Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2022 09:30 Skrifstofa forseta Íslands gagnrýnir vinnubrögð Fréttablaðsins í yfirlýsingu í morgun. Vísir/Vilhelm Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta Íslands þar sem forsíðufrétt Fréttablaðsins er svarað og vinnubrögð blaðsins gagnrýnd. Í fréttinni segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ætlað sér að hundsa Jón Baldvin vegna viðburðarins. Í yfirlýsingunni segir að á boðslista viðburðarins hafi verið, auk sendinefnda Eystrasaltsríkjanna, ráðherrar ríkisstjórna Íslands á árunum 1988 til 1991 og 1991 til 1995, og fyrrverandi sendiherrar og ræðismenn frá þessum árum. Fékk boð sama dag og aðrir „Fyrrverandi utanríkisráðherra fékk boð sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands,“ segir í yfirlýsingunni. Í frétt Fréttablaðsins var haft eftir Sighvati Björgvinssyni, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og samflokksmanni Jóns Baldvins, að hann hafi gert athugasemd hjá forsetaembættinu vegna þess að Jón Baldvin hefði ekki fengið boð á viðburðinn. Sagði Sighvatur að Jón Baldvin hefði svo fengið boðsbréf í tölvupósti á viðburðinn, aðeins fjórum dögum fyrir hann. Jón Baldvin sagðist þó í samtali við blaðið ekki geta sótt viðburðinn enda haldi hann til á Spáni og fyrirvarinn of stuttur til að geta þegið boðið. Hafi áður fengið boð Í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta segir ennfremur að einnig megi taka fram að þegar aldarfjórðungur hafi verið liðinn frá endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltslandanna árið 2016 hafi forseti boðið Jóni Baldvin Hannibalssyni til viðburðar á Bessastöðum í tilefni þeirra merku tímamóta. „Óhætt er að fullyrða að enginn annar Íslendingur en núverandi forseti (fyrir utan Jón sjálfan) hefur vakið eins oft og vel athygli á atbeina hans örlagaárið 1991 þegar íslensk stjórnvöld studdu dyggilega við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna,“ segir í yfirlýsingunni. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands notast embættið við rafrænt boðskortakerfi og hafi boðin á viðburðinn á föstudaginn öll verið send út á mánudaginn. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Eistland Lettland Litháen Háskólar Tengdar fréttir Segir að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað sér að bjóða Jóni Baldvin á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem fyrirhuguð er síðar í vikunni. Forsetar ríkjanna þriggja munu allir mæta á samkomuna. 24. ágúst 2022 07:20 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta Íslands þar sem forsíðufrétt Fréttablaðsins er svarað og vinnubrögð blaðsins gagnrýnd. Í fréttinni segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ætlað sér að hundsa Jón Baldvin vegna viðburðarins. Í yfirlýsingunni segir að á boðslista viðburðarins hafi verið, auk sendinefnda Eystrasaltsríkjanna, ráðherrar ríkisstjórna Íslands á árunum 1988 til 1991 og 1991 til 1995, og fyrrverandi sendiherrar og ræðismenn frá þessum árum. Fékk boð sama dag og aðrir „Fyrrverandi utanríkisráðherra fékk boð sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands,“ segir í yfirlýsingunni. Í frétt Fréttablaðsins var haft eftir Sighvati Björgvinssyni, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og samflokksmanni Jóns Baldvins, að hann hafi gert athugasemd hjá forsetaembættinu vegna þess að Jón Baldvin hefði ekki fengið boð á viðburðinn. Sagði Sighvatur að Jón Baldvin hefði svo fengið boðsbréf í tölvupósti á viðburðinn, aðeins fjórum dögum fyrir hann. Jón Baldvin sagðist þó í samtali við blaðið ekki geta sótt viðburðinn enda haldi hann til á Spáni og fyrirvarinn of stuttur til að geta þegið boðið. Hafi áður fengið boð Í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta segir ennfremur að einnig megi taka fram að þegar aldarfjórðungur hafi verið liðinn frá endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltslandanna árið 2016 hafi forseti boðið Jóni Baldvin Hannibalssyni til viðburðar á Bessastöðum í tilefni þeirra merku tímamóta. „Óhætt er að fullyrða að enginn annar Íslendingur en núverandi forseti (fyrir utan Jón sjálfan) hefur vakið eins oft og vel athygli á atbeina hans örlagaárið 1991 þegar íslensk stjórnvöld studdu dyggilega við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna,“ segir í yfirlýsingunni. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands notast embættið við rafrænt boðskortakerfi og hafi boðin á viðburðinn á föstudaginn öll verið send út á mánudaginn.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Eistland Lettland Litháen Háskólar Tengdar fréttir Segir að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað sér að bjóða Jóni Baldvin á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem fyrirhuguð er síðar í vikunni. Forsetar ríkjanna þriggja munu allir mæta á samkomuna. 24. ágúst 2022 07:20 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Segir að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað sér að bjóða Jóni Baldvin á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem fyrirhuguð er síðar í vikunni. Forsetar ríkjanna þriggja munu allir mæta á samkomuna. 24. ágúst 2022 07:20