„Þessi blessaða miðja er náttúrulega bara sorp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2022 15:30 Weston McKennie fékk ekki háa einkunn fyrir sína frammistöðu í gærkvöld. Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images „Juventus bara heilluðu ekkert í öðrum leik tímabilsins,“ segir Árni Þórður Randversson í hlaðvarpinu Punktur og basta. Farið var yfir aðra umferðina ítölsku úrvalsdeildarinnar í þætti dagsins. 2. umferð Seríu A lauk í gær með tveimur leikjum. Roma vann þar 1-0 sigur á Cremonese og þá var Juventus ósannfærandi er það gerði markalaust jafntefli við Sampdoria á útivelli. Sampdoria hafa oft verið betur mannaðir og komu úrslitin því á óvart eftir sannfærandi 3-0 sigur Juventus á Sassuolo í fyrstu umferð, en liðið var þó án Ángel Di María sem fór mikinn í fyrsta leik. Juventus var til umræðu í hlaðvarpinu Punktur og basta sem fjallar um ítalska boltann. Þar var miðja liðsins sérstaklega gagnrýnd fyrir frammistöðuna gegn Sampdoria í gærkvöld. „Þetta er bara sama miðja og í fyrra,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Weston McKennie var þarna fremstur á miðjunni á bakvið Vlahovic og gaf honum engan stuðning,“ „Þessi blessaða miðja er náttúrulega bara sorp, á miðað við að þetta er Juventus, það er bara þannig. Rabiot, Locatelli og McKennie. Eini gæjinn sem gat búið eitthvað til var Kostic en hann er náttúrulega bara að koma sér inn í þetta, þetta var annar leikurinn hans og hann kom bara rétt fyrir fyrsta leikinn,“ segir Árni Þórður. Alltaf byrjar McKennie Eðli málsins samkvæmt gekk illa hjá Juventus að byggja upp sóknir þar sem miðjumenn liðsins voru úr takti. „Það var enginn að tengja einhvern veginn, bæði út frá miðjunni og á köntunum. Þetta var sjokkerandi hjá Juventus,“ segir Þorgeir. Björn Már Ólafsson tók undir og bendir á að Juventus hafi ekkert fundið framherjann Dusan Vlahovic í fyrri hálfleik leiksins. „Já, var ekki talað um að Vlahovic hafi átt þrjár snertingar í fyrri hálfleik? Og þar af var eitt upphafsspark leiksins. Hann var mjög sýnilega ósáttur og var að láta menn heyra það hægri, vinstri,“ segir Björn Már. Það er þá ofar skilningi Björns hvað Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie, sem kom til Juventus frá Schalke síðasta sumar, fái marga sénsa í liðinu. „Enn einn leikurinn og enn eitt tímabilið sem Weston McKennie byrjar. Það er einhvern veginn alveg sama hvað þeir selja marga leikmenn eða kaupa, að jafnvel ef þeir selja McKennie myndi hann samt einhvern veginn byrja hjá þeim. Hann byrjar alltaf, en mér finnst þetta ekki alveg nógu solid og þeir virðast vera að bíða eftir þessum eina sóknarmanni í viðbót. Það vantaði ekkert gríðarmikið upp á en það að missa Di María var erfitt fyrir þá,“ segir Björn Már. Fleira kom fram í umræðunni um þá svarthvítu auk þess sem allir leikir umferðarinnar í ítalska boltanum voru krufðir til mergjar. Þáttinn má nálgast í spilaranum að ofan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Ítalski boltinn heldur áfram um næstu helgi og að venju verða allir leikirnir í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Tveir stórleikir verða á dagskrá þar sem Lazio mætir Inter á laugardagskvöld og þá mætast Juventus og Roma á sunnudagseftirmiðdag. Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
2. umferð Seríu A lauk í gær með tveimur leikjum. Roma vann þar 1-0 sigur á Cremonese og þá var Juventus ósannfærandi er það gerði markalaust jafntefli við Sampdoria á útivelli. Sampdoria hafa oft verið betur mannaðir og komu úrslitin því á óvart eftir sannfærandi 3-0 sigur Juventus á Sassuolo í fyrstu umferð, en liðið var þó án Ángel Di María sem fór mikinn í fyrsta leik. Juventus var til umræðu í hlaðvarpinu Punktur og basta sem fjallar um ítalska boltann. Þar var miðja liðsins sérstaklega gagnrýnd fyrir frammistöðuna gegn Sampdoria í gærkvöld. „Þetta er bara sama miðja og í fyrra,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Weston McKennie var þarna fremstur á miðjunni á bakvið Vlahovic og gaf honum engan stuðning,“ „Þessi blessaða miðja er náttúrulega bara sorp, á miðað við að þetta er Juventus, það er bara þannig. Rabiot, Locatelli og McKennie. Eini gæjinn sem gat búið eitthvað til var Kostic en hann er náttúrulega bara að koma sér inn í þetta, þetta var annar leikurinn hans og hann kom bara rétt fyrir fyrsta leikinn,“ segir Árni Þórður. Alltaf byrjar McKennie Eðli málsins samkvæmt gekk illa hjá Juventus að byggja upp sóknir þar sem miðjumenn liðsins voru úr takti. „Það var enginn að tengja einhvern veginn, bæði út frá miðjunni og á köntunum. Þetta var sjokkerandi hjá Juventus,“ segir Þorgeir. Björn Már Ólafsson tók undir og bendir á að Juventus hafi ekkert fundið framherjann Dusan Vlahovic í fyrri hálfleik leiksins. „Já, var ekki talað um að Vlahovic hafi átt þrjár snertingar í fyrri hálfleik? Og þar af var eitt upphafsspark leiksins. Hann var mjög sýnilega ósáttur og var að láta menn heyra það hægri, vinstri,“ segir Björn Már. Það er þá ofar skilningi Björns hvað Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie, sem kom til Juventus frá Schalke síðasta sumar, fái marga sénsa í liðinu. „Enn einn leikurinn og enn eitt tímabilið sem Weston McKennie byrjar. Það er einhvern veginn alveg sama hvað þeir selja marga leikmenn eða kaupa, að jafnvel ef þeir selja McKennie myndi hann samt einhvern veginn byrja hjá þeim. Hann byrjar alltaf, en mér finnst þetta ekki alveg nógu solid og þeir virðast vera að bíða eftir þessum eina sóknarmanni í viðbót. Það vantaði ekkert gríðarmikið upp á en það að missa Di María var erfitt fyrir þá,“ segir Björn Már. Fleira kom fram í umræðunni um þá svarthvítu auk þess sem allir leikir umferðarinnar í ítalska boltanum voru krufðir til mergjar. Þáttinn má nálgast í spilaranum að ofan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Ítalski boltinn heldur áfram um næstu helgi og að venju verða allir leikirnir í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Tveir stórleikir verða á dagskrá þar sem Lazio mætir Inter á laugardagskvöld og þá mætast Juventus og Roma á sunnudagseftirmiðdag.
Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira