Arnar Bergmann: „Leggjum pælingar um toppbaráttu tímabundið til hliðar" Hjörvar Ólafsson skrifar 22. ágúst 2022 23:00 Arnar Bergmann Gunnlaugsson var sáttur við lærisveina sína. Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að hafa misst niður tveggja marka forystu í rimmu sinni við Val í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld var Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sáttur við frammistöðu leikmanna sína í leiknum. „Ég er bara virkilega stoltur af strákunum sem lögðu líf og sál í þennan leik. Valsmenn gerðu okkur mjög erfitt fyrir og þeir voru góðir í þessum leik, sérstaklega í seinni hálfleik. Valsmenn voru kannski sterkari aðilinn heilt yfir í leiknum. Bæði lið fengu fín færi utan mörkin en mér fannst við fá fleiri dauðafæri," sagði Arnar Bergmann eftir leikinn. „Við vorum bæði með lúnar lappir inni á vellinum og leikmenn sem voru að spila út úr stöðum vegna meiðsla. Í ljósi þess er ég bara sáttur við spilamennskuna og niðurstöðuna. Þeir náðu að ógna okkur með löngum sendingum bakvið vörnina okkar og það kannski sást að við vorum ekki með okkar hefðbundnu varnarlínu. Ég bjóst við opnum leik og það varð raunin," sagði þjálfarinn enn fremur. „Nú þurfum við að nota næstu sex daga vel til þess að ná góðri endurheimt og það er kærkomið að það sé svona langt í næsta leik. Ég býst við að fá Karl Friðleif og Loga inn í næsta leik og það var mikilvægt að Niko Hansen hafi fengið mínútur í þessum leik," sagði hann um framhaldið um Víkingur mætir KA í toppslag norðan heima á sunnudaginn næsta. „Nú þurfum við ná að núllstilla okkur aðeins og leggja vangaveltur um toppbaráttuna tímabundið til hliðar. Það er bara gamla góða klisjan að taka einn leik fyrir í einu. Mér finnst mikilvægt að við náum að stilla spennutstigið aðeins af og slaka aðeins á," sagði Arnar um komandi verkefni. Víkingur er nú 10 stigum á eftir Breiðabliki sem situr á toppi deildarinnar. Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
„Ég er bara virkilega stoltur af strákunum sem lögðu líf og sál í þennan leik. Valsmenn gerðu okkur mjög erfitt fyrir og þeir voru góðir í þessum leik, sérstaklega í seinni hálfleik. Valsmenn voru kannski sterkari aðilinn heilt yfir í leiknum. Bæði lið fengu fín færi utan mörkin en mér fannst við fá fleiri dauðafæri," sagði Arnar Bergmann eftir leikinn. „Við vorum bæði með lúnar lappir inni á vellinum og leikmenn sem voru að spila út úr stöðum vegna meiðsla. Í ljósi þess er ég bara sáttur við spilamennskuna og niðurstöðuna. Þeir náðu að ógna okkur með löngum sendingum bakvið vörnina okkar og það kannski sást að við vorum ekki með okkar hefðbundnu varnarlínu. Ég bjóst við opnum leik og það varð raunin," sagði þjálfarinn enn fremur. „Nú þurfum við að nota næstu sex daga vel til þess að ná góðri endurheimt og það er kærkomið að það sé svona langt í næsta leik. Ég býst við að fá Karl Friðleif og Loga inn í næsta leik og það var mikilvægt að Niko Hansen hafi fengið mínútur í þessum leik," sagði hann um framhaldið um Víkingur mætir KA í toppslag norðan heima á sunnudaginn næsta. „Nú þurfum við ná að núllstilla okkur aðeins og leggja vangaveltur um toppbaráttuna tímabundið til hliðar. Það er bara gamla góða klisjan að taka einn leik fyrir í einu. Mér finnst mikilvægt að við náum að stilla spennutstigið aðeins af og slaka aðeins á," sagði Arnar um komandi verkefni. Víkingur er nú 10 stigum á eftir Breiðabliki sem situr á toppi deildarinnar.
Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira