Helena Ósk í stuði er Blikakonur unnu þær tékknesku | Fer Valur í umspil? Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 10:56 Byrjunarlið Breiðabliks í sigrinum á Slovacko. Twitter/Blikar.is Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði öll þrjú mörk Breiðabliks sem vann 3-0 sigur á Slovacko frá Tékklandi í Þrándheimi í Noregi í morgun. Um er að ræða síðari leik Kópavogsliðsins í Meistaradeild Evrópu þetta árið. Tap fyrir Rosenborg í miðri viku gerði út um vonir Kópavogskvenna um áframhald í keppninni. Blikakonur taka þátt í fyrsta stigi í forkeppni Meistaradeildarinnar en þar eru fjögur lið dregin saman, þau spila til undanúrslita og úrslita, og aðeins eitt lið af fjórum kemst áfram. Þar sem Breiðablik lenti í öðru sæti í Bestu deild kvenna í fyrra eru þær í deildarhluta forkeppninnar, í stað meistarahlutans, en í meistarahlutanum eru Íslandsmeistarar Vals sem geta komist áfram er þær spila síðar í dag. Breiðablik mætir því öðrum liðum sem ekki urðu meistarar í sínu landi, en úr sterkari deildum sem hafa fleira en eitt Evrópusæti, þar á meðal Rosenborg sem vann leik liðanna 4-2 í Þrándheimi á fimmtudag og Blikakonur úr leik. Slovacko tapaði 2-1 fyrir Minsk í Þrándheimi sama dag og því ljóst að Blikar og Slovacko færu ekki lengra í keppninni en liðin spila málamyndaleik um þriðja sæti riðilsins. Sigurinn ekki til einskis þó liðið sé úr leik Breiðablik vann leik dagsins 3-0 þar sem Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði fyrsta mark Blikakvenna á 44. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Þannig stóð raunar allt fram á 79. mínútu þegar Helena skoraði sitt annað mark og þá fullkomnaði hún þrennu sína og innsiglaði 3-0 sigur Breiðabliks tveimur mínútum síðar. Sigurinn er þó ekki til einskis því Blikakonur vinna sér og Íslandi inn stig á styrkleikalista UEFA. Ísland á því betri möguleika á að halda í Evrópusætin sín tvö, en í ár eru tvö íslensk lið að taka þátt í Meistaradeildinni annað árið í röð. Svo hafði áður ekki verið frá árinu 2011, þegar bæði Valur og Þór/KA kepptu fyrir Íslands hönd. Valskonur vilja feta í fótspor Blikakvenna Valskonur eru staddar í Beltinci í Slóveníu þar sem þær spila úrslitaleik við Shelbourne frá Írlandi um sæti í umspili um sæti í riðlakeppninni. Leikurinn hefst klukkan 15:30. Valur vann 2-0 sigur á Armeníumeisturum Hayasa í miðri viku á meðan írsku meistararnir í Shelbourne unnu heimakonur í Pomruje. Valur vill eflaust leika eftir afrek Blikakvenna frá því í fyrra en þá komust þær áfram í meistarahluta forkeppninnar og slógu svo Osijek frá Króatíu út í umspilinu til að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þar fengu leikmenn Breiðabliks að máta sig við marga af bestu leikmönnum heims er þær drógust í riðil með bæði Paris Saint-Germain og Real Madrid. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Blikakonur taka þátt í fyrsta stigi í forkeppni Meistaradeildarinnar en þar eru fjögur lið dregin saman, þau spila til undanúrslita og úrslita, og aðeins eitt lið af fjórum kemst áfram. Þar sem Breiðablik lenti í öðru sæti í Bestu deild kvenna í fyrra eru þær í deildarhluta forkeppninnar, í stað meistarahlutans, en í meistarahlutanum eru Íslandsmeistarar Vals sem geta komist áfram er þær spila síðar í dag. Breiðablik mætir því öðrum liðum sem ekki urðu meistarar í sínu landi, en úr sterkari deildum sem hafa fleira en eitt Evrópusæti, þar á meðal Rosenborg sem vann leik liðanna 4-2 í Þrándheimi á fimmtudag og Blikakonur úr leik. Slovacko tapaði 2-1 fyrir Minsk í Þrándheimi sama dag og því ljóst að Blikar og Slovacko færu ekki lengra í keppninni en liðin spila málamyndaleik um þriðja sæti riðilsins. Sigurinn ekki til einskis þó liðið sé úr leik Breiðablik vann leik dagsins 3-0 þar sem Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði fyrsta mark Blikakvenna á 44. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Þannig stóð raunar allt fram á 79. mínútu þegar Helena skoraði sitt annað mark og þá fullkomnaði hún þrennu sína og innsiglaði 3-0 sigur Breiðabliks tveimur mínútum síðar. Sigurinn er þó ekki til einskis því Blikakonur vinna sér og Íslandi inn stig á styrkleikalista UEFA. Ísland á því betri möguleika á að halda í Evrópusætin sín tvö, en í ár eru tvö íslensk lið að taka þátt í Meistaradeildinni annað árið í röð. Svo hafði áður ekki verið frá árinu 2011, þegar bæði Valur og Þór/KA kepptu fyrir Íslands hönd. Valskonur vilja feta í fótspor Blikakvenna Valskonur eru staddar í Beltinci í Slóveníu þar sem þær spila úrslitaleik við Shelbourne frá Írlandi um sæti í umspili um sæti í riðlakeppninni. Leikurinn hefst klukkan 15:30. Valur vann 2-0 sigur á Armeníumeisturum Hayasa í miðri viku á meðan írsku meistararnir í Shelbourne unnu heimakonur í Pomruje. Valur vill eflaust leika eftir afrek Blikakvenna frá því í fyrra en þá komust þær áfram í meistarahluta forkeppninnar og slógu svo Osijek frá Króatíu út í umspilinu til að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þar fengu leikmenn Breiðabliks að máta sig við marga af bestu leikmönnum heims er þær drógust í riðil með bæði Paris Saint-Germain og Real Madrid.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira