Erlent

Nýju mynd­bandi af Sönnu Marin lekið

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sanna Marin er forsætisráðherra Finnlands en í dag var öðru myndbandi af henni skemmta sér lekið á netið. 
Sanna Marin er forsætisráðherra Finnlands en í dag var öðru myndbandi af henni skemmta sér lekið á netið.  EPA/Juan Carlos Hidalgo

Nýju myndbandi af Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur verið lekið á netið. Í myndbandinu sést hún dansa þétt upp við finnsku rokkstjörnuna Olavi Uusivirta. Talið er að myndbandið hafi verið tekið sama kvöld og hin myndböndin sem lekið var fyrr í vikunni

Í gær greindi Vísir frá myndböndum af Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, sem hafði verið lekið á netið. Í myndböndunum sást til forsætisráðherranns dansa ásamt vinum sínum og vilja einhverjir meina að Sanna hafi verið á eiturlyfjum umrætt kvöld.

Hún hefur þvertekið fyrir þetta og segist einungis hafa neytt áfengis þarna. Hún hafi verið að djamma, dansa og syngja en ekki framið neinn glæp. Fyrr í dag tilkynnti hún að hún hafi farið í fíkniefnapróf til þess að sanna að hún hafi ekki tekið nein eiturlyf.

Norska ríkissjónvarpið greinir nú frá því að ný myndbönd af Sönnu hafi farið í dreifingu í dag. Þar sést hún dansa á skemmtistað ásamt finnsku rokkstjörnunni Olavi Uusivirta. Það virðist fara vel með þeim en einhverjir telja að Uusivirta sé að kyssa á henni hálsinn í byrjun myndbandsins.

Sanna er gift og á eitt barn með eiginmanni sínum. Þau hafa verið saman í átján ár en hún hefur ekki viljað tjá sig um þetta nýja myndband.


Tengdar fréttir

Sanna Marin fór í fíkni­efna­próf

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur farið í fíkniefnapróf til þess að sanna að hún hafi ekki verið á eiturlyfjum í myndbandi sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×