Sjáðu mörkin: Arnór skoraði skrautlegu tapi Norrköping Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 17:32 Arnór Sigurðsson skoraði sárabótamark. Getty/Juan Manuel Serrano Arce Íslendingalið Norrköping tapaði 4-2 á heimavelli fyrir AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Norrköping var manni fleiri lungann úr leiknum en þrjú mörk voru skoruð í uppbótartíma. Nafnarnir Arnór Ingvi Traustason og Arnór Sigurðsson byrjuðu báðir á miðju Norrköping í dag. Ari Freyr Skúlason var fjarri góðu gamni og þá var Andri Lucas Guðjohnsen á bekk liðsins. Yasin Abbas Ayari kom AIK yfir á 13. mínútu leiksins og Nicolas Stefanelli tvöfaldaði forystuna á 36. mínútu eftir stoðsendingu frá Nabil Bahoui. Bahoui skoraði svo sjálfur þriðja markið aðeins tveimur mínútum síðar. Arnór Sigurðsson reducerar till 1-3 för IFK Norrköping! pic.twitter.com/mCuBTmdRzJ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 21, 2022 Þremur mínútum eftir þriðja markið, á 41. mínútu fékk Vincent Thill, leikmaður AIK, beint rautt spjald. Norrköping lék því manni fleiri það sem eftir lifði leiks. Andri Lucas kom inn af bekknum á 57. mínútu en Arnóri Ingva var skipt af velli á 69. mínútu leiksins. Norrköping sótti í sig veðrið í seinni hálfleik en það tók liðið óratíma að nýta sér liðsmuninn. IFK Norrköping reducerar igen! 2-3 Maic Sema! pic.twitter.com/jP958bMvW4— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 21, 2022 Arnór Sigurðsson minnkaði muninn fyrir Norrköping á 91. mínútu og lagði upp annað mark fyrir Maic Sema á 96. mínútu. Liðið henti fullmörgum leikmönnum fram í hornspyrnu í restina, þar á meðal markverðinum, og refsaðist fyrir það er Erick Otieno gerði út um leikinn á áttundu mínútu uppbótartíma. Leiknum lauk 4-2 og Norrköping er með 20 stig í 11. sæti deildarinnar. AIK er með 35 stig í 4. sæti, þremur frá toppliðum Djurgården og Häcken. 4-2 till AIK! Erick Otieno springer in bollen i det tomma Norrköpingsmålet! pic.twitter.com/LvsWHATqEF— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 21, 2022 Jafnt hjá Elfsborg Bróðir Andra Lucasar, Sveinn Aron Guðjohnsen kom einnig af bekknum er lið hans Elfsborg gerði 1-1 jafntefli við Vaernamo á útivelli. Marcus Andersson kom Vaernamo yfir á 2. mínútu leiksins en sjálfsmark leikmanns Vaernamo á 51. mínútu jafnaði leikinn fyrir Elfsborg. Hákon Rafn Valdimarsson lék allan leikinn milli stanganna hjá Elfsborg en Sveinn kom inn af bekknum á 70. mínútu. Sænski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Nafnarnir Arnór Ingvi Traustason og Arnór Sigurðsson byrjuðu báðir á miðju Norrköping í dag. Ari Freyr Skúlason var fjarri góðu gamni og þá var Andri Lucas Guðjohnsen á bekk liðsins. Yasin Abbas Ayari kom AIK yfir á 13. mínútu leiksins og Nicolas Stefanelli tvöfaldaði forystuna á 36. mínútu eftir stoðsendingu frá Nabil Bahoui. Bahoui skoraði svo sjálfur þriðja markið aðeins tveimur mínútum síðar. Arnór Sigurðsson reducerar till 1-3 för IFK Norrköping! pic.twitter.com/mCuBTmdRzJ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 21, 2022 Þremur mínútum eftir þriðja markið, á 41. mínútu fékk Vincent Thill, leikmaður AIK, beint rautt spjald. Norrköping lék því manni fleiri það sem eftir lifði leiks. Andri Lucas kom inn af bekknum á 57. mínútu en Arnóri Ingva var skipt af velli á 69. mínútu leiksins. Norrköping sótti í sig veðrið í seinni hálfleik en það tók liðið óratíma að nýta sér liðsmuninn. IFK Norrköping reducerar igen! 2-3 Maic Sema! pic.twitter.com/jP958bMvW4— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 21, 2022 Arnór Sigurðsson minnkaði muninn fyrir Norrköping á 91. mínútu og lagði upp annað mark fyrir Maic Sema á 96. mínútu. Liðið henti fullmörgum leikmönnum fram í hornspyrnu í restina, þar á meðal markverðinum, og refsaðist fyrir það er Erick Otieno gerði út um leikinn á áttundu mínútu uppbótartíma. Leiknum lauk 4-2 og Norrköping er með 20 stig í 11. sæti deildarinnar. AIK er með 35 stig í 4. sæti, þremur frá toppliðum Djurgården og Häcken. 4-2 till AIK! Erick Otieno springer in bollen i det tomma Norrköpingsmålet! pic.twitter.com/LvsWHATqEF— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 21, 2022 Jafnt hjá Elfsborg Bróðir Andra Lucasar, Sveinn Aron Guðjohnsen kom einnig af bekknum er lið hans Elfsborg gerði 1-1 jafntefli við Vaernamo á útivelli. Marcus Andersson kom Vaernamo yfir á 2. mínútu leiksins en sjálfsmark leikmanns Vaernamo á 51. mínútu jafnaði leikinn fyrir Elfsborg. Hákon Rafn Valdimarsson lék allan leikinn milli stanganna hjá Elfsborg en Sveinn kom inn af bekknum á 70. mínútu.
Sænski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira