaembættið hafnaði þessum ásökunum og sagði í yfirlýsingu Jón Baldvin hafa fengið boð „sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands.“ Öll boð hafi verið send út á mánudegi fyrir viðburð sem halda átti á föstudegi. Í samtali við Fréttablaðið sagði Sighvatur Björnsson að Jón Baldvin hafi ekki fengið boð á viðburðinn en hafi svo borist slíkt fjórum dögum fyrir viðburðinn. Um þetta segir Jón Baldvin boðið hafa borist sér svo seint að hann hafi ekki geta þegið það þar sem hann sé staddur erlendis. „Skýringin á fjarveru minni er einföld og auðskilin. Hvergi í dagskrá heimsóknarinnar er gert ráð fyrir nærveru fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. Ekki einu sinni í Höfða, þar sem upphafið að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurheimtu sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, átti sér stað, að frumkvæði hans,“ segir Jón Baldvin í yfirlýsingu.
Eistland Lettland Litháen Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira