Hvaða stórlið lenda saman í dag í Meistaradeild Evrópu? Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 07:30 Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson spilar með FCK í Meistaradeild Evrópu í haust. Getty/Lars Ronbog Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hefst innan tveggja vikna og klukkan 16 í dag verður dregið um það hvaða lið lenda saman í riðli. Ljóst er að Íslendinganna í FC Kaupmannahöfn bíður erfitt verkefni. Eftir leiki gærkvöldsins í umspili er nú endanlega ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir líta út fyrir dráttinn í dag. Dregið verður í átta riðla og geta lið úr sama styrkleikaflokki ekki dregist saman, né heldur lið frá sama landi. Þannig getur til að mynda Liverpoo, sem er í 2. styrkleikaflokki, hvorki dregist í riðil með Manchester City úr efsta flokki né gegn Chelsea eða Liverpool úr 2. flokki. Í efsta styrkleikaflokki eru liðin sem unnu Meistaradeildina og Evrópudeildina á síðustu leiktíð, og svo sex landsmeistarar úr sterkustu deildum Evrópu. Liðunum er svo raðað í flokka þar á eftir út frá stöðu á styrkleikalista UEFA. Svona líta styrkleikaflokkarnir út: Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu 2022-23.Twitter/@433 FCK, með þá Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Orra Stein Óskarsson í sínum röðum, er í neðsta flokki og mun því aðeins dragast gegn liðum úr sterkari flokkum. FCK komst í riðlakeppnina með því að slá út Trabzonspor í gærkvöld. Kæmpe tak for opbakningen!! F**king vildt #ucl #fcklive #copenhagen pic.twitter.com/g16E94MIkP— F.C. København (@FCKobenhavn) August 24, 2022 Eitt annað Íslendingalið er í keppninni því Ajax er í efsta flokki og er ekki útilokað að hinn 18 ára gamli Kristian Nökkvi Hlynsson fái jafnvel að koma við sögu í Meistaradeildinni í vetur. Dregið verður í riðla í Istanbúl í dag og hefst bein útsending frá drættinum klukkan 16 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Eftir leiki gærkvöldsins í umspili er nú endanlega ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir líta út fyrir dráttinn í dag. Dregið verður í átta riðla og geta lið úr sama styrkleikaflokki ekki dregist saman, né heldur lið frá sama landi. Þannig getur til að mynda Liverpoo, sem er í 2. styrkleikaflokki, hvorki dregist í riðil með Manchester City úr efsta flokki né gegn Chelsea eða Liverpool úr 2. flokki. Í efsta styrkleikaflokki eru liðin sem unnu Meistaradeildina og Evrópudeildina á síðustu leiktíð, og svo sex landsmeistarar úr sterkustu deildum Evrópu. Liðunum er svo raðað í flokka þar á eftir út frá stöðu á styrkleikalista UEFA. Svona líta styrkleikaflokkarnir út: Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu 2022-23.Twitter/@433 FCK, með þá Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Orra Stein Óskarsson í sínum röðum, er í neðsta flokki og mun því aðeins dragast gegn liðum úr sterkari flokkum. FCK komst í riðlakeppnina með því að slá út Trabzonspor í gærkvöld. Kæmpe tak for opbakningen!! F**king vildt #ucl #fcklive #copenhagen pic.twitter.com/g16E94MIkP— F.C. København (@FCKobenhavn) August 24, 2022 Eitt annað Íslendingalið er í keppninni því Ajax er í efsta flokki og er ekki útilokað að hinn 18 ára gamli Kristian Nökkvi Hlynsson fái jafnvel að koma við sögu í Meistaradeildinni í vetur. Dregið verður í riðla í Istanbúl í dag og hefst bein útsending frá drættinum klukkan 16 á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira