Napoli fær vænan liðsstyrk Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 12:30 Ndombele hefur ekki sýnt sitt rétta andlit hjá Tottenham. James Williamson - AMA/Getty Images Napoli hefur gengið frá samningum við tvo leikmenn til að styrkja sig fyrir komandi átök í vetur. Báðir koma þeir á láni til félagsins. Framherjinn Giovanni Simeone, sonur Diego Simeone, þjálfara Atlético Madrid, hefur gengið í raðir Napoli á láni frá Hellas Verona. Simeone var öflugur hjá Verona í Seríu A á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 17 mörk í 35 leikjum. Hann hefur áður leikið með Cagliari, Fiorentina og Genoa í efstu deild á Ítalíu, Napoli á þá kost á að festa alfarið kaup á Simeone þegar lánssamningnum lýkur en hann mun veita Nígeríumanninum Victor Osimhen samkeppni um framherjastöðuna. Þá er Frakkinn Tanguy Ndombele einnig kominn á láni frá Tottenham. Hann var áður á láni hjá Lyon á seinni hluta síðustu leiktíðar en Antonio Conte, þjálfari Spurs, hefur engin not fyrir hann. Ndombele var keyptur til Tottenham frá Lyon á rúmlega 60 milljónir punda sumarið 2019 en hefur ekki staðið undir væntingum í Lundúnum þar sem menn hafa beðið eftir að hann springi út. Napoli greiðir eina milljón evra fyrir lánssamninginn og á kost á að kaupa Ndombele á 30 milljónir evra næsta sumar. Napoli vann sinn fyrsta leik í ítölsku A-deildinni síðustu helgi, 5-2 gegn Verona. Liðið mætir nýliðum Monza á heimavelli klukkan 16:30 á morgun en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Allir tíu leikir umferðarinnar á Ítalíu verða að venju í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Mikael Egill Ellertsson verður í eldlínunni með Spezia gegn Inter í dag klukkan 18:45 og Þórir Jóhann Helgason á sama tíma með Lecce gegn Sassuolo. Leikir helgarinnar á Ítalíu Laugardagur 16:30 Torino - Lazio (Stöð 2 Sport 2)16:30 Udinese - Salernitana (Stöð 2 Sport 3)18:45 Inter - Spezia (Stöð 2 Sport 2)18:45 Sassuolo - Lecce (Stöð 2 Sport 3) Sunnudagur 16:30 Napoli - Monza (Stöð 2 Sport 2)16:30 Empoli - Fiorentina (Stöð 2 Sport 3)18:45 Atalanta - AC Milan (Stöð 2 Sport 2)18:45 Bologna - Verona (Stöð 2 Sport 3) Mánudagur 16:30 Roma-Cremonese (Stöð 2 Sport 2)18:45 Sampdoria - Juventus (Stöð 2 Sport 2) Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Sjá meira
Framherjinn Giovanni Simeone, sonur Diego Simeone, þjálfara Atlético Madrid, hefur gengið í raðir Napoli á láni frá Hellas Verona. Simeone var öflugur hjá Verona í Seríu A á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 17 mörk í 35 leikjum. Hann hefur áður leikið með Cagliari, Fiorentina og Genoa í efstu deild á Ítalíu, Napoli á þá kost á að festa alfarið kaup á Simeone þegar lánssamningnum lýkur en hann mun veita Nígeríumanninum Victor Osimhen samkeppni um framherjastöðuna. Þá er Frakkinn Tanguy Ndombele einnig kominn á láni frá Tottenham. Hann var áður á láni hjá Lyon á seinni hluta síðustu leiktíðar en Antonio Conte, þjálfari Spurs, hefur engin not fyrir hann. Ndombele var keyptur til Tottenham frá Lyon á rúmlega 60 milljónir punda sumarið 2019 en hefur ekki staðið undir væntingum í Lundúnum þar sem menn hafa beðið eftir að hann springi út. Napoli greiðir eina milljón evra fyrir lánssamninginn og á kost á að kaupa Ndombele á 30 milljónir evra næsta sumar. Napoli vann sinn fyrsta leik í ítölsku A-deildinni síðustu helgi, 5-2 gegn Verona. Liðið mætir nýliðum Monza á heimavelli klukkan 16:30 á morgun en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Allir tíu leikir umferðarinnar á Ítalíu verða að venju í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Mikael Egill Ellertsson verður í eldlínunni með Spezia gegn Inter í dag klukkan 18:45 og Þórir Jóhann Helgason á sama tíma með Lecce gegn Sassuolo. Leikir helgarinnar á Ítalíu Laugardagur 16:30 Torino - Lazio (Stöð 2 Sport 2)16:30 Udinese - Salernitana (Stöð 2 Sport 3)18:45 Inter - Spezia (Stöð 2 Sport 2)18:45 Sassuolo - Lecce (Stöð 2 Sport 3) Sunnudagur 16:30 Napoli - Monza (Stöð 2 Sport 2)16:30 Empoli - Fiorentina (Stöð 2 Sport 3)18:45 Atalanta - AC Milan (Stöð 2 Sport 2)18:45 Bologna - Verona (Stöð 2 Sport 3) Mánudagur 16:30 Roma-Cremonese (Stöð 2 Sport 2)18:45 Sampdoria - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Sjá meira